Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 ✝ Magnúsína Sig-urðardóttir fæddist á Akureyri 19. desember 1929. Hún andaðist á líknardeild Land- spítala, Kópavogi, 25 september 2016. Foreldrar Magn- úsínu, eða Bíu eins og hún var kölluð, voru hjónin Klara Jóhanna Ingibjörg Nielsen, húsfreyja frá Akureyri, f. 5.6. 1905, d. 9.2. 1992, og Sig- urður Pétur Eiríksson, verka- maður frá Vopnafirði, f. 16.11. 1907, d. 13.10. 1989. Systkini hennar eru: Sólveig Fanney, f. 2.10. 1927, maki Gunnar Bjartmarz, Siguróli Magni, f 10.12. 1932, maki Sig- urlaug Jónsdóttir, Valgarður Jóhann, f 29.7. 1934, Steinþór, f. 25.12. 1940, d. 17.2. 1941, Inga Sigríður, f 27.8. 1946, d. Kim Brigit Sorning, f. 16.12. 1961, maki Guðmundur Bald- ursson og eignuðust þau fjögur börn: Magnús Joachim, Gunnar Jón, d. 1.4. 2001, Valdísi Klöru og Guðmund Karl. Fyrri eiginmaður Magnúsínu var Joachim B. Sorning, d. 11.9. 1974. Magnúsína giftist aftur 19.12. 1979 Vilhjálmi Þ. Vilhjálmsyni bifreiðastjóra, foreldrar hans voru Vilhjálmur Jón Þórarins- son, f 11.9. 1897, d. 22.4. 1970, og Guðlaug Jónsdóttir, f. 17.9. 1901, d. 1.3. 1981. Vilhjálmur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, þau eru: Lára Guðmunda, Vilhjálmur Þór, maki hans er Elsa Kristín Helgadóttir, og Hjördís, maki hennar er Anton Sigurðsson. Magnúsína ólst upp á Akur- eyri en fluttist ung til Reykja- víkur. Hún vann hin ýmsu störf í gegnum tíðina svo sem við fiskvinnslu, verslun, matreiðslu og hin ýmsu umönnunar- og þjónustustörf. Útför Magnúsínu fer fram í Kópavogskirkju í dag, 7. októ- ber 2016, og hefst athöfnin kl. 15. 8.11. 2007, eftirlif- andi maki Finnur Óskarsson. Magnúsína eign- aðist fjórar dætur þær eru: Anna Fríða Ottósdóttir, f. 25.8. 1946, d. 17.2. 2009, hún var gift Vilhjálmi Ingvarssyni, sem lést 18.8. 1988, þau áttu þrjú börn sem eru: Ottó Valur, Valdís og Ingv- ar. Klara Sveinbjörnsdóttir, f. 15.7. 1951, maki Helgi Val- geirsson og eiga þau þrjá syni: Magnús, Valgeir Theódór og Jóhann Steinar. Sigríður Sveinbjörnsdóttir, f. 31.8. 1952, var gift Aðalgeiri Olgeirssyni, d. 6.4. 2006, þau áttu fjögur börn sem eru: Þóra Ragnheiður, Ollý Sveinbjörg, Hjalti Már og Elvar Hrafn. Elsku besta amma Bía. Það er mér ótrúlega sárt að þurfa að kveðja þig, enda hefur þú alltaf verið stór partur af mínu lífi. Ég get þó hlýjað mér við allar minningarnar sem ég á um þig og okkar tíma saman. Það var undarlegt að vera í Stokkhólmi nú í sumar þegar þú þurftir að takast á við veikindin þín. Krabbameinið kom skyndi- lega einn hlýjan sumardag og sá ég þá hversu mikið æðruleysi þú hafðir. Þú hefur aldrei verið fyr- ir það að kvarta eða láta vita ef eitthvað angraði þig og gerðir það ekki heldur þarna þínar síð- ustu vikur. Það sem var þér efst í huga var hvort okkur hinum liði ekki ágætlega, fengjum nóg að borða og keyrðum ekki of þreytt í Þor- lákshöfn. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig. Allar heimsókn- irnar til ykkar afa í Kópavoginn lífguðu svo sannarlega upp á til- veru okkar systkinanna þegar við vorum yngri. Eftir að ég varð eldri og flutti í bæinn var ávallt svo gott að koma til ykkar. Þið tókuð mig undir ykkar verndarvæng og verð ég ávallt þakklát fyrir það. Þú varst ekki lengur bara amma mín heldur myndaðist þessi fallegi vinskap- ur, mikið urðum við góðar vin- konur. Ég hlakkaði alltaf til að kíkja til þín því við áttum alltaf svo dásamlegar stundir saman. Ég gat alltaf komið og leitað til þín. Við veltum fyrir okkur lífinu, vinnumálum, gátum rætt allt milli himins og jarðar. Ég leit mikið upp til þín, þú varst svo hlý og góð, mikill dugnaðarfork- ur og slakaðir aldrei á. Þú settir alla í fyrsta sæti og var þér svo annt um að láta öðrum líða vel. Við eyddum ófáum mínútunum í að ræða tísku og fannst mér það svo gaman. Þú hafðir mikla tískuvitund og gátum við eytt ófáum mínútum í að ræða fal- lega skó eða yfirhafnir hjá hvor annarri. Þú hefur alltaf haft mikla trú á mér og er það mér svo dýr- mætt. Þú varst svo glöð að mér gekk vel í Stokkhólmi. Allar Skype- stundirnar sem við áttum saman eftir að ég flutti út eru mér ógleymanlegar. Þegar ég kom heim í sumar og náði svo dýr- mætum gæðastundum með þér eru mér efst í huga. Mikið sem ég er þakklát fyrir þær. Það verður skrítið að geta ekki faðmað þig í þessari Ís- landsferð en þú verður ávallt í mínum huga. Ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem Gunnar Jón hefur tekið á móti þér. Núna færðu að hvílast. Minningin um þig lifir. Ég elska þig, elsku besta amma mín. Valdís Klara. Elsku amma Bía. Það er með söknuði sem ég sest niður og skrifa þessi orð. Það er sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst alltaf til staðar fyr- ir mig, tókst mér alltaf vel og með opnum örmum. Það eru ófá- ar stundirnar sem við áttum saman og hlógum saman. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að telja upp allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Gleymi aldrei þegar þú kenndir okkur systkinunum að spila Svarta Pétur og settir sót á nefbrodd- inn okkar. Gleymi heldur aldrei þegar við fengum hjá þér „ham ń cheese“ samlokur, það var svo fyndið og skemmtilegt hvernig þú sagðir þetta. Ég gleymi held- ur aldrei þegar þú pússaðir vinnuskóna mína. Þeir voru hág- lans þegar ég mætti í vinnuna og strákarnir vissu strax að amma Bía væri komin í heim- sókn. Ég gleymi heldur aldrei hvað þú gerðir gott hakk og spa- gettí. Þegar Darri Hrafn fæddist sá ég strax hvað þú varst hrifin af honum og með ykkur tókust góð vinabönd. Það eru ófáar stund- irnar þar sem hann talar um þig og spyr hvort við eigum ekki að elda „ömmu Bíu súpu“. Hann á eftir að sakna þín jafn mikið og ég sakna þín. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum aldr- ei eftir að fá aftur hakk og spa- gettí hjá þér. Amma Bía, þú varst yndisleg manneskja og fáir sem komast með tærnar þar sem þú varst með hælana. Þú varst svo mikil pæja, alltaf fín og flott. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og líður vel. Við munum alltaf halda uppi heiðri þínum og minningu. Hvíldu í friði, elsku amma Bía. Þinn, Magnús Joachim. Elsku stjúpmóðir mín er far- in; Bía hans pabba er farin; elsku amma Bía er farin. Mér þykir það mjög sárt, það meiðir hjarta mitt og ég sakna hennar mjög. Þessi flotta kona, sem ég var viss um að yrði ávallt full- frísk og minnst 100 ára gömul, er farin frá okkur. Dauðinn er mér afar sár og erfiður. Ég finn mikið til með elsku pabba mín- um að hafa Bíu sína ekki lengur hjá sér. Ég finn mikið til með dætrum hennar og þeirra mök- um, börnum og barnabörnum. Ég finn mikið til með systkinum hennar og fjölskyldum þeirra. Ég finn mikið til með systkinum mínum og þeirra fjölskyldum. Ég finn mikið til með sonum mínum og þeirra fjölskyldum. Ég finn mikið til með okkur Antoni mínum. Missir okkar, sorg og sökn- uður er mjög mikill. Bía var yndisleg kona á allan hátt og einstaklega góð við pabba minn alla tíð og við syni mína og mig og Anton minn og fyrir það er ég henni afar þakklát. Bía var hraustasta og flottasta kona sem ég hef kynnst. Það var ekki að sjá á nokkurn hátt að hún væri á 87. aldursári, það var ekkert gamalt við hana, aðeins hárið var fallega silfrað ásamt nokkr- um fallegum lífsrákum í húð hennar. Krabbameinið tók Bíu frá okkur á ógnarhraða, hún fann ekkert fyrir því fyrr en daginn sem yngsta sonardóttir mín, hún Ellý, var skírð 22. maí sl. Eftir það var hún greind og áfallið var mikið fyrir alla. Hún lá á LSH og svo á líknardeild og við heimsóttum hana mikið og þær stundir eru dýrmætar. Ég man enn eins og það hefði verið í gær, þegar pabbi fór með mig til að kynna okkur upp á Árbæj- arsafn í Dillonshúsið þar sem hún sá um veitingasöluna. Ég fékk heitt súkkulaði með rjóma, pönnuköku og kleinu og hún spjallaði og stjanaði við okkur. Mér leist strax vel á þessa ró- legu, hógværu, hlýju og glæsi- legu konu. Og ég var ánægð fyr- ir hönd pabba að hann hefði kynnst hamingjunni og ástinni á ný og fann að hún yrði góð við hann og myndi annast hann vel. Ég vann með henni í Dillonshúsi sumarið 1982 og sá þá enn betur kraftinn í henni og dugnað. Minningar um allan góða matinn hennar og matarboðin eru ótelj- andi. Ég minnist þess þegar hún og pabbi komu til Svíþjóðar að heimsækja okkur syni mína og föður þeirra. Ég minnist sumarbústaða- ferðar sem ég fór ein með þeim í nokkra daga og þótti það mjög krúttlegt, litla dóttir hans pabba var 47 ára. Ég minnist allra sím- talanna þegar ég var í NY-ríki og svo árin í Svíþjóð, þau voru afar kærkomin. Bía klæddi sig ávallt fallega og stíll hennar og fágað yfir- bragð var alla tíð umtalað og eft- irtektarvert. Hún var alltaf snyrtileg, stíl- hrein, smart, skvísa, pæja og töffari, allt í senn með Ray Ban- sólgleraugu og á háum hælum þegar við átti. En um leið mjög kvenleg og tignarleg og henni tókst að blanda þessu öllu sam- an á einstakan og mjög vel heppnaðan hátt. Hún dýrkaði Tinu Turner, Tinu Törn eins og hún sagði allt- af svo sætt. Góður Guð sé með pabba mínum á þessum erfiðu tímum og okkur öllum sem elsk- uðum hana. Takk fyrir góð- mennsku þína, kærleik og pláss- ið sem þú gafst mér og sonum mínum í hjarta þínu og bættir glöð Antoni mínum við. Sorg okkar allra og missir er bæði þungbær og mikill. Bless, elsku Bía mín, ég elska þig og ég veit að þú elskaðir mig og okkur fjöl- skyldu mína, það bæði fann ég alla tíð og þú sagðir mér það í sumar. Hvíldu í Guðs friði, þín, Meira: mbl.is/minningar Hjördís (Hjödda). Elsku hjartans stjúpa mín, Bía, nú hefur þú kvatt okkur og við tekur lífsins ganga míns elskulega föður að ganga veginn með þig í hjarta. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég sest niður og fer að hugsa til þín, efst eru fyrstu kynni ykkar pabba, því ég vissi mjög fljótt þegar þið höfð- uð hist því jú, pabbi bjó hjá mér og elstu dóttur minni Lindu sem þá var lítil tveggja ára snót. Já, pabbi kom heim með ástarg- lampa í augum og gat alls ekki leynt því að eitthvað gott var að bærast innra með honum. Svona er ástin, hún leynir sér ekki hvorki í framkomu né ásjónu. Þið fóruð fljótt að búa saman í Ljósheimum í litlu fallegu íbúð- inni ykkar Kim, yngstu dóttur þinnar af fjórum. Hún þá 16 að verða 17 ára. Við Kim erum fæddar sama ár, 1961, ég í jan- úar og hún í desember. Við er- um nánar þó að við hittumst ekki á hverjum degi en virðing og kærleikur hefur alla tíð verið sannur á milli okkar. Að vel hugsuðu máli hefði hann faðir minn ekki getað feng- ið betri og traustari eiginkonu sér við hlið og fyrir það er ég þakklát. Þú hugsaðir ætíð vel um heimilið ykkar og ofdekraðir pabba alla tíð, ég veit að hann kunni vel að meta það þó að hann hefði ekki mörg orð um það, elsku Bía mín. Þegar þú veiktist þá sagði pabbi við mig: „Ekki átti ég von á að mér yrði falið þetta hlutverk,“ því hann var alveg viss um að þú, Bía mín, myndir lifa hann. Þú varst alla tíð hraust og kvartaðir aldr- ei, fékkst varla kvef í nös, lipur og spræk eins og ung ballerína uppi á eldhúsbekk alveg undir það síðasta að setja upp hreinar eldhúsgardínur og fleira. Af- burðakokkur og bakaðir bestu pönnukökur og brúnar lagtertur sem ég og börnin mín höfum smakkað og við hreinlega elsk- uðum að fá lagtertu frá þér fyrir jólin enda bakaðir þú margar og færðir öllu unga fólkinu sem kunni ekki að gera eins vel og þú, elskan. Þú elskaðir að ferðast og þá helst til sólarlanda. Flest árin ykkar fóruð þið yfir jólin, sem voru nokkuð margar ferðir. Komuð sólbrún og sæt heim pinklum hlaðin af gjöfum til allra barna og barnabarna. Þú varst einstaklega smekkleg og lunkin að velja réttar stærðir og fallegar gjafir sem voru ekki fá- ar. Ég veit að það varst þú sem sást um þetta öll árin þó að ég bæði þig að hætta þessu og versla bara á sjálfa þig. Þá brosti pabbi og sagði: „Ég er svo gott burðardýr“ og þar við sat. Ég er þakklát fyrir hvað pabbi sýndi mikla hlýju og mjúka framkomu við þig allan tímann sem þú dvaldir á sjúk- húsi og síðustu vikurnar á líkn- ardeildinni í Kópavogi. Elsku pabbi minn, þú leynir á þér þeg- ar á reynir, getur annast og að- stoðað ef þarf. Ég vil skila hlýrri kveðju frá Hildi dóttur minni og fjölskyldu sem eru búsett á Seyðisfirði. Hvíl í friði. Lára, Linda, Hildur, Agnar, Ester Rut, Eva María og fjölskyldur. Magnúsína Sigurðardóttir ✝ Sighvatur Jón-asson var fæddur á Helga- stöðum í Reykja- dal, S-Þing., 19. maí 1922. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum í Mosfellsbæ 27. september 2016. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Friðriksson, bóndi á Helgastöðum, f. á Kraunastöð- um í Aðaldælahreppi, S-Þing., 16. nóvember 1896, d. 16. febr- úar 1983, og kona hans María Sigfúsdóttir, f. á Bjarnastöðum í Skútustaðahreppi, S-Þing., 17. febrúar 1898, d. 13. apríl 1978. Systkini Sighvats: Sigfús Pálmi Jónasson, f. 1918, d. 2005. Hrafnhildur Jónasdóttir, f. 1920, d. 2015. Friðrik Reynir Jónasson, f. 1920, d. 1923. Egill Jónasson, f. 1924, d. 2008. Frið- rik Jónasson, f. 1925, d. 1998. Arnhildur Jónasdóttir, f. 1929, d. 1964. Reynir Jónasson, f. 1932. Úlfhildur Jónasdóttir, f. 1938. Kristján Elís Jónasson, f. 1940. Sighvatur lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og starfaði eftir það í eitt ár, 1940 til 1941, hjá frænda sínum í Kaupfélaginu á Borð- eyri. Þaðan lá leiðin til Reykja- víkur þar sem hann vann sem hjúkrunarmaður á Kleppi í eitt ár, en þá réð hann sig til Lands- banka Íslands og starfaði þar þangað til Seðlabanki Íslands var stofnaður, en þá réðst hann þangað og vann þar til starfs- loka, lengst af sem afgreiðslu- stjóri. Áhugamál Sighvats alla tíð var tónlist. Hann söng með karlakórnum Fóstbræðrum og seinna í mörg ár með Þjóðleik- húskórnum og tók þá m.a. þátt í fyrstu óperuuppfærslu Þjóðleik- hússins, Rigoletto. Síðar á æv- inni gerðist hann organisti, fyrst í Lágafellskirkju og seinna varð hann fyrsti organisti í Seltjarn- arneskirkju. Oft greip hann í nikk- una og var í nokk- ur ár í starfi hjá Grafarvogskirkju í félagsstarfi aldr- aðra þar. Þá var hann gerður heiðursfélagi Við- eyingafélagsins fyrir tónlistarstörf í þágu félagsins. Árið 1951 kvæntist Sighvatur eftirlifandi eiginkonu sinni, Val- borgu Lárusdóttur frá Brúar- landi í Mosfellssveit. Valborg er dóttir hjónanna Lárusar B. Halldórssonar skólastjóra og konu hans, Kristínar Magnús- dóttur. Valborg og Sighvatur eign- uðust tvo syni, þá Lárus Sig- hvatsson, f. 1952, kvæntur Ástu Egilsdóttur og eiga þau einn son ,Vilhjálm Egil og tvo son- arsyni, þá Jóel Orra og Veigar Lár. Halldór Sighvatsson, f. 1962, kvæntur Lilju Pálsdóttur og eiga þau tvö börn, þau Sig- hvat, sem er kvæntur Sunnu Ósk Ómarsdóttur, synir þeirra Halldór Elí og Nökkvi Freyr. Dóttir Halldórs og Lilju er Bryndís Lára í sambúð með Tómasi Gunnari Tómassyni. Dóttir Valborgar, sem ólst upp hjá þeim hjónum, er Kristín Kjartansdóttir Issa, f. 1947, gift Sameh Salah Issa og eignuðust þau fjögur börn: Samieh Vala, f. 1969, d. 2004. Hennar maki var Izzat Dajani og dóttir þeirra er Yasmin. Nadia, gift Soheil Galal og eiga þau tvö börn, Omar og Lailu. Salah S. Issa og Salma, gift Cris Kerr. Sighvatur var alla tíð heima- kær og hugsaði fyrst og síðast um sína nánustu og var óþreyt- andi að sinna fjölskyldu sinni og vinum alla tíð. Útför Sighvats verður gerð frá Áskirkju í dag, 7. október 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Enn fækkar í röðum kærra vina og vandamanna. Merkur vin- ur og bandamaður hefur nú lagt upp í sína hinstu för eftir langa og farsæla ævigöngu. Sighvatur hlaut gott veganesti á merku æskuheimili sínu sem er Helga- staðir í Reykjadal norður. Þar óx hann úr grasi við málvöndun og tilfinningu fyrir hrynjandi tung- unnar. Þar kom einnig við sögu Friðrik afi hans sem var kunnur hagyrðingur og víðförull vegna ábyrgðarstöðu, hann kunni góð skil á hugarþeli samlanda sinna. Ungur maður leitar Sighvatur til Reykjavíkur að freista gæfunnar. Í ókyrru og oft öfgakenndu mannlífi borgarinnar reynist hann eiga góða kjalfestu og hin góðu innri viðmið hans úr íslensku sveitinni eru honum hollur leiðar- vísir. Meðal góðra hæfileika Sig- hvats er næmt tóneyra, hann lær- ir nótnalestur og píanóleik og nær einnig góðum tökum á dragspili, hinar flóknari inngönguleiðir í æðri tónlistarheim eru honum leikur einn. Í mörg ár syngur Sig- hvatur með hinum afbragðsgóða karlakór Fóstbræðra en einnig um skeið í þjóðleikhúskórnum. Reynt er fyrir sér við ýmiss konar störf í borginni en snemma á ævinni er Sighvatur fenginn til starfa í Landsbankanum og er þar fljótlega sýndur trúnaður vegna auðsærra mannkosta hans, seinni hluta starfsævi sinnar er hann í starfsliði Seðlabankans og einnig þar í trúnaðarstöðum. Þegar Sighvatur svo kynnist og kvænist Valborgu, æskuvin- konu minni og skólasystur, dóttur Lárusar Halldórssonar skóla- stjóra á Brúarlandi og konu hans Kristínar Magnúsdóttur frá Mos- felli, bætist enn við innsigli á kunningsskap okkar og vináttu. Samgangur var af gildum ástæð- um oft stopull en endurfundir ávallt í anda trygglyndis og óbil- andi vinaþels. Sighvatur var ekki einasta framúrskarandi heimilisfaðir og leiðtogi tveggja efnilegra sona, hann var einnig verðmætur liðs- maður í þeirri fylkingu sem vildi lyfta menningarviðleitni í höfuð- borginni okkar einu eða tveimur þrepum upp á við. Það mátti einu gilda úr hvaða átt menn nálguðust Sighvat Jónasson, þeir fundu ávallt heilsteyptan heiðursmann sem ekki mátti vamm sitt vita. Emil Als. Sighvatur Jónasson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.