Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fjölnir og Þóra Steina hætt saman 2. Andlát: Elísa Steinunn Jónsdóttir 3. Allir sakfelldir í Kaupþingsmáli 4. Rannsaka ný tilvik í Siglufjarðarmáli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sambíóin Kringlunni bjóða í dag og föstudaginn 14. október upp á sérstakar samsöngssýningar á grín- og söngvamyndinni Með allt á hreinu frá 1982. Þar bítast hljóm- sveitirnar Stuðmenn og Gærurnar um hylli landans á tónleikaferð um landið. Samsöngssýningar á Með allt á hreinu  Pétur Björnsson fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleik- ari leika allar sónötur Johannes Brahms fyrir fiðlu og píanó á tónleikum í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld kl. 20 og í Hannesarholti í Reykja- vík annað kvöld kl. 20. Tónleikaferð þeirra um landið var styrkt af tónlist- arsjóði Rannís. Leika sónötur Brahms fyrir fiðlu og píanó  Geiri Sæm og Hunangstunglið halda tónleika í Kjallaranum á Græna herberginu í kvöld kl. 21 og flytja þar sín vin- sælustu lög. Mið- ar eru seldir við innganginn. Sama kvöld kl. 23.59 mætir Hreimur Örn vopnaður gítar ásamt Birgi Kárasyni á bassa og Benna Brynleifs á trommur og þeir flytja lög frá níunda áratugnum. Að- gangur er ókeypis. Geiri Sæm leikur í Græna herberginu Á laugardag Suðaustan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 8-15 stig. Á sunnudag Hvöss suð- austanátt og talsverð rigning sunnan og vestan til. Hiti 7 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðaustan 8-15 m/s, en allt að 23 syðst á landinu. Rigning á köflum um landið sunnanvert, en þurrt og víða léttskýjað norðan til. Hiti 8 til 15 stig. VEÐUR Bandaríski körfuboltamað- urinn Lewis Clinch er kom- inn aftur til Grindavíkur eft- ir þriggja ára fjarveru og hann fór á kostum í gær- kvöld þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn, 73:71, í fyrstu umferð Dominos- deildar karla. Lewis skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir og gerði 37 stig í leiknum. Hann seg- ir að sér líði ákaflega vel í Grindavík. »4 Clinch sneri aftur og fór á kostum Eyjamenn eru komnir á topp Olís- deildar karla í handknattleik eftir sannfærandi átta marka útisigur á Gróttu, 26:18, í gærkvöld. Theodór Sigurbjörnsson var óstöðvandi og skoraði ellefu af mörkum ÍBV. Grótta tapaði öðrum leiknum í röð eftir að hafa far- ið mjög vel af stað í deildinni. »4 Eyjamenn á toppnum eftir stórsigur „Sigrarnir verða ekki mikið sætari en þetta. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki leikið neitt sérstaklega vel þá finnst manni það vera styrkleikamerki hópsins að knýja fram sigur. Þar sannaðist hið fornkveðna að leik- urinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar af,“ segir Logi Ólafsson, fyrr- verandi landsliðsþjálfari, meðal ann- ars um sigurinn á Finnum. »1 „Sigrarnir verða ekki mikið sætari“ ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Signy’s Adventures in the Land of Fire & Ice er komin út en þar segir Signy Stefanson, 11 ára gömul stúlka frá Winnipeg í Kanada, í máli og myndum á 155 blaðsíðum frá ferð sinni um Ísland í sumar. Signy er af íslenskum ættum og hefur upplifað sterkt tenginguna við Ísland og Íslendinga. Í bók- inni segir hún frá því hvers vegna hún hafi þráð að fara til Íslands og áréttar það í spjalli okkar. Allir hafi stöðugt talað um Ísland, Eric, afi hennar, og Kris, bróðir hans, hafi oft verið á Íslandi, Kristen, mamma hennar, Myrna, amma hennar, og Eric, móðurbróðir hennar, hafi farið til Íslands og þegar Natalie, frænka hennar, hafi fengið að fara til fyrir- heitna landsins hafi hún líka viljað fá að fara. Þá var hún í 3. bekk og hafði gert verkefni um Ísland í skólanum. „Natalie var 11 ára þegar hún fór fyrst og afi og amma lofuðu mér að þegar ég yrði 11 ára fengi ég að fara með þeim. Mamma fór með okkur og við fengum Eric til þess að passa hundinn Penny og fiskinn Blue á meðan.“ Margt skrýtið Eitt er að dreyma og annað að upplifa. „Það var skrýtið að koma til Íslands og allt bjart eins og á daginn þótt komið væri fram yfir miðnætti,“ segir hún. „Á leiðinni til Reykjavíkur komum við við í búð og keyptum Cheerios og mjólk og eitthvað og ég skildi ekkert hvað stóð á miðunum,“ segir hún. „Ég tala ekki íslensku,“ heldur hún áfram á málinu yl- hýra. Spurð hvort hún hafi ekki lært eitthvað í mál- inu áður en hún fór svarar hún að bragði: „Já, já, takk fyrir.“ Hún bætir við að húsin hafi verið miklu fleiri en hún hafi haldið að væru á Íslandi og fleira fólk. „Það voru ferðamenn úti um allt og við sáum „strákana okkar“ eins og Íslendingar kalla fótbolta- liðið, út um gluggann, þegar þeir komu í opnum strætisvagni. Ég hef ekki kennt neinum víkinga- klappið en ég fékk skjöld með áletrun sem segir að maður eigi alltaf að vera maður sjálfur nema maður geti verið víkingur og þá eigi maður alltaf að vera víkingur. Ég hef sagt vinum mínum þetta.“ Hrædd í iðrum jarðar Níu daga ferðalagið var vel skipulagt. „Amma gaf mér dagbók sem ég skrifaði í á hverjum degi og mamma keypti sér nýjan síma til þess að taka myndir af öllu,“ segir Signy. Þau fóru á merkisstaði í Reykjavík og hittu fjölskylduvini, skoðuðu sig um á stöðum í nágrenni höfuðborgarinnar, fóru gullna hringinn, skoðuðu Þríhnúkagíg og íshellinn í Lang- jökli. Þau heimsóttu sveitirnar sem forfeðurnir komu frá fyrir norðan, skoðuðu Akureyri, Mývatn og nærsveitir og syntu í Bláa lóninu. „Það var skemmtilegast að fara inn í eldfjallið en ég var svo- lítið hrædd þegar við fórum niður.“ Myrna stakk upp á því að Signy skrifaði bók- ina og aðstoðaði hana með því að setja inn nokkra fræðslumola um land og þjóð og einkum þá staði sem þau heimsóttu. „Ég skrifaði svo upp úr dag- bókinni um það sem við gerðum,“ segir Signy. Tíminn leið hratt og Signy segir að erfitt hafi verið að fara aftur heim. „Ég var sorgmædd þegar ég þurfti að kveðja, því ég vissi að ég myndi sakna Íslands, en það góða er að ég kem aftur. Kannski á næsta ári eða eins fljótt og ég get.“ Ljósmynd/Kristen Stefanson Höfundurinn Signy Stefanson með bókina. Signy Stefanson frá Winnipeg í Kanada segir frá upplifuninni í fyrstu Íslandsferð sinni Ellefu ára víkingur skrifar bók Þríhnúkagígur Kristen, Signy, Eric og Myrna Stefanson vel varin með hjálma á botni gígsins. Strákarnir okkar Ari, Signy og Aron fyrirliði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.