Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.11.2016, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.11. 2016 F yrir allmörgum vikum var bréfað hér að allt benti til þess að Hillary Clinton væri nánast örugg um að verða kjörin næsti forseti Bandaríkjanna. Þessari niðurstöðu fylgdi sá fyrirvari einn að eitthvað mjög óvænt og mjög afger- andi þyrfti að koma til svo að þessi spá raskaðist. Hönnuð atburðarás Atburðarás sem varð í framhaldinu styrkti spána enn og innsiglaði niðurstöðuna. Dregin var fram fyrrverandi alheimsfegurðardrottning sem hélt því fram að Trump hefði sakað sig um að vera of feit og hún yrði að grenna sig. (Virðist algengt í þessum „bransa“ eins og nýlegt dæmi íslenskrar stúlku sýn- ir.) Fegurðardrottingin vitnaði í orð sem Trump hefði sagt við sig af þessu tilefni um matarlyst stúlk- unnar og voru þau fremur groddaleg. Því næst var dregin fram gömul upptaka (sem Trump vissi ekki af) þar sem hann í tveggja manna tali gortar af því að geta í krafti frægðar í sjónvarpi umgengist ung og fögur fljóð að hentugleikum. Var það allt mun subbu- legra en hið fyrra. Í kjölfarið komu fram allmargar konur sem fullyrtu að Trump hefði áreitt sig fyrir áratugum síðan. Þessu var öllu slegið mjög upp í fjöl- miðlum vestra. Trump segir þessar síðustu ásakanir hreinan tilbúning og þessum konum verði stefnt fyrir meiðyrði. Síðan hefur ekkert í þeim heyrst, en skað- inn var skeður. Tölvupóstum rignir af himni Skjöl sem Wikileaks hefur lekið úr tölvum helstu kosningastjóra Hillary sýna að sumt af þessum ásök- unum að minnsta kosti var lengi í undirbúningi. Wikileaks dreifir alla daga nýjum tölvupóstum starfsmanna Demókrataflokksins og kosningastjórn- enda Hillary Clinton. Þetta er allt mjög önugt og óheppilegt fyrir Clinton og hennar menn. Þar upp- lýsist að upphlaup og æsingur á framboðsfundum Trumps hafi verið skipulagt á vegum aðila sem voru í nánum tengslum við kosningastjórn Demókrata og raunar fastagestir í Hvíta húsi Obama. En þótt á ýmsu hafi gengið, á báða bóga, var staðan í þessari lotu þannig að áhlaupið á Trump heppnaðist vel. Sí- felldur og óstöðvandi leki frá Wikileaks var sjálfsagt mjög þreytandi en samt fjarri því að vega uppi áföll Trumps, sem jók vanda sinn með klaufalegum við- brögðum við þeim beitum sem egnt var fyrir hann. Þrátt fyrir smávægilegar sveiflur í fylgi var megin- niðurstaðan sú að fyrrnefnd spá um sigurlíkur frú Clinton styrktist jafnt og þétt. J. Edgar Comey Eins og flestir muna hafði Alríkislögregla Bandaríkj- anna (FBI) að eigin frumkvæði tekið einkennilega og vafasama meðferð Hillary Clinton á trúnaðarmálum ríkisins, sem hún vélaði um, til sérstakrar rann- sóknar. Það þótti brýnt að niðurstaða fengist í þá rannsókn sem fyrst, fyrir kosningarnar 8. nóvember 2016. Það þótti óhugsandi að frambjóðandi til emb- ættis forseta Bandaríkjanna sætti sakamálarann- sókn af hálfu FBI þegar gengið væri til kosninga. Þjóðin sem þrumu lostin Þann 5. júlí síðastliðinn hélt forstjóri FBI stuttan blaðamannafund þar sem hann gaf skýrslu um rann- sókn FBI á tölvumálum Hillary, hennar eigin tölvu- miðstöð (e. private server) heima hjá sér í New York, sem ágreiningslaust er að gekk þvert á gildandi regl- ur um tölvupóst háttsettra manna í opinberum störf- um og stofnaði öryggi í hættu. Tölvur, símar og hýsl- ar höfðu verið eyðilagðir með margvíslegum aðferðum, með því að brjóta tæki mélinu smærra og hreinsa tölvuhýsla með öflugum hreinsum (Bleach Bit). Frú Hillary hélt því stöðugt fram að öllum starfs- tengdum tölvupóstum hefði verið skilað til Utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna eftir að krafa kom fram um það. Rúmlega 33 þúsundum tölvupóstar, sem eytt var eins tryggilega og frekast var kostur, hefðu eingöngu snúist einkamál, svo sem um jógatíma, að- föng i brúðkaup dóttur Hillary og þar fram eftir göt- unum. Þótti með miklum ólíkindum að svo langt hefði verið gengið í að farga tölvupóstum um slíkt smælki. Talið hafði verið að FBI gæti helst allra náð aftur tölvupóstum sem reynt hefði verið að eyða. En á dag- inn kom að póstum um „jógatíma og kransakökur“ hafði verið eytt svo kirfilega að jafnvel FBI játaði sig sigrað. Stutt ræða Comeys, forstjóra FBI, hljómaði eins og samfelldur áfellisdómur um meðferð Hillary á trúnaðarmálum. Nefndi hann mörg dæmi um að ráðherrann fyrrverandi hefði hvað eftir annað sagt ósatt um að hafa hvorki fengið eða sent tölvupósta um trúnaðarmál ríkisins. Clinton sagðist hafa til þæginda haft einn síma frá ráðuneytinu og annan einkasíma. Í ljós kom að hún hafði haft 14 slík tæki í fórum sínum. Comey viðurkenndi fyrir þingnefnd að líklegt væri að erlend ríki myndu hafa hakkað sig inn í óvarið kerfi ráðherrans, þótt ekki hefðu enn fundist ótvíræð sönnunarmerki þess. Þegar aðeins voru fáeinar mínútur eftir af stuttri ræðu forstjórans taldi sennilega þorri áheyrenda hans, sem skiptu milljónatugum, að FBI kæmist ekki hjá því að birta Hillary Clinton ákæru og þar með væri úti um forsetaframboð hennar. En í blálokin virtist hann snúa við blaðinu. Þrátt fyrir allt sem sagt hefði verið vantaði samt upp á það að sanna mætti „ásetning“ af hálfu frú Clinton. Þess vegna myndi enginn ábyrgur ákærandi telja að nægileg efni stæðu til ákæru. Kannanir sýna á hinn bóginn að flestum þykir aug- ljóst að hið leynilega fyrirkomulag, sem frú Clinton vissi vel að stangaðist gegn lögum og reglum og gat stefnt öryggismálum ríkisins í hættu, var ekki komið upp óviljandi. Hvar gat vantað ásetning þegar ákveð- ið var að eyða 33 þúsundum tölvupóstum með öllum tiltækum aðferðum, þar með talið notkun sérfræð- inga í eyðingu tölvupósta með „Bleach Bit“. Hvaða vitiborinn maður trúir því að það hafi verið gert til að upplýsingar um jógatímana og kransakökur bærust ekki út? En hvað sem þessu leið og hversu mikil sem undrun varð við ákvörðun Comey (yfir 60 prósent Bandaríkjamanna furðuðu sig á henni), og hversu mikill sem feginleikinn varð í öðrum herbúðum, var þessum þætti lokið. Eða það héldu menn. Frúin á fínni siglingu Helstu forystumenn Demókrata í þingi og ráðu- neytum sögðu það þjóðargæfu að þannig hefði hist á, að í forstjórastól í FBI hefði setið á þessu augnabliki einn göfugasti og réttlátasti embættismaður landsins. Hillary andaði léttar. Sú saga er fræg (hér í losaralegri endursögn) þeg- ar ungur blaðamaður sat við fótskör Macmillans for- sætisráðherra í Downing-stræti 10 og hafði orð á að allt gengi flokki ráðherrans í haginn. Væri beinlínis blúndulagt. Forsætisráðherrann dæsti og sagði rétt að hafa stjórn á gleði sinni. Ekki væri endilega allt Eitthvað óvænt, lambið mitt, eitthvað óvænt ’Sennilega er óhætt að segja að fyrirvarinnsem sleginn var í Reykjavíkurbréfi hafivaknað til lífs. Það er ekki lengur útséð umþað að Hillary Clinton vinni kosningarnar. Þó má enn fullyrða að hún sé líklegri til þess, en það er ekki útlokað að Trump merji sigur. Reykjavíkurbréf 04.11.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.