Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 MATUR Fyrir 4 1 peli rjómi, þeyttur 2 stönglar sellerí 2 græn epli 1 mangó 20 rauð steinlaus vínber 1 poki valhnetukjarnar Þeytið rjómann og skerið ávexti og sellerí smátt. Blandið saman við rjómann og saxið valhnetukjarnana og stráið yfir. Berið fram með hreindýrabollunum. Waldorfsalat Einfaldur hnetutoppaeftirréttur Fyrir 4 2 hnetutoppar fersk bláber og önnur ber, t.d. jarðarber eða hindber Bíobú grísk jógúrt, 2 dollur agave-síróp hrískúlur Skerið hnetutoppinn eftir endilöngu og síðan í tvennt, hálfur toppur á skammt. Setjið fersk ber yfir og hell- ið ca hálfri dollu jógúrt yfir á skammt. Þar næst kreistið yfir smá agave-síróp. Skreytið síðan með hrískúlum. Einfalt og gott. Fyrir 4-6 2 stk. sætar kartöflur, skornar í ten- inga smá svetta af extra virgin ólífuolíu ferskt rósmarín, tekið af greinunum 1 poki furuhnetur nýmulinn pipar nokkur basillauf, skorin Skerið kartöflur í teninga og setjið í eldfast mót. Hellið olíu- nni yfir og blandið rósmarín vel saman við. Hafið inni í ofni í ca 40 mín. við 180 gráður eða þar til að þær eru mjúkar í gegn. Þegar 10 mínútur eru eftir, strá- ið þá furuhnetum yfir og klárið að baka í ofni. Gott er að strá ferskum basil yfir kartöflurnar áður en þær eru bornar fram. Sætar kartöflur ’Einkunnarorðklúbbsins erusamvinna, eining ogvinátta, og það höf- um við haft að leið- arljósi. Við eigum til okkar eigin reglur og lög, höldum aðal- fund, og skrifum alltaf í fundargerð- arbókina. Björn Ingi býður æskuvinunum upp á dýrindis hreindýrabollur og meðlæti. Matarboð Björn IngiBjörn Ingi undirbýr veisluna og kveikir á kertum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.