Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 27
Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum, amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna, yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíldu í friði, elsku amma. Blessuð sé minning þín. Guðný og Fríða. Hún amma er dáin. Þarna er setning sem ég hef lengi verið að undirbúa að segja en þegar á hólminn er komið er eitthvað svo erfitt að tala þessi einföldu orð. Maður fékk að njóta ömmu svo lengi að maður var farinn að trúa að hún myndi alltaf vera til – svona eins og fjöllin sem vaka yfir Mýrunum. En enginn er eilífur í þessari jarðvist og hvíldin var langþráð. Ég hef margoft sagt að amma sé mín helsta fyrirmynd og það eru engar ýkjur. Oft hef ég hugs- að frammi fyrir erfiðum ákvörð- unum hvernig amma Gróa myndi gera hlutina. Hún bjó yfir svo miklum mannkostum og því þarf engan undra að hún var svo virt af svo mörgum sem raun ber vitni. Hún lagði hart að mér að bera virðingu fyrir öllum óháð kyni, ætterni, þjóðerni eða þeim flokk- unaraðferðum sem við eigum um fólk. Reyndar var hennar lífsregla að bera virðingu fyrir öllum lif- andi verum og náttúrunni í heild. Aldrei vera vondur við nokkurn skapaðan hlut og aldrei að skilja neinn útundan. Hún bjó yfir ein- stöku jafnaðargeði og tók öllum tíðindum með stakri ró. Það er kostur sem oft hefur komið sér vel á viðburðaríkri ævi og svo sann- arlega reyni ég að temja mér þann kost. Það hefur eflaust reynt á jafn- aðargeðið heima í Álftártungu. Þegar tvíburasysturnar amma og Ella voru smástelpur og Ella var næstum drukknuð í mógröf en amma dró hana á þurrt. Þegar bærinn brann og lítil hjörtu horfðu á langömmu Sesselju vefja saumavélinni í sæng og henda út um gluggann. Þegar Anna var að fæðast í miðju Halaveðrinu og langafi Guðmundur var á leiðinni í hríðarbyl með ljósmóðurina. Í þau fjölmörgu skipti sem sorgin knúði dyra hefur virkilega reynt á, en alltaf stóð amma keik. En gleði- stundirnar voru líka margar. Söngæfingar fyrir jólamessurnar, heyskapur og gestagangur. Rétt- arferðir og fjárrag. Brúðkaupin og fermingarnar. Amma að berj- ast við að kenna okkur sálma eins og „Ó, Jesú bróðir besti“ á gamla orgelið. Við að stelast í ána á sumrin sem var alls ekki vinsælt hjá veiðikörlunum. Álftártunga ið- aði af lífi og minningarnar sem ekki bara ég heldur allir hinir eig- um þaðan eru svo dýrmætar. Minningarnar spanna kynslóðir og alltaf var amma sú sem vakti yfir. Ég hef oft dáðst að því hvað amma vissi mikið. Alltaf voru svör á reiðum höndum og fróðleikinn hefur hún drukkið í sig í gegnum tíðina í gegnum gömlu gufuna og úr bókum sem nóg var til af heima í Álftártungu. Hún þreyttist seint á því að segja frá því sem á dagana hafði drifið og frá löngu horfnu fólki í sveitinni. Hún kunni líka ógrynni af kvæðum og ljóðum sem hún átti til að þylja upp gallalaust fyrir þá sem á hlýddu. Samveru- stundir okkar voru gullnar og ég er þakklátur að Anna mín og synir hafi fengið að taka þátt í þeim. Þegar við giftum okkur í sumar var ömmu mikið í mun að koma til veislunnar og sitja hjá okkur. Það var heiður. Anna þakkar góð kynni sem nú spanna sextán ár. Í dag leggjum við mæta konu til hvílu heima í Álftártungu. Þar mun hún hvíla með forfeðrum sín- um og dóttur. Án efa munu fleiri bætast við í tímans rás og við sem lifum minnumst dásamlegar konu. Sigursteinn, Anna Sigríður og synir. Gróa Guðmundsdóttir í Álftár- tungu var sprottin af rót alþýðu- menningar, eins og hún gerðist best í íslenskri sveit, á fyrri hluta tuttugustu aldar. Það var öflugur félagsandi, ást til bóka, sönglistar og ljóða sem léku um á æskuheim- ili hennar. Allt það hrærði við huga hrifnæmrar stúlku, sem vildi skrifa bækur og leggja stund á óp- erusöng. Mikið hefði hún tekið sig vel út á sviðinu. Fallegu brúnu augun hefðu þá skinið sem stjörn- ur í himinhvolfi. Eitt er víst að opnum faðmi hefði hún getað fyllt sali af gleði og hlýju – eins og henni var í lífinu einni lagið. Gróa var heimakærari en svo, Álftártunga og æskuslóðirnar var það sem hún vildi mest. Þar hafði hún alist upp í glaðværum hópi systkina hjá ástríkum foreldrum. Þannig vildi hún líka helst að líf sitt yrði. Kannski voru það forlög- in sem réðu, að hún þurfti varla að bleyta tærnar þegar hún stiklaði um klappir Suðurár eftir mannin- um sem hún helst vildi eiga. Þar bjó hann Palli, sem fleirum en henni þótti afbragð annarra manna. Traustur og hlýr með glettnisglampa í augum. Með bjartsýnina eina að vopni var hafist handa meðan heims- kreppan stóð. Börnin fæddust eitt af öðru, meðan byggt var upp og búið stækkað. Áin Veita var virkjuð og bökkum hennar bylt í tún. Um flest var lífið í Álftártungu á sjöunda áratug tuttugustu aldar mér ungum dreng, í senn skóli og ævintýr. Heimilið fjölmennt. Börn- in tápmikil. Menningin var í sumu í nýmóð en helgaðist af hefðum og venjum í öðru. Íhaldssemin og rót- tæknin lifðu þar í sátt. Í Álftártungu var tíminn aldrei metinn í krónum eða aurum – lífið var list og mátti vera leikur. Mað- ur var þar manns gaman. Þannig vildi Gróa líka að lífið væri. Hún var verndari gleðinnar, gætti sátta og tryggði heimilisfriðinn. Hún var móðirin sem vakti yfir velferð alls innan bæjar sem utan. Gróa bjó að mikilli lífsvisku, hugurinn var sívakandi og skýr, hana þyrsti í fróðleik og hún naut þess að miðla af því sem hún kunni og vissi. Hún kenndi mér margt og opnaði augu mín í öðru með breytni sinni. Hún fóstraði mig í sex sumur, huggaði og verndaði. Hlustaði þegar mest ég þurfti. Allt frá því ég kom þangað fyrst stóð bærinn hennar mér ætíð opinn og faðm- urinn hennar hlýi. Fyrir það, vel- gjörðir allar, órofa vináttu og tryggð vil ég nú þakka. Börnum, öðrum aðstandendum og vinum vil ég votta mína dýpstu samúð. Megi minningin um Gróu, hennar gifturíka lífsstarf og lífs- gildin hennar góðu verða til að vísa okkur veginn um alla framtíð. Ingimundur Einar Grétarsson. Þær voru agnarsmáar, tvíbura- systurnar Gróa og Elín, sem fæddust fyrir nær 100 árum í Álft- ártungu, mánuði fyrir tímann. Á móti þeim tók inn í þennan heim Gróa Guðmundsdóttir langamma mín, sem sagði um leið og hún vafði þeirri fyrri inn í skýluklútinn sinn: „Það get ég ekki ímyndað mér að þetta lifi,“ sjálf búin að sjá á eftir fjórum börnum sínum í gröfina. En þær lifðu báðar. Sú minni, móðir mín Elín, lifði í 88 ár þrátt fyrir meðfæddan hjartagalla, en Gróa nafna mín, sem nú hefur einnig kvatt þennan heim, lifði í 99 ár. Eftirlifandi systkini þeirra eru þrjú, öll komin yfir nírætt, þau Júlía, Árni og Valgerður Anna, auk uppeldisbróðurins Magnúsar Halldórssonar. Þær systur voru afar líkar, bæði hvað útlit og persónugerð varðaði og að sama skapi sam- rýmdar. Þær deildu gleði og sorg- um saman gegnum þykkt og þunnt og töluðust títt við í síma svo lengi sem ég man milli þess sem þær heimsóttu hvor aðra. Þá var farið yfir afkomendatalið, tíðarfar og skepnuhald rætt, sagð- ar sögur og spurt almæltra tíð- inda. Heimsmálin og stjórnmálin voru einnig rökrædd og sjaldnast bar mikið á milli í skoðunum þeirra. Þar vó þyngst verndun og virðing fyrir náttúrunni, dýrum sem gróðri, og fyrirlitning á öllu vopnaskaki og græðgi heimsins. Gróa eignaðist sjö börn en tvö þeirra, Anna Þóra og Egill, eru látin. Afkomendur hennar eru fjölmargir, trúlega farnir að nálg- ast eitt hundrað. Hún bjó alla tíð í Álftártungu, nema rétt síðustu æviárin þegar hún dvaldi í Brák- arhlíð, Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hún var kletturinn á því stóra heimili sem kirkjustað- urinn Álftártunga var. Þar var jafnan mikill gestagangur og erill eins og títt er um sveitaheimili og þaðan fór enginn án þess að hafa verið veittur sá viðurgjörningur sem sæmdi hvaða höfðingja sem var. En það var oft þreytt hús- freyja sem lagðist til hvíldar seint á kvöldin, en þó aldrei svo að hún hefði ekki tíma til að hlusta og kannski hugga einhvern þann sem til hennar leitaði með raunir sína. Hún var ein af þessum sönnu ís- lensku hvunndagshetjum. Ég minnist Gróu frænku minn- ar með miklu og djúpu þakklæti fyrir öll hennar gæði og mildi. Aldrei man ég til þess að hún léti hnjóðsyrði falla til nokkurs manns og faðmur hennar var stór og hlýr, augun djúp og mild og brosið hreint og fölskvalaust. Ég minnist líka hennar stál- minnis þegar ég heimsótti hana í hinsta sinn núna í ágúst og hún spurði frétta af börnunum mínum og hvað þau aðhefðust, hvernig gengi með nám þeirra, vinnu og svo framvegis. Minnið var jafn óbrigðult og heilt sem fyrr og það reyndist mér líka oft afar vel því eftir að mamma, tvíburasystir hennar, dó þá var gott að geta leit- að til hennar í staðinn til að „fletta upp“ í þeirri alfræði sem þær syst- ur bjuggu yfir. Með þakklæti og virðingu kveð ég þessa kæru frænku mína og bið Guð að styrkja börnin hennar öll og afkomendur. Minningin um einstaka konu lifir og færir okkur birtu og yl. Gróa Finnsdóttir. Amma í Álftártungu, eða Gróa amma eins og hún var oftast köll- uð á okkar heimili, er látin, 99 ára. Við kynntumst Gróu fyrir nær fjörutíu árum þegar við fluttum vandalaus í nágrenni við hana og Pál. Og alla tíð nutum við og börn- in okkar umhyggju, kærleika og vináttu þeirra meðan beggja naut við, og Gróu ömmu alla tíð. Á þess- um árum höfum við deilt gleði og sorgum, glaðst saman á hátíðis- og tyllidögum. Gróa amma var iðjusöm, hæglát og hafði góða nærveru sem þeir sem umgengust hana nutu. Umhyggja hennar og velvild var einlæg, hún var fróð um marga hluti og skemmtilegar samræður um margvísleg málefni eru eftirminnilegar. Með þessum kveðjuorðum viljum við þakka fyrir samfylgdina við mæta konu og kæran nágranna, því góður ná- granni er gulli betri. Við vottum börnum Gróu og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Einar Ole og Helga. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Laugarnesvegi 55, Reykjavík, lést 4. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 12. október klukkan 13. . Snæbjörn Sveinsson, Margrét Snæbjörnsdóttir, Axel Sigurjónsson, Helga Snæbjörnsdóttir, Stefán Eiríksson, Gísli Þórmar Snæbjörnsson, Íris Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Inga, Snærós, Snæbjörn, Hrafnkell, Sóley, Þorsteinn, Þórarinn, Ingi, Egill og Ægir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALDÍS GRÓA GEIRARÐSDÓTTIR, Lækjasmára 4, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október klukkan 15. . Þorgeir Lúðvíksson, Lúðvík Þorgeirsson, Sædís Austan Gunnarsd., Kristín Anna Þorgeirsdóttir, Örn Arnarsson, Björgvin Þór Þorgeirsson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, HELGA SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR frá Grímstungu í Vatnsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 26. september síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju 11. október klukkan 14. . Björg, Lárus, Ragnhildur, Erna Ingibjörg, Sveinbirna, Vigdís Eiríka og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HALLA JÓNSDÓTTIR, MADDÝ, Hrísholti 10, Garðabæ, er látin. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. október klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Hjartavernd. . Hörður Skarphéðinsson Ásthildur Jónsdóttir Hans Roland Löf Margrét Halla Hansdóttir Löf Svanhildur Jónsdóttir Páll Grétarsson Sindri Már Pálsson Erna Ágústsdóttir Anna Þórdís Sindradóttir Grétar Már Pálsson Elísabet Pálmadóttir Eiginkonan mín, móðir okkar og amma, DAGNÝ ÓLAFÍA GÍSLADÓTTIR, Rauðhömrum 12, 112 Reykjavík, síðast í Sóltúni, er látin. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 19. október klukkan 13. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Ragnar Tómasson, Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Dagný Ó. Ragnarsdóttir, Arnar Ragnarsson, Ellý Tómasdóttir, Ragnar Tómasson, yngri, Rúna Tómasdóttir. Ástkær móðir okkar, amma, systir og mágkona, KOLBRÚN ÁRNADÓTTIR LEFFEL, lést 28. september á Mercy Regional Medical Center í Ohio, Bandaríkjunum. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn verður haldin síðar. . Kristine G. Leffel, Brian P. Leffel, Sigríður Kristmundsdóttir, Freyr Reynisson, Kristín Kristmundsdóttir, Pétur A. Ingvarsson og barnabarn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, ÞORBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR frá Ási, (Tobba), lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, mánudaginn 3. október síðastliðinn. Útför auglýst síðar. . Þorbjörn Bergsteinsson, Jón Bergsteinsson, Birna Stefánsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN M. HAFSTEINSDÓTTIR, Granaskjóli 6, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. október. Jarðarförin auglýst síðar. . Jóhannes Kr. Jónsson, Bára Jóhannesd. Guðrúnard., Guðmann S. Magnússon, Guðjón Jóhannesson, Guðmunda Ásgeirsdóttir, Albert Jóhannesson, Jóhanna Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.