Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 ✝ Unnur Guð-munda Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík þann 2. júlí árið 1935. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. sept- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Aðalbjörg Júlíusdóttir, f. 20. janúar 1914, d. 15. mars 2002, og Vilhjálmur Ang- antýsson, f. 15. nóvember 1906, d. 16. ágúst 1984. Systkini Unnar voru Angan- týr Vilhjálmsson, f. 15. sept- ember 1938, d. 7. ágúst 2010, maki Guðrún Ása Björnsdóttir, Elsa Pétursson, f. 5. nóvember 1942, maki Leifur Pétursson, Hafsteinn Vilhjálmsson, f. 7. mars 1944, maki Halla Sigurð- ardóttir, og Guðrún Vilhjálms- dóttir, f. 12. mars 1947, maki Karl B. Guðmundsson. Unnur giftist Sigurhirti Pálmasyni, byggingarverkfræð- ingi, þann 20. september 1961 en isstjóra í umhverfis- og auðlind- aráðuneytinu, en dóttir þeirra er Unnur Svala, f. 4.11. 1996. Pálmi Jósef Sigurhjartarson, f. 25. október 1965, tónlistar- maður. Synir hans eru Sig- urhjörtur, f. 2 desember 1998, Arnaldur, f. 24. júní 2005, og Ólafur Bragi, f. 19. febrúar 2011. Unnusta Pálma er Dagný Halla Björnsdóttir, tónlistarkennari. Unnur ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og bjó meðal ann- ars á Urðarstíg og við Skúla- götu, sem í dag heitir Bríet- artún, og síðar bjó hún í Akur- gerði. Hún gekk í Austurbæjar- skóla og lauk gagnfræðaprófi þaðan og fór síðan út á vinnu- markaðinn og vann við versl- unarstörf, m.a. hjá verslunni Jakobsen og Tískuskemmunni við Laugaveg. Unnur hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1984 og vann þar í sextán ár sem skrif- stofumaður hjá fjármáladeild Reykjavíkurborgar. Unnur og Sigurhjörtur hófu búskap á Hofteigi 8 1961 og fluttu síðar að Háleitisbraut 38 þar sem þau bjuggu í nítján ár. Þau fluttu svo að Vesturbergi 27, Reykjavík. Unnur bjó síðustu ár- in í Hvassaleiti 56. Útför Unnar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 7. október 2016, og hefst hún kl. 15. hann lést þann 28. apríl 2001. Systkini Sigur- hjartar eru: Anna Pálmadóttir, f. 2. desember 1928, d. 4.11. 2001, maki Guðmundur Guð- mundsson, Haukur Pálmason, f. 7. febr- úar 1930, maki hans var Aðalheiður Jó- hannesdóttir, Hreinn Pálmason, f. 26. nóv- ember 1931, d. 12. júní 2001, en fyrrverandi maki hans var Sig- urlaug Vigfúsdóttir, Friðrik Pálmason, f. 15. apríl 1935, maki hans er Karola Sander, og Sig- ríður Pálmadóttir, f. 25.11. 1939, maki hennar er Kristján Sæmundsson. Tvö systkini Sig- urhjartar, Jósef Pálmar og Auð- ur, létust í æsku. Unnur og Sigurhjörtur eign- uðust tvo syni, en þeir eru Vil- hjálmur Örn Sigurhjartarson, f. 16. mars 1962, forstöðumaður hjá Samskipum, kvæntur Sigríði Auði Arnardóttur, ráðuneyt- Unnur var einstök á svo margan hátt. Það er ljúft að minnast Unnar og rifja upp all- ar góðu minningarnar. Það var mikil gæfa fyrir mig þegar ég kynntist Unni fyrir um aldar- fjórðungi. Unnur Svala, fyrsta barna- barnið, var umvafin ást ömmu og afa í Vesturbergi, hún fékk að njóta fyrstu áranna sinna í faðmi þeirra. Minningin um Unni er samofin minningu Sig- urhjartar, þau voru afar sam- rýmd hjón, eins og ein mann- eskja og betra fólk var ekki hægt að hugsa sér sem tengda- foreldra. Þau voru kærleiksrík og gáfu endalaust af sér til sinna. Það var gott að vera í sam- vistum við þig, elsku tengda- mamma. Það fylgdi þér einstök hlýja og léttleiki, þú vissir allt- af hvað skipti máli og hvað mátti bíða betri tíma, þú vildir ekki rasa að neinu. Mikið var gaman að spjalla við þig, sér- staklega um fólk, þú hafðir svo mikinn áhuga á fólki á góðan hátt. Fljót varstu að átta þig á öllum hlutum og setja þá í sam- hengi, enda mjög greind. Það var svo gott að finna fyr- ir þessari vissu og staðfestu, þú tókst öllu með einstöku jafn- aðargeði og umburðarlyndi. Það sem einkenndi þig öðru fremur var kímnigáfan, hlátur- inn þinn er svo minnisstæður og augun svo hlý, sem gerði það að verkum að öllum leið vel í kringum þig. Þú varst sannur leiðtogi, hefðir getað stjórnað her ef á þyrfti að halda og það með sóma, en fyrst og fremst varstu alltaf í sátt við alla. Þér tókst að sjá það jákvæða, draga fram kosti hvers og eins, dvaldir aldrei við erfiðleika og dæmdir engan. Þú beindir fólki á réttu brautina og opnaðir augun fyrir öllu því góða sem lífið hefur að bjóða. Mannkostir þínir voru svo miklir. Í þeim erfiðu veik- indum sem þú tókst á við síð- ustu árin þín komu mannkostir þínir svo vel í ljós. Æðruleysi, yfirvegun og reisn voru þitt að- alsmerki. Þegar súrefnissnúran var að flækjast fyrir þér, þá brostirðu, snerir þér í hringi og flækjan var leyst. Svona tókstu á við erfiðleika með bros á vör og áreynsluleysi. Þegar minnið var að leika þig grátt, hélstu alltaf reisn- inni. Sigurhjörtur var kominn að sækja þig og þú skildir ekki hvað dvaldi hann. Þú gerðir svo góðlátlegt grín að sjálfri þér, beindir athyglinni með ein- hverri einstakri lagni að ein- hverju jákvæðu og við hlógum bara. En Sigurhjörtur var svo sannarlega alltaf hjá þér og nú ertu komin til hans. Þú varst falleg manneskja, að innan sem utan, og einstök móðir. Strákarnir þínir, gull- molarnir Villi og Pálmi, voru þér alltaf efstir í huga, fyrir þá áttirðu endalausa ást og kær- leika, þú varst alltaf til staðar fyrir þá. Það var svo yndislegt að finna þessa miklu hlýju og virðingu sem þeir báru fyrir þér, þú varst stólpinn þeirra. Þessi fræ sem þú sáðir gáfu mikinn ávöxt, til okkar Villa og Unnar Svölu minnar. Elsku Unnur mín, ég er endalaust þakklát fyrir sam- fylgdina, fyrir góðmennsku þína og kærleika og fyrir að minna okkur öll á hvað það er sem skiptir máli í þessu lífi. Guð geymi þig, elsku tengda- mamma. Sigríður Auður. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði en á sama tíma fyllist ég þakklæti að hafa átt þig að. Þú varst og verður mín fyrirmynd og hefur gefið mér gott veganesti út í lífið. Þú hafðir einstaka nærveru, mikið jafnaðargeð, umburðarlyndi en einnig varstu með ótrúlegan húmor. Mér þótti alltaf gaman að koma til þín og spjalla og spá í lífið og tilveruna. Við vor- um báðar forvitnar og okkur þótti gaman að pæla í fólki og tengingum á milli fólks. Þú tókst hlutunum alltaf með mik- illi yfirvegun, sama hversu smáir eða stórir þeir voru og mun ég eftir bestu getu tileinka mér þá eiginleika þína. Ég kom oft að heimsækja þig í Hvassaleitið og minnist þess hversu vel fólkinu leið í kringum þig og það talaði vel um þig. Ég var ótrúlega stolt að eiga þig sem ömmu, enda varstu einstök. Minningarnar eru margar og munu þær ávallt hlýja mér, sérstaklega frá Vesturbergi, hjá ykkur afa, en þar var best að vera. Það verð- ur erfitt að hafa ekki ömmu mína áfram hjá mér, en ég veit að nú ertu komin til afa Sig- urhjartar þar sem þér líður best. Hvíldu í friði, amma mín. Þín Unnur Svala. Nú ert þú gengin, ástkæra systir, frumburður foreldra okkar, þeirra Aðalbjargar Júl- íusdóttur og Vilhjálms Angan- týssonar. Hlýjar og góðar minningar milda söknuðinn. Við vorum fimm systkinin og nú eru þau tvö elstu látin. Unnur var glaðlynd, geðgóð og vildi öllum vel. Á fyrstu hjú- skaparárum foreldra okkar var faðir okkar til sjós og oft lengi fjarverandi frá heimilinu. Þá hefur Unnur verið móður okkar mikil hjálparhella og tekið þátt í uppeldi okkar yngri systkin- anna. Hún var foreldrum okkar umhyggjusöm alla tíð og eftir fráfall þeirra var það hún sem vakti yfir velferð okkar allra, fjölskyldum okkar og ættingj- um í báða liði. Unnur giftist Sigurhirti Pálmasyni. Þið, Sigurhjörtur, sá öndvegisgæðamaður, voruð alltaf góð heim að sækja og mátti ávallt leita ráða og treysta úrlausnum ykkar. Hjá ykkur ríkti kærleikur og hlýja í allra garð og aldrei féll hnjóðs- yrði um nokkurn mann. Þið voruð samhent, samstíga og áttuð góð ár saman. Vilhjálmur og Pálmi, ykkar ástkæru synir, halda uppi minningu ykkar með kærleika og hlýju í allra garð. Barnabörnin voru Unni og Sig- urhirti miklir gleðigjafar og nutu þau samvista við þau. Oft var boðið til veislu á heimili þeirra hjóna og höfðu þau ánægju af að rækta sambandið við ættingja og vini. Stuttu eft- ir að Unnur lét af störfum féll Sigurhjörtur frá. Það var mikill missir og áfall fyrir fjölskyld- una. Svo ekki nutu þau efri ár- anna saman eins og til stóð. Unnur var félagslynd og hafði ánægju af að fara á mannamót og fylgdist vel með hvað frændfólkið hafði fyrir stafni. En heilsubrestur hrjáði Unni undanfarin þrettán ár sem hefti hana mikið. En hún var alltaf bjartsýn „að þetta myndi lagast“. Vilhjálmur og Pálmi hugsuðu vel um móður sína svo hún gat búið heima eins og hún vildi og með þeirri hjálp sem er í boði. Sárt er að missa, en hvíldin að áliðnu ævikvöldi er Guðs mildi. Kæru frændur, Vilhjálm- ur, Pálmi og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsa, Hafsteinn og Guðrún. Mikið fannst mér óhugsandi að þú færir frá okkur. Það var gott heyra í fjölskyldum okkar og sameiginlegum vinum og finna styrkinn frá þeim á þess- um erfiðu tímum. Ég kom heim til ykkar Sigurhjartar í fyrsta skiptið þegar þið áttuð heima í Vesturberginu og ég man að við sátum í fallega eldhúsinu ykkar og við fengum okkur af- bragðs gott kaffi með bragð- góðum kökum. Það var alltaf gott að koma til þín. Þú varst yfirveguð og glettin og heimilið þitt endurspeglaði umhyggju- semi þína og natni. Ég kom oft til þín í Hvassaleitið, þar sem þú bjóst hin síðari ár, eftir að ég hafði verið í Kringlunni og keypti með kaffinu handa okk- ur. Ferðir okkar í Kringluna og innkaupastúss er mér minnis- stætt. Þú varst einstaklega út- sjónarsöm og smekkleg þegar kom að því að kaupa gjafir, valdir fallegan fatnað eða ann- að. Betri ráðgjafa en þig í þessu sem öðru er vart hægt að hugsa sér. Kortin sem ég fékk frá ykkur Sigurhirti voru alltaf einstaklega fallega skrifuð og hlýleg. Þær voru skemmtilegar ferðirnar sem við fórum með fjölskyldum okkar í sumar- bústaði á ýmsum stöðum á landinu og sérstaklega þegar við fórum með Sigurhirti og Aðalbjörgu móður þinni austur, þar sem börn okkar og barna- börn voru. Við gerðum okkur dagamun og settum upp salla- fína hatta. Við hlógum og gönt- uðumst heil ósköp á leiðinni í yndislegu veðri. Ógleymanlegar verða allar fjölskylduveislurn- ar, þegar margt var um mann- inn og gaman var að spjalla um alla heima og geima. Það er svo ljúft að hafa átt allar þessar dásamlegu stundir með þér, kæra vinkona. Það er mikið lán að hafa minningarnar um þig í farteskinu og gerir mann auð- ugri en ella. Jesús blessi þig ávallt og verndi. Þín vinkona, Þóra. Unnur Guðmunda Vilhjálmsdóttir ✝ Hörður Frí-mannsson, sjó- maður og verk- stjóri hjá Frystihúsi KEA, fæddist í Nesi í Saurbæjarhreppi 6. ágúst 1929. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Lögmannshlíð 21. september 2016. Foreldrar hans voru hjónin Frímann Friðriksson verka- maður, f. 20.7. 1900, d. 18.12. 1972, og Gunnfríður Níelsína Jóhannsdóttir, f. 23.1. 1905, d. 22.11. 1980. Hörður átti einn bróður, Sævar Frímannsson, f. 2.2. 1942, d. 8.4. 2009. Hörður kvæntist 27.12. 1952 Ástu Kristinsdóttur, húsmóður og verkakonu, f. 14.11. 1925 á Öngulsstöðum í Eyjafjarð- arsveit, d. 31.10. 2015. For- eldrar hennar voru Kristinn Sigurgeirsson bóndi, f. 18.4. 1890, d. 14.11. 1966, og kona hans, Guðný Teitsdóttir, f. 30.9. 1892, d. 20.6. 1979. Börn Harð- Halldór Kristinn. Barna- barnabörnin eru sex. Hörður ólst upp á Akureyri og gekk í barnaskóla Akureyr- ar, hann fór ungur á sjó, var á ýmsum skipum, lengst af var hann á Snæfelli EA 740. Um tíma rak hann eigin útgerð í fé- lagi við fjórða mann, árið 1962 létu þeir smíða mótorbátinn Orra EA 101, 26 tonna eikarbát, og reistu fiskverkunarhús á Ak- ureyri. Hörður hóf verkstjórn 1. apríl 1965 í Sláturhúsi/frysti- húsi KEA. Hann gekk í Verk- stjórafélag Akureyrar og ná- grennis 28. apríl 1968. Hörður var í orlofsheimilisnefnd Verk- stjórafélags Akureyrar frá 1979 til 1982. Frá 1984-2000 var Hörður varaformaður Verk- stjórafélagsins. Hörður var þingfulltrúi Verkstjórafélagsins á þingum Verkstjórasambands- ins frá 1981, 1985, 1987, 1989, 1991, 1993, 1995, 1997, 1999 var hann aðallega í kjörbréfanefnd. Á 60 ára afmælisfundi félagsins var Hörður sæmdur gullmerki félagsins og gerður að heið- ursfélaga. Hörður og Ásta festu kaup á íbúð í Sólvöllum 17 árið 1959 og þar bjuggu þau þangað til þau fluttu á hjúkrunarheim- ilið Lögmannshlíð árið 2013. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 7. októ- ber 2016, klukkan 13.30. ar og Ástu eru a) Kristjana, f. 5.9. 1951, sambýlis- maður hennar er Lárus Jón Karls- son, f. 31.3. 1948, synir hennar eru Hörður Vilberg og Haraldur Guðni. b) Gunnfríður, f. 8.7. 1953, eiginmaður hennar var Erlend- ur Sigurðsson, f. 19.2. 1938, d. 13.4. 2009. c) Kristinn Frímann, f. 13.9. 1955, eignkona hans er Kristín Þor- steinsdóttir, f. 9.2. 1956, börn þeirra eru Ásta, Þorsteinn Ingi og Jakob Frímann. d) Ívar Ei- ríkur, f. 12.7. 1958, eiginkona hans er Marta Vilhelmsdóttir, f. 21.5. 1958, börn þeirra eru Elva Rún og Vilhelm Ernir. e) Guðný, f. 15.7. 1959, eig- inmaður hennar er Einar Magn- ússon, f. 11.10. 1959, börn þeirra eru Ragnheiður Ásta og Magnús Örn. f) Hörður, f. 24.9. 1962, eiginkona hans er Bryndís Jóhannesdóttir, f. 24.1.1957, synir þeirra eru Árni Elliott og Elsku pabbi okkar, Hörður Frímannsson, kvaddi þennan heim 21. september, tæpum 11 mánuðum eftir að ástkær eig- inkona hans og mamma okkar, Ásta Kristinsdóttir, féll frá. Á kveðjustund lítum við til baka og minningarnar hrannast upp- .Við systkinin eigum yndislegar minningar um hann pabba okk- ar, hann var glettinn, gat verið hnyttinn í tilsvörum og brosið hans var aldrei langt undan. Við sem eldri erum munum hann sem sjómann, okkur fannst hann lengi í burtu en þegar hann kom í land var sam- veran góð. Pabbi hætti á sjó og fór að vinna hjá Frystihúsi KEA. Pabbi var mjög vinnusamur, honum féll ekki oft verk úr hendi, hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með bæði handbolta og fótbolta og oft heyrðist vel í honum þegar hann var að hvetja sína menn. Pabbi hafði líka gaman af að renna fyrir silung, ófáar veiði- ferðirnar voru farnar með mömmu og pabba, þá var tjald- að, þess notið að vera saman úti í náttúrunni og rennt fyrir fisk. Pabbi var mjög handlaginn og við nutum góðs af því ef eitt- hvað þurfti að gera og okkur vantaði hjálp, þá var kallað í pabba, hvort sem það þurfti að tengja vask, falda gardínur, yf- irdekkja stóla eða jafnvel að setja rennilás í buxurnar okkar. Það virtist ekkert vera sem hann ekki gat gert. Það var alltaf mjólkurgraut- ur, slátur og smurt brauð í há- deginu á laugardögum þegar við vorum að alast upp, á ein- hverjum tímapunkti, tók pabbi að sér að sjá um þetta, hann eldaði grautinn, smurði rúg- brauð sem hann hafði sjálfur bakað og úr þessu varð dýrind- ismáltíð. Þó svo börnin flyttu að heim- an varð það að hefð að koma í graut til mömmu og pabba og sú hefð hélst þar til hópurinn var orðinn ansi stór og þau hjónin farin að eldast, þá tóku börnin við og höfðu graut hjá sér til skiptis, þannig hélst samheldnin sem við höfðum verið alin upp við. Pabbi var í Verkstjórafélagi Akureyrar og hafði því rétt á að sækja um dvöl í orlofshúsi félagsins á Vatnsenda í Ólafs- firði, þangað fóru mamma og pabbi með börnum og barna- börnum viku í senn í mörg ár. Á Vatnsenda naut fjölskyldan samverunnar, þar var hægt að veiða silung á stöng og einnig leggja net. Pabbi hafði mjög gaman af að vera þarna og oftar en ekki bar dvöl þeirra upp á afmæl- isdaginn hans og þá var slegið upp veislu. Pabbi naut þess að fá barna- börnin í heimsókn og á tyllidög- um bauð hann upp á sinn frá- bæra brauðrétt, sem allir voru ólmir í, hundar og kettir sem tilheyrðu fjölskyldunni fengu líka sitt, það fór enginn svang- ur úr Sólvöllunum. Það væri hægt að skrifa langa grein um hann pabba, þennan yndislega mann sem var bæði góður og hjálpsamur og við sem vorum svo lánsöm að hafa fengið að vera samferða honum í lífinu öll þessi ár, þökkum fyrir það með gleði í hjarta. Englar Guðs þér yfir vaki elsku pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. (Denver/Guðrún Sigurbjörns- dóttir) Hvíl í friði elsku pabbi okkar, Guð geymi þig, Kristjana, Gunnfríður, Kristinn, Ívar Guðný og Hörður. Hörður Frímannsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.