Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Brauð dagsins alla föstudaga Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. 7. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.59 114.13 113.86 Sterlingspund 144.48 145.18 144.83 Kanadadalur 86.01 86.51 86.26 Dönsk króna 17.067 17.167 17.117 Norsk króna 14.111 14.195 14.153 Sænsk króna 13.197 13.275 13.236 Svissn. franki 116.05 116.69 116.37 Japanskt jen 1.0964 1.1028 1.0996 SDR 158.0 158.94 158.47 Evra 127.01 127.73 127.37 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.794 Hrávöruverð Gull 1265.5 ($/únsa) Ál 1662.5 ($/tonn) LME Hráolía 51.22 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Landsbankinn hyggst innheimta fast lántökugjald, eða 52.500 krón- ur, af hverju íbúð- arláni til ein- staklinga í stað þess að lántöku- gjald nemi tilteknu hlutfalli af láns- fjárhæð. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að breytingin muni í langflestum tilfellum leiða til þess að lántakendur greiða mun lægra lántökugjald en áður. Bankinn nefnir sem dæmi lántökugjald og kostnað af 20 milljóna króna íbúðaláni sem var áð- ur 155.000 krónur, en lækkar nú niður í 52.500 krónur. Sem fyrr verður lántökugjald fellt niður hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrir þá sem taka einnig allt að 15% viðbótarlán umfram íbúð- arlán sem nemur 70% af kaupverði, verður lántökugjald innheimt eins og um eitt lán sé að ræða. Lántökugjald Lands- bankans óháð fjárhæð Landsbanki Fast gjald fyrir lántöku. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Orkusalan, sem er dótturfyrirtæki RARIK, hefur ákveðið að færa öllum sveitarfélögum á Íslandi hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla að gjöf. Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir að með þessu vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að stuðla að aukinni rafmagnsvæð- ingu bílaflotans hérlendis. „Það þurfa allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar og við mátum það þannig að við gætum stuðlað að upp- byggingu innviða kerfisins með þess- um hætti. Þess vegna bjóðum við öll- um sveitarfélögum, hversu stór sem þau eru, eina stöð til uppsetningar og með því mun okkur vonandi takast að byggja upp net hleðslustöðva um land allt. Það skiptir verulegu máli að þessi möguleiki sé aðgengilegur sem víðast því það eykur notkunarmöguleika þeirra sem kjósa að aka um á bílum sem annaðhvort ganga að öllu leyti eða nokkru fyrir rafmagni.“ Mjög góðar viðtökur nú þegar Magnús segir að viðtökurnar hafi reynst mjög góðar og að mörg sveit- arfélög hafi bæði lýst ánægju sinni með framtakið en einnig hafi nokkur þeirra nú þegar aflað sér upplýsinga um tæknileg atriði varðandi uppsetn- ingu stöðvanna. „Við fórum þá leið að panta inn hleðslustöðvar frá þýska framleiðand- anum Schneider sem er mjög fram- arlega á þessu sviði. Auk þess ákváðum við að stöðvarnar yrðu þannig úr garði gerðar að þær eru festar á húsvegg en það er mun hag- kvæmari kostur en ef þær væru sjálf- standandi.“ Ekki hefur fengist uppgefið hver kostnaður Orkusölunnar er af þessu framtaki en Magnús segir að hann hlaupi á tugum milljóna króna. Það sé hins vegar ekki mikið í heildarsam- henginu og í ljósi þeirra hagsmuna sem felist í því að byggja upp innviði í kringum rafbílavæðinguna. Möguleiki á stækkun Hleðslustöðvarnar sem Orkusalan hyggst gefa sveitarfélögunum eru svokallaðar stæðisstöðvar (e. parking stations). Þær gera bifreiðaeigendum kleift að tengjast með eigin straum- breytum og þar með er komið í veg fyrir þann vanda sem tengist þeirri staðreynd að bílaframleiðendur hafa notast við ólíka staðla þegar kemur að tenglum sem leiða inn á rafhlöður bílanna. „Stöðvarnar verða settar upp með þeim hætti að á hverjum tíma geti einn bíll verið tengdur í hleðslu. Hins vegar er hægt að breyta stöðvunum með tiltölulega litlum tilkostnaði og þá er hægt að tengja tvo bíla við stöð- ina á hverjum tíma. Þá mun hvert og eitt sveitarfélag ráða aðgengi að stöðvunum og hægt er að koma upp aðgangsstýringarkerfi á þeim ef vilji er til þess,“ segir Magnús. Samkvæmt upplýsingum frá Orkusölunni felst lít- ill tilkostnaður í því fyrir sveitarfélög- in að koma stöðvunum upp. Hann kann helst að felast í útseldri vinnu við uppsetninguna og takmarkaða lagna- vinnu. Þá segir fyrirtækið að ef miðað er við efri mörk viðmiða á Norður- löndunum yfir notkun stöðva af þessu tagi þá gæti rafmagnsnotkun í gegn- um stöðvarnar náð allt að 20.000 kWh á ári. Það fæli í sér rafmagnskostnað í kringum 250.000 krónur árlega. Fyrsta skrefið stigið í raf- bílavæðingu alls landsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Framtíð Gríðarleg framþróun hefur orðið í smíði rafbíla á undanförnum árum og enn er von á frekari nýjungum. Hröð framþróun » Hleðslustöðvarnar sem Orkusalan gefur nú munu ekki hlaða jafnhratt inn á bíla og svokallaðar hraðhleðslu- stöðvar. » Stöðvarnar eru 22 kílówött og þriggja fasa 32 ampera. » Hleðslutíminn mun ráðast af tegund bíla og rafhlaða. » Frá árinu 2010 hafa tæplega 600 rafbílar verið fluttir inn til landsins. » Frá 2013 eru tengitvinnbíl- arnir orðnir ríflega 500.  Orkusalan gefur 74 sveitarfélögum landsins hleðslustöðvar til uppsetningar Fjármálaeftirlitið varar á heimasíðu sinni við svokölluðum jafningjalán- um sem farið var að bjóða upp á síð- astliðið sumar. Vill FME benda á að veiting jafningjalána og starfsemi jafningjalánamiðlana sé almennt ekki leyfisskyld og lýtur því ekki eft- irliti. Slíkar fjárfestingar njóti held- ur ekki lágmarksverndar í samræmi við lög um innstæðutryggingar. Aktiva lausnir ehf. hófu síðastliðið sumar að bjóða upp á jafningjalán þar sem fyrirtækið leiðir saman lán- takendur og lánveitendur í gegnum svokallað lánatorg. Þjónusta félagsins lýtur einnig að flokkun lán- takenda eftir greiðslumati, sem og móttöku og miðlun greiðslna á milli lántakanda og lánveitanda. FME hóf í kjölfarið að skoða hvort Aktiva hafi verið að stunda leyfisskylda starf- semi samkvæmt lögum um fjármála- fyrirtæki. Einnig skoðaði FME hvort meðferð fjármuna lánveitenda og lántaka bryti í bága við lög um greiðsluþjónustu. Niðurstaða FME , sem birt var í gær á heimasíðu þess, er sú að Aktiva hafi stundað greiðsluþjón- ustu án tilskilins leyfis. Hefur FME beint þeim fyrirmælum til Aktiva að það hætti að stunda leyfisskylda starfsemi þegar í stað. Fram kemur í niðurstöðu FME að Aktiva hefur farið að fyrirmælum eftirlitsins og fært greiðsluþjónustu fyrirtækisins yfir til aðila sem er með starfsleyfi til að stunda slíka þjónustu. Jafnframt hafi félagið sótt um starfsleyfi til Fjármálaeftirlits- ins sem greiðslustofnun. Ekki náðist í forsvarsmenn Aktiva við vinnslu fréttarinnar. olafur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Lánsfé Fjármálaeftirlitið varar við áhættu sem fylgir jafningjalánum. FME varar við jafningjalánum  Aktiva stundaði greiðsluþjónustu án tilskilins leyfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.