Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 21
AFP Nei Mótmæli spruttu upp í Póllandi og víða um Evrópu vegna málsins. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Pólska þingið hafnaði í gær banni við fóstureyðingum eftir að konur efndu til fjöldamótmæla víðs vegar um Pólland. Landið hefur þegar eina mest hamlandi löggjöf í Evrópu hvað varðar fóstureyðingar enda er kaþólska trúin afar sterk í Póllandi. Lagafrumvarpinu sem hafnað var kvað á um að fóstureyðingar yrðu aðeins leyfðar ef líf móður væri í hættu og þyngdi refsingar gegn þeim sem framkvæma fóstureyð- ingar úr tveimur árum í fimm. Hægri og frjálslyndir þingmenn í neðri deild þingsins, sem telur 450 þingmenn alls, tóku saman höndum og höfnuðu hinu umdeilda laga- frumvarpi með 352 atkvæðum gegn 58, að sögn fréttaveitunnar AFP í gær. Atkvæðagreiðslan fór fram í kjöl- far viðamikilla mótmæla þar sem konur klæddust svörtu og þustu út á götur á mánudag. Mótmæli til stuðn- ings málstað kvennanna spruttu einnig upp víðs vegar um Evrópu, þar á meðal hér á Íslandi, í Berlín, London og París. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi hægrimanna í ríkisstjórn Póllands, Pis, sagði í þingsal áður en atkvæða- greiðslan fór fram að flokkur hans yrði alltaf fylgjandi því að verja rétt- inn til lífs. En hann tók fram að bannið sem nú væri fyrir þinginu „tæki ekki nógu vel á málinu“. Löggjöf landsins er varðar fóstur- eyðingar heimilar þær nú í „ákveðnum tilfellum“. Fóstureyðingabanni hafnað á þingi  Forystumaður í stjórn Póllands taldi ekki tekið rétt á málinu með frumvarpinu FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Haust- og jólalínan 2016 www.danco.is Heildsöludreifing Tímabókanir í sýningarsal í síma 575 0200 Opið 8.00-17.00 Viðar- rugguhestur Glerkúla m/fjöður 2 stk. í boxi 8 cm Stjarna metal m/glimmer 20 cm Gæra grá 60x90 cm Snjósleði Wood Tindáti m/ljósi 184 cm Grenikrans m/ljósum 90 cm Leðurstóll Butterfly 87 cm María Mey 50 cm Jólakúlur, 4 teg. 8 cm Viðararinn 140x110 cm Hreindýr, svart, 2 teg. 12 cm Jólatré í potti Hnetubrjótur, 2 teg. 38 cm Kökustandur 140 cm Fyrirtæki og verslanir Vegghorn hreindýr 65 cm Glerkisa 13 cm Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna lýsti í gær yfir stuðningi við Antonio Guter- res, sem næsta framkvæmda- stjóra Samein- uðu þjóðanna en hann hefur áður gegnt stöðu for- sætisráðherra Portúgal og farið fyrir Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna undanfarin tíu ár. Þegar það var kynnt í Öryggis- ráðinu að Guterres hlyti stuðning- inn braust út mikið lófatak en fundurinn fór fram fyrir luktum dyrum. Verði farið að vilja Örygg- isráðsins tekur Guterres við 1. janúar næstkomandi. Þetta segir í frétt AFP. „Til að lýsa því hvernig mér líð- ur á þessari stundu nægja mér tvö orð: þakklæti og auðmýkt,“ sagði Guterres sem var staddur í Lissa- bon í Portúgal. Hét hann því að sem framkvæmdastjóri SÞ myndi hann þjóna sérstaklega „þeim sem veikastir eru fyrir, þ.e. fórnar- lömbum átaka, hryðjuverka, mannréttindabrota og fórnar- lömbum fátæktar og óréttlætis.“ SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Guterres verði fram- kvæmdastjóri SÞ Antonio Guterres Steven Woolfe, Evrópuþingmaður flokks breskra sjálfstæðissinna, UKIP, hneig meðvitundarlaus niður á gangi Evrópuþingsins í gærmorg- un eftir að annar þingmaður flokks- ins kýldi hann fyrir utan fundarstað flokksmanna þegar reynt var að lægja öldurnar eftir skyndilega af- sögn nýs formanns hans. Ástand Woolfe virtist alvarlegt í fyrstu en hann var fluttur á sjúkra- hús. Í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í gær sagðist hann vera sæll og kátur. The Guardian nafngreindi árásar- manninn í gær sem Mike Hookem, Evrópuþingmann UKIP. Á hann að hafa hreytt ónotum í Woolfe vegna frétta um að hann ætlaði að ganga til liðs við Íhaldsflokkinn. Woolfe hafi beðið hann um að ganga af fundi en þá hafi átökin átt sér stað. BRETLAND Þingmaður UKIP kýldur af samherja Kýldur Woolfe liggur á gólfinu. Hin nýkrýnda ungfrú Vene- súela, Keysi Sa- yago, hefur látið sig varða ummæli forsetaframbjóð- andans Donalds Trump sem hann lét falla um for- vera hennar, Alicia Machado. „Ég deili ekki skoðunum þessa herra- manns, en við verðum að vera um- burðarlynd og virða skoðanir allra,“ sagði hún en bætti við að hann hefði óvirt Machado þegar hún bar titil ungfrú Venesúela árið 1995 og sagt hana feita. Þetta kemur fram í frétt AFP en Sayago var krýnd í fyrradag. Þessi ummæli Trump komust í heimspressuna eftir að forseta- frambjóðandi demókrata, Hillary Clinton, vakti máls á þeim í fyrstu kappræðum hennar við Trump á dög- unum. Notaði hún ummæli hans sem dæmi um fordóma hans í garð kvenna. VENESÚELA Fegurðardrottning gagnrýnir Trump Keysi Sayago

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.