Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 13
Björns og að faðir þeirra bræðra, Arnór Egilsson, langalangafi hans, hafi verið atvinnuljósmyndari. „Ég kynntist aldrei Birni lang- afa mínum sem tók þessar fallegu myndir, hann dó tuttugu árum áður en ég fæddist. En ég hef heyrt sögur af honum, langamma þurfti víst oft að sýna mikla biðlund á ferðum þeirra um landið, hann átti það til að stoppa til að mynda eitthvað og þá þurfti jafnvel að bíða í tvo eða þrjá tíma, þar til rétta skýjafarið kom,“ segir Kjart- an og bætir við að amma hans hafi gefið Ljósmyndasafni Íslands allar ljósmyndir Björns, sem voru vel yfir tvö þúsund myndir. Foss á Síðu Af þessum myndum Björns og Kjartans má sjá að þótt fossinn sé samur við sig er gamli bærinn horfinn og nýtt hús komið í staðinn. Mynd Björns er líka heimild um horfna búskaparhætti, fólk og tæki. Sýningin er í tengigangi hjúkr- unarheimilisins Markar, Suður- landsbraut 66. Opnar á morgun laugardag og stendur til 7. nóv. Opið alla daga kl. 08– 20. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til kaupa á nýjum tækjum til brjóstakrabbameinsleitar. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökumbleikan bíl! Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu þér Hreyfils appið og pantaðu bleikan bíl. SÆKTUAPPIÐ Farsælt samstarf frá 2007 Hvalir eru magnaðar skepnur sem fela sig í undirdjúpunum en koma þó öðru hverju upp á yfirborðið og sýna sig. Þá gleðjast nú mannskepnurnar sem njóta þess að berja ferlíkin aug- um, enda áhrifamikið að heyra í og sjá þessa risa hafsins. Fyrirtækið Ambassador, sem gerir út á hvala- skoðun á Akureyri, ætlar nú að bjóða upp á sérstaka hvalaskoðunarferð á morgun, laugardag kl. 13, til styrktar Fjölsmiðjunni. Öll innkoma rennur óskipt til Fjölsmiðjunnar á Akureyri sem rekur metnaðarfullt starf við að hjálpa ungu fólki aftur upp á fæturna sem hefur hrasað í lífinu. Fjölsmiðjan rekur verslun með notuð húsgögn og húsbúnað, matsölu, bílaþvottastöð, tölvuviðgerðir og sitthvað fleira. Nú er lag fyrir fólk að skella sér í hvalaskoðun og styrkja gott málefni í leiðinni. Það er mikið af hval í Eyja- firði og góðar líkur á að fá að upplifa þessi mögnuðu dýr í nánd. Á morgun laugardag er lag að skella sér á sjó Hvalur Í Eyjafirði er mikið af hval og góðar líkur á að sjá þessar skepnur þar. Hvalaskoðun frá Akureyri til styrktar Fjölsmiðjunni Þær eru margskonar lýsingarnar sem fólk hefur látið falla um Bóka- kaffið á Selfossi, en það reka þau og eiga heiðurshjónin Elín Gunn- laugsdóttir tónskáld og Bjarni Harð- arson, bóksali og rithöfundur. Sum- ir segja það besta bókakaffi í heimi, aðrir segja það vera andlega orku- stöð á flatlendinu. Bókakaffið lætur ekki mikið yfir sér en þar er afar mikla andlega næringu að finna sem og vöfflur, kökur og kaffi fyrir kroppinn. Þar er boðið upp á hina ýmsu menningar- viðburði, sem eðli málsins sam- kvæmt eru oft tengdir bókaútgáfu, enda er bókaútgáfan Sæmundur til húsa á sama stað. Bókakaffið byrj- aði fornbókasölu 2009 og nú eru um 24 þúsund titlar gamalla bóka á skrá í netbókabúð. Bókakaffið fagnar tíu ára afmæli í dag, föstudag, og eru gestir vel- komnir af því tilefni. „Á afmælis- daginn verður formlega settur á laggirnar bókaklúbbur sem heitir einfaldlega Sæmundur á spariföt- unum og af því tilefni verður fólki boðið upp á þetta sögulega og menningarlega kex, Sæmund á sparifötunum, sem bragðast mjög bókmenntalega og sögulega þó að Kexverksmiðjan Esja sé ekki lengur við lýði. Einn höfundanna sem lesa hjá okkur á afmælinu þekkti Sæ- mund persónulega og mun aðeins segja frá honum,“ segir Bjarni og bætir við að slegið verði upp af- mælisveislu frá kl. 15-18 í Bóka- kaffinu og klukkan 20 í kvöld sé menningardagskrá í boði Bóka- kaffisins og Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. „Í afmælisveislunni klukkan þrjú verður að sjálfsögðu afmæliskaffi í boði hússins. Auk þess mæta rit- höfundar víðs vegar að og lesa upp, bóksalar bjóða upp kostagripi og sérstök afsláttarkjör verða á bæði nýjum og gömlum bókum. Rithöf- undarnir sem mæta eru Ásdís Thor- oddsen, Óskar Árni Óskarsson, Hall- grímur Helgason, Pjetur Hafstein Lárusson, Guðmundur Brynjólfsson, Halldóra Thoroddsen, Guðrún Eva Mínervudóttir og Hermann Stef- ánsson. Þá les Heiðrún Ólafsdóttir, rithöfundur og þýðandi, upp úr ný- útkomnu verki grænlenska höfund- arins Sørine Steenholdt. Í kvöld er einnig dagskráin Ljóð- færi, en þar koma fram feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rit- höfundur, og Halldór Eldjárn, tón- listarmaður og tölvufræðingur. Þeir gramsa í ljóða- og hljóðasörpum sínum, spinna og tvinna, með hjálp ritvéla-, hljómborða og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur.“ Allir eru velkomnir í afmælið og aðgangur er ókeypis. Vefsíðan www.bokakaffid.is Fyrsta bóksalan Bjarni seldi fyrstu bókina 2006. Sá sem keypti var Sigurður Harðarson, hjúkrunarfræðingur frá Holti, eða Siggi pönk, hér með dóttur sinni. Bókakaffið á Selfossi er andleg orkustöð á flatlendinu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.