Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árvakur hf.,útgáfu-félag Morgunblaðsins og mbl.is, hefur kynnt útvíkkun á starfsemi sinni. Þessar nýj- ungar má telja til allnokk- urra tíðinda í sögu félagsins, sem er bæði löng og farsæl og hefur almennt einkennst af stöðugleika og framsýni. Gott dæmi um framsýni þeirra sem haldið hafa um stjórnartaumana er sú ákvörðun undir lok síðustu aldar að ráðast í rekstur fréttamiðils á netinu. Á þeim tíma var það ekki sjálfsagt og árum saman var sá miðill, mbl.is, rekinn með halla. Nú skilar hann Árvakri hins vegar góðum tekjum og er mikilvæg stoð undir starf- semi félagsins þó að enn komi langstærsti hluti tekn- anna frá útgáfu Morg- unblaðsins. Forsenda þess- arar jákvæðu þróunar hjá mbl.is er vitaskuld sá árang- ur sem náðst hefur, en vef- urinn hefur um árabil verið stærsti vefur landsins og hefur veitt afburða þjónustu. Um þessar mundir kynnir Árvakur tvo nýja vefi á mbl.is, sem eiga að bæta þjónustu við lesendur enn frekar. Í liðinni viku var vef- urinn 200 mílur kynntur til sögunnar og síðar í þessum mánuði verður nýr og betri matarvefur settur upp á mbl.is til að þjónusta þá fjöl- mörgu sem áhuga hafa á öllu því sem viðkemur mat, mat- argerð og matarmenningu. Þessir tveir nýju vefir eru jafnframt liður í því að treysta rekstur Árvakurs. Fjölmiðlafyrirtæki um allan heim leita nú leiða, til dæmis í gegnum margvíslega sér- vefi, til að styrkja rekstur sinn í breyttu rekstrar- umhverfi. Ör tækniþróun og aukin notkun netsins í gegn- um margs konar tæki kallar á að fjölmiðlar beiti nýjum aðferðum við að ná til not- enda og bjóði upp á nýjungar og öfluga þjónustu á netinu. Fjölmiðlar víða um heim hafa farið ýmsar leiðir í þessu efni. Oft hefur tekist vel til en stundum miður. Blöð og vefmiðlar erlendis hafa einnig horft í aðrar áttir til að mæta krefjandi að- stæðum í rekstri sínum og hafa þá stundum staðnæmst við útvarpsrekstur. Athygli hefur vakið á nýliðnum árum örra tæknibreyt- inga að þessi gamalgróni miðill hefur haldið velli betur en aðrir og hefur haldið stöðu sinni sem áhrifaríkur upplýsinga- og afþreying- armiðill. Það er meðal ann- ars af þessum sökum sem Árvakur tók þá ákvörðun að festa kaup á tveimur útvarpsstöðvum, K100 og Retro 895, og hefja þannig starfsemi á ljósvakamarkaði. Enn fremur skipti máli að Árvakur rekur stærstu fréttastofu landsins og getur í gegnum útvarpið boðið fréttaþjónustu sína með nýj- um hætti. Í gær kynnti Árvakur ekki aðeins kaup á útvarpsrekstri heldur einnig á Eddu-útgáfu ehf., sem gefur út Andrés- blöð, Syrpur og fleira sem byggist á hinum sígildu teiknimyndapersónum Disney-fyrirtækisins. Sá rekstur fer á margan hátt vel saman við þann rekstur sem fyrir er í Árvakri og í gegn- um Eddu-útgáfu getur Ár- vakur þjónað yngri kynslóð- inni enn betur en áður á uppbyggilegan hátt. Lestur er eitt af því sem brýnast er að kenna ungum börnum vel og rannsóknir hafa sýnt að í þeim efnum er full þörf á að gera betur. Með því að bjóða upp á skemmtilegt og vandað lesefni er stuðlað að auknum lestri ungmenna og þar með aukinni færni á því sviði, sem er eitt besta veganesti sem börn geta fengið fyrir ung- lings- og fullorðinsárin. Með þeirri viðbót við starf- semi Árvakurs sem nú hefur verið kynnt bindur félagið vonir við að geta þjónað les- endum sínum, sem nú verða einnig hlustendur, enn betur en áður og náð með árang- ursríkum hætti til enn stærri hóps landsmanna. Vonir eru bundnar við að þessi bætta þjónusta við stærri hóp skili sér einnig í betri rekstri og verði liður í að efla félagið til langrar framtíðar. Hraðar tæknibreytingar og krefjandi rekstrarum- hverfi fjölmiðla kallar á að fjölmiðlar nýti þann styrk sem í þeim býr til að skjóta nýjum og traustari stoðum undir reksturinn. Með þeirri viðbót við reksturinn sem Árvakur hefur nú kynnt eru stigin þýðingarmikil skref í þá átt. Reksturinn víkkaður út og þjónustan við notendur aukin } Árvakur sækir inn á nýjar brautir S vo ég bara tali umbúðalaust. ESB er orðið hundleitt á EES.“ Þannig komst Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og þáverandi utanríkisráðherra, að orði í umræðum á Alþingi 14. febrúar 2013. Vísaði Össur þar til samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) sem Ísland hef- ur verið aðili að í rúma tvo áratugi. Þessi sami Össur talar nú mjög fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins sem veiti stjórnmálamönnum lögformlega heimild til þess að veita afslátt af fullveldisákvæðum hennar, sem innramma hvorki meira né minna en kjarna sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar sem snerist fyrst og fremst um það að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið, og framselja þannig fullveldi landsins til erlendra, yfirþjóðlegra stofnana. Hvers vegna telur Össur þörf á slíku ákvæði í stjórn- arskrána? Jú, vegna EES-samningsins. Samningsins sem hann telur sjálfur að Evrópusambandið sé orðið hundleitt á! EES-samningurinn er eini milliríkjasamn- ingurinn sem Ísland á aðild að sem kallar á slíkt ákvæði. Allt annað alþjóða- og milliríkjasamstarf sem Ísland tek- ur þátt í rúmast innan fullveldisákvæða stjórnarskrár- innar. Ástæða þess er sú að EES-samningurinn fylgir eftir samrunaþróun Evrópusambandsins á þeim sviðum sem hann nær til. Sú þróun felur í sér að sífellt meira af fullveldi ríkja sambandsins er framselt til stofnana þess sem síðan smitast yfir í EES-samninginn. Með slíku ákvæði væri þannig í reynd verið að veita lögformlega heimild fyrir því að snúa við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þegar EES-samningurinn var samþykktur hér á landi fyrir rúmum tveimur áratugum var grundvallarforsenda þess að hann stæðist fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Hafi hann gert það á sínum tíma er ljóst að svo er ekki lengur. Fullkominn forsendubrestur hef- ur einfaldlega orðið í þeim efnum. Fyrir vikið er tímabært að skipta EES-samningnum út fyrir samningsfyrirkomulag sem Evrópusam- bandið er ljóslega ekki orðið hundleitt á enda lagt áherzlu á það í viðskiptum við ríki utan sambandsins á undanförnum árum líkt og ríki um allan heim. Það er að segja nútímalegan annarrar kynslóðar fríverzlunarsamning sem snýst ekki aðeins um vöruviðskipti heldur einnig þjón- ustuviðskipti og annað sem máli skiptir í dag í við- skiptum á milli ríkja og markaðssvæða. Þegar staðið er frammi fyrir þeirri spurningu hvort eigi að víkja, fullveldið, frelsið til þess að stýra eigin mál- um sem meðal annars gerði Íslendingum kleift að hafa sigur í þorskastríðunum og Icesave-málinu og verja hagsmuni þjóðarinnar í makríldeilunni, eða EES- samningurinn, sem fullyrt er, fyrir utan annað, að Evr- ópusambandið sé orðið hundleitt á og felur í raun í sér óútfylltan tékka á fullveldi þjóðarinnar, þá er svarið borðleggjandi: EES-samningurinn. Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Hvort á að víkja? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Góður hagvöxtur er talinneiga mestan þátt í því hvaðumferð eykst mikið á höf-uðborgarsvæðinu. Við bæt- ist fjölgun íbúa á svæðinu. Umferð á hringveginum eykst enn meira og þar bætist fjölgun ferðafólks við hagvöxt- inn. Mælingar Vegagerðarinnar á umferð sýna met í hverjum einasta mánuði. September er engin undan- tekning. Þá jókst umferðin um 17% frá sama mánuði í fyrra og reyndist meiri en sést hefur frá því mælingar hófust, árið 2005. Á höfuðborgarsvæðinu jókst um- ferðin um rúmlega 8% miðað við sept- ember í fyrra. Kemur aukningin í kjöl- far mikillar aukningar í mánuðinum á undan. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna hlutfallslega meiri aukn- ingu á milli þessara haustmánaða. Treystir betur nýja bílnum Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir ekki hægt að fullyrða um ástæður þessarar aukningar. Sjálfur telur hann að aukinn hagvöxtur sé megin- skýringin. Því til viðbótar komi fjölg- un ferðamanna og sveiflur vegna veð- urfars. Það hafi meiri áhrif á umferð um hringveginn en á höfuðborgar- svæðinu þar sem umferðin er meiri. Í þéttbýlinu þurfi fólk að komast á milli, sama hvernig viðrar, og bílaleigubíl- arnir séu lægra hlutfall af bílaflot- anum. Lágt bensínverð stuðlar væntan- lega að auknum akstri. Özur Lár- usson, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins, telur að endurnýjun bílaflotans hafi áhrif. Fólk treysti frekar nýja bílnum í langferðir um landið en gömlu druslunni. Ekki megi þó vanmeta þann mikla fjölda bíla- leigubíla sem sé á ferðinni. Munar 2% á mælingum Vegagerðin reiknar með aukn- ingu þá þrjá mánuði sem lifa af árinu. Heildaraukning umferðar á höfuð- borgarsvæðinu í ár verði 6,5%, miðað við síðasta ár. Spálíkan Vegagerðar- innar gerir ráð fyrir að aukningin um þá kafla hringvegarins sem mældir eru verði 12% í ár, eða nærri tvöföld sú aukning sem gert er ráð fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Friðleifur Ingi bendir á að er- lendis sé talið að sambandið á milli aukningar vergrar landsframleiðslu og umferðar sé nátengt. Umferðin þyki ágætis mælikvarði á það hvernig þjóðfélagið hafi það á hverjum tíma. Ef þetta er raunin hér á landi, sérstaklega tölurnar um aukna um- ferð á höfuðborgarsvæðinu, má ætla að opinberar stofnanir vanáætli hag- vöxtinn í ár. Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir 4,5% hagvexti á árinu en um- ferðin á höfuðborgarsvæðinu eykst um 6,5%. Þarna munar 2% á mæl- ingum. Ef umferðarmælingin er tekin trúanleg sem spá um hagvöxt vekur hún vondar minningar. Metin sem nú er verið að slá á höfuðborgarsvæðinu voru sett á árinu 2007 þegar hagkerfið var ansi heitt. Gatnakerfið sprungið Það gefur augaleið að aukin um- ferð eykur álag á vegakerfið og veg- irnir slitna hraðar. Friðleifur Ingi seg- ir þetta ekki til marks um að vegakerfið sé sprungið. Vegirnir geti flutt ansi mikið en þeim þurfi að halda við. Meiri spurning sé hvort notendur sætti sig við tafir. Özur Lárusson bendir á að gatnakerfi höfuðborg- arinnar sé löngu sprungið enda ekkert gert í þeim málum í fjölmörg ár og við- hald vanrækt. Gera þurfi stórátak í þeim málum. Umferðin sýnir meiri hagvöxt en hagtölur Morgunblaðið/Þórður Suðurlandsvegur Álagið á vegina eykst ár frá ári. Þótt vegakerfið standist það nálgast umferðin mörk á ákveðnum stöðum og tímum. Allt bendir til að upptaka strandsiglinga á árinu 2013 hafi dregið úr umferð þungra bíla á ákveðnum leiðum eða í það minnsta gert það að verk- um að aukning þungra bíla varð minni en annars hefði orðið. Þetta er niðurstaða rannsóknarverkefnis sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Vegagerð- ina. Fram kemur að á nokkrum stöðum hefur orðið greinilegur samdráttur í akstri þungra bíla eftir árið 2013. Annars staðar virðist þungum bílum fjölga jafnt og þétt. Gögn um vöru- flutninga um strandsigl- ingahafnir sýna umtalsverða aukningu á vöruflutningum frá og með árinu 2013, þegar strandsiglingar hófust aftur. Þetta og fleira leiðir til þeirrar niðurstöðu að strandsigling- arnar hafi dregið úr álagi á vegakerfið. Siglingar létta álagi VÖRUFLUTNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.