Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Guðm. Sv. Hermannsson Þorsteinn Ásgrímsson Hæstiréttur sakfelldi í gær alla sak- borningana níu, sem ákærðir voru fyr- ir markaðsmisnotkun og umboðssvik í starfsemi Kaupþings á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hæstiréttur dæmdi Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í sex mánaða refsiauka við dóm héraðsdóms í málinu. Með því er heildarrefsing Hreiðars Más, í málum tengdum starfsemi Kaupþings, komin upp í sex ár. Hann hafði áður fengið fimm ára og sex mánaða dóm í Al- thani-málinu svonefnda. Í héraði í markaðsmisnotkunarmál- inu var Hreiðar Már fundinn sekur en ekki gerð aukin refsing. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um refsingu Sigurðar Einarssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns Kaupþings, sem dæmdur var í 1 árs fangelsi, Ing- ólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, sem var dæmdur í 4 ára og 6 mánaða fangelsi, Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin viðskipta Kaup- þings, sem var dæmdur í 2 ára fang- elsi, Birnis Sæs Björnssonar og Pét- urs Kristins Guðmarssonar, fyrrverandi starfsmanna eigin við- skipta, sem voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi og Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra útlána Kaup- þings, sem var dæmdur í 2 ára og 6 mánaða fangelsi. Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi lánafulltrúi í lánanefnd bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru sýknuð í héraðsdómi. Hæstirétt- ur sakfelldi þau hins vegar en gerði þeim ekki sérstaka refsingu. Með alvarlegustu brotum Í niðurstöðu sinni segir Hæstirétur, að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að brotin hafi verið umfangs- mikil, þaulskipulögð og drýgð í sam- verknaði og af einbeittum ásetningi. Hafi þau beinst í senn að öllum al- menningi og fjármálamarkaðnum hér á landi í heild og verður tjónið sem leiddi af þeim beint og óbeint ekki metið til fjár. Hafi brotin verið með þeim alvarlegustu sem dæmi séu um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Hreiðar Már var, auk fangelsisrefs- ingarinnar, dæmdur til að greiða tæp- ar 13 milljónir í sakarkostnað fyrir Hæstarétti en um er að ræða greiðslur til verjanda hans. Sigurður Einarsson var dæmdur til að greiða verjanda sínum tæpar 6,5 milljónir, Ingólfur tæpar 16,7 milljónir, Einar Pálmi 5,3 milljónir, Pétur Kristinn 6,3 milljónir, Bjarni tæpar 5,6 milljónir, Magnús rúmar 2,5 milljónir og Björk 1,4 milljónir. ¾ hlutar málsvarn- arkostnaðar Magnúsar og Bjarkar greiðist úr ríkissjóði. Sex af sakborningunum voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun, með hlutabréf útgefin af bankanum sjálf- um, með því að setja fram tilboð og eiga viðskipti í viðskiptakerfi NAS- DAQ OMX sem tryggðu óeðlilegt verð, bjuggu til verð á hlutabréfunum og gáfu eða voru líkleg til að gefa eft- irspurn og verð hlutabréfanna rang- lega og misvísandi til kynna. Þá voru sex sakborningum gefin að sök umboðssvik með því að hafa mis- notað aðstöðu sína hjá Kaupþingi banka hf. og stefnt fé bankans í veru- lega hættu þegar þau hafi farið út fyr- ir heimildir sínar til lánveitinga. Þetta eru allir að gera Í mjög ítarlegum dómi Hæstaréttar er vitnað til tölvubréfa og endurrita símtala milli stjórnenda eigin við- skipta bankans á fyrrgreindu tímabili sem sögð eru varpa ljósi á atvik máls- ins. Meðal annars er vitnað til viðtals, sem starfsmenn innri endurskoðunar Kaupþings tóku við Einar Pálma 20. nóvember 2007, sem var hljóðritað og síðar endurritað. Í viðtalinu sagði Einar Pálmi meðal annars að „aðalstaðan okkar í dag, 80% af stöðunni í dag er bara Kaup- þing. Það helgast bara af því að Kaup- þing hefur verið svona, hvað eigum við að segja, við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið og of hratt [...] Það er ekki út af því að okkur langi að kaupa Kaupþing svo mikið. Alls ekki [...] Þegar krísan byrj- aði 18. júlí, þá áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en síðan eigum við allt í einu orðið marga milljarða.“ Spurður hvort tapið væri alltaf að aukast svar- aði ákærði Einar Pálmi: „Já, í sjálfu sér, í þeirri stöðu [...] og ég vinn það til dæmis bara með Ingólfi til dæmis og hann er þá bara í sambandi við Hreið- ar og SPK.“ Spurður um hvort þeir gætu tækni- lega séð haldið uppi verði þegar eigin viðskipti keyptu eða seldu í Kaup- þingi, svaraði Einar Pálmi: „Tækni- lega get ég það.“ Spurður í viðtalinu hvort markaðurinn væri þá tæknilega blekktur svaraði Einar Pálmi: „Já, ég get haldið [...] og [...].“ Þegar hann var spurður hvort ekki væri þá komið inn á grátt svæði var svarið: „Jú, jú, það, sko, hvað þú á [...] Þetta eru allir að gera.“ Allir sakborningar sakfelldir  Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, dæmdur í Hæstarétti í 6 mánaða refsiauka við fyrri refsingar  Tveir sakborningar, sem voru sýknaðir í héraði, sakfelldir en ekki gerð refsing Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Dómarar ganga í salinn þegar dómur í málinu var kveðinn upp í gær. Í málinu dæmdu Markús Sig- urbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Viðar Már Matthíasson, Þorgeir Örlygsson og Ingveldur Einarsdóttir. „Það virðist vera fallist á sjónarmið ákæruvaldsins í öllum aðalatriðum. Þannig að ég er mjög sáttur með niðurstöðuna.“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. Björn sagði við fjölmiðla eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm sinn að um væri að ræða stærsta saka- málið sem tengdist fjármálahruninu í október 2008. Í málinu fór ákæruvaldið farið fram á að Hæsti- réttur myndi horfa til refsihækkunar, en hægt er að bæta helmingi við refsirammann ef um ítrekuð brot er að ræða. Hæstiréttur féllst ekki á það. Spurður um þetta sagði Björn ljóst að Hæstiréttur væri að setja ákveðið hámark í hrunmálunum. „Þá er útséð um að það verði hærri en sex ára refsing fyrir þessi hrunbrot, þá liggur það bara ljóst fyrir,“ sagði hann. Segir Björn að dómurinn sé tvímælalaust fordæmisgefandi í tengslum við komandi dóma í hrunmálum. „Eftir því sem málunum fjölgar verða fordæmin skýrari. Þetta hefur allt verið að falla á sömu lund. Þetta hjálpar til við að túlka seinni mál.“ Fallist á sjónarmið ákæruvalds SAKSÓKNARI Björn Þorvaldsson Fulltrúar allra þingflokka hafa fundað að undanförnu til að kom- ast að samkomulagi um þinglok, en mikil óvissa hefur ríkt um dag- setningu þingloka og einnig hvaða mál verði afgreidd innan tíma- rammans. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pí- rata, segir endanlegt samkomulag um þinglok geta legið fyrir um og eftir hádegi í dag. „Þá verður hald- inn fundur með formönnum þing- flokka,“ segir hún og bendir á að stjórnarflokkarnir vinni enn í því að forgangsraða þeim málum sem þeir vilja helst ná í gegnum þingið. Meðal stórra mála sem bíða af- greiðslu þingsins má t.a.m. nefna frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna og samgönguáætlun. Þinglok gætu ráðist í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.