Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 „Það markar tímamót að þessir menn stíga fram og segja sína sögu vegna þess að knattspyrnukúltúrinn í Bretlandi byggist svo mikið á viðteknum hugmyndum um karlmennsku og það er tímanna tákn að menn úr þessari menningu skuli vera reiðubúnir að segja frá svona ofbeldi og skila skömminni sem helvítis karlinn á með réttu að bera,“ skrifar vefritið Knuz- .is um málið á Facebook- síðu sína og bendir á að mikið af orðræðu þeirra komi beint úr femínískri baráttu gegn kynferðisof- beldi. Orðræðan sé því kom- in í meginstrauminn og sé valdeflandi fyrir fólk úr ýms- um áttum. Fyrrverandi knattspyrnumað-urinn Andy Woodward steigfram í vikunni í áhrifamiklu viðtali við Guardian og sagði frá kyn- ferðisofbeldi sem hann varð fyrir af hálfu knattspyrnuþjálfarans Barry Bennell. Fleiri fyrrverandi knatt- spyrnumenn sem urðu einnig fyrir barðinu á Bennell hafa sagt sögu sína í kjölfarið. David White, sem var eitt sinn í landsliði Englands, er í þessum hópi en hann segir að líf sitt hafi verið lagt í rúst af Bennell, sem þjálfaði í yngri deildum og atvinnumenn í meira en þrjá áratugi. Bennell þótti einn besti þjálfarinn í yngri deildum og hafa auga fyrir upprennandi hæfi- leikamönnum og var því í góðri að- stöðu til að ná trausti ungra drengja. White var 11 ára þegar hann varð fyrst fyrir árás Bennells, manns sem hann dýrkaði. Bennell, sem er 62 ára, hefur þrisvar sinnum verið dæmdur fyrir barnaníð en situr ekki í fangelsi sem stendur. Fjórir af þessum fyrrverandi knattspyrnumönnnum og fórn- arlömbum Bennells komu saman fram í sjónvarpsviðtali hjá BBC á föstudag. Woodward grét á meðan hann heyrði Chris Unsworth og Jas- on Dunford segja í fyrsta sinn frá því er þeir voru beittir kynferðisofbeldi af Bennell. Unsworth, sem er 44 ára, fannst hann verða að stíga fram til að hjálpa öðrum. Hann spilaði með Manchest- er City með Bennell en færði sig síð- an til Crewe ásamt honum þegar hann var 12 ára. Hann sagði að hann hefði gist í húsi Bennells mörgum sinnum og Bennell hefði stundum haft tvo eða þrjá stráka uppí hjá sér í einu og beitt þá ofbeldi. „Við töluðum aldrei um þetta. Mér var nauðgað á milli 50 og 100 sinnum,“ sagði Unsworth, sem var níu ára gamall þegar kyn- ferðisofbeldið hófst. „Ég vissi hvað ég vildi fá út úr fót- boltanum og hélt að þetta væri það sem ég þyrfti að ganga í gegnum til þess,“ sagði Unsworth, sem hætti í knattspyrnu og varð atvinnugolfari 16 ára gamall. Hann hefur nú haft samband við lögregluna í Cheshire og bíður viðtals. Ellefu hafa haft samband Samkvæmt frétt BBC hafa ellefu manns haft samband við lögregluna vegna málsins frá því að Woodward steig fram, þeirra á meðal Steve Wal- ters, sem lék líka með Crewe og hef- ur greint frá því að Bennell hafi beitt hann kynferðisofbeldi þegar hann var 13 eða 14 ára í fótboltaferðalagi. Hann sagðist hafa orðið óhuggandi eftir að hafa lesið sögu Woodwards. „Ég var svo reiður og miður mín en leið samt eins og hundrað tonnum hefði verið lyft af mér,“ sagði hann í viðtali við Victoriu Derbyshire á BBC. „Þetta hefur eyðilagt feril minn og sambönd. Fólk spyr, hvað kom eig- inlega fyrir þig, Steve?“ Walters vill að fleiri stígi fram, ekki síst „þekktir knattspyrnumenn sem eru þarna úti“. „Ég vil réttlæti núna,“ sagði hann. „Þetta má aldrei nokkru sinni aftur koma fyrir ungan fótboltastrák.“ Hjálparlína opnuð Ljóst þykir að þótt Bennell hafi verið stórtækur sé hann ekki eini þjálf- arinn sem hafi brotið af sér. Til að bregðast við þessu og hjálpa fleirum hafa góðgerðarsamtökin NSPCC opnað sérstaka hjálparlínu, síma- númer sem fólk getur hringt í og fengið aðstoð. Fleiri en 50 símtöl bár- ust á fyrstu tveimur klukkustund- unum eftir að númerið var opnað. Talsmaður breska forsætisráð- herrans hefur sagt fyrrverandi knattspyrnumennina hugrakka og segir að það verði að meðhöndla ásakanirnar af fullri alvöru. Formaður enska knattspyrnu- sambandsins, Greg Clarke, hitti Wo- odward á fimmtudag. Hann er miður sín vegna þjáninganna sem fórn- arlömbin hafa orðið fyrir. Hann ætl- ar að kanna málið og vill vera fullviss um að það komi ekki fram ný kynslóð fórnarlamba og að fórnarlömb kyn- ferðisofbeldisins fái þá hjálp sem þau þurfi. Eyðilagði feril og sambönd Margir fyrrverandi knattspyrnumenn hafa stigið fram í Englandi og sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir en flest brotin voru framin af þjálfaranum Barry Bennell. Steve Walters ræddi opinskátt um reynslu sína í viðtali við fréttakonuna Victoriu Derbyshire hjá BBC á föstudag. Formaður enska knattspyrnusam- bandsins, Greg Clarke, sýnir fórnar- lömbunum stuðning. AFP Markar tímamót ’Það er hræðilegt að margir félaga minna hafi þurft að þjástsvona á meðan þeir stunduðu þessa íþrótt sem ég og þeirelska. Það er mikilvægt að fólk viti að það er í lagi að tjá sig, þaðer hjálp í boði og óþarfi að þjást í hljóði. Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og sendiherra NSPCC. ERLENT INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is BRETLAND LONDON Thomas Mair var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á bresku þingkonunni Jo Cox go hefur ekki eika á reynslulausn. Hann myrtimögul u fyrir Brexit-þjóðaratkvæða-Cox vik BANDARÍKIN WASHINGTON DC Eiginkona Donalds Trump, Melania, og sonur þeirra, Barron, munu ekki flytja með Trump í Hvíta húsið þegar hann tekur við sem forseti í janúar. Þau mæðgin áforma að búa í NewYork þar til skólaári Barrons lýkur. LANDSÝR ALEPPO Taka þurfti fyrirbura úr hitakössum á barna- spítala í austurhluta Aleppo í kjölfar loftárása sem nú hafa eyðilagt öll sjúkrahús borgarinnar. Árásirnar voru fordæmdar af Sam- einuðu þjóðunum. Læknar án landa- mæra segja að þrjátíu sjúkrahús í austurhluta Aleppo hafi orðið fyrir árásum síðan í júlí. TYRKLAND Tilkynnt var um brottrekstur um 15 þúsund manns úr opinberum störfum í vikunni. Þar með er fjöldi þeirra sem starfað höfðu innan hersins, lögreglunnar, dómsvaldsins og menntakerfisins kominn yfir hundrað þúsund sem hafa verið reknir úr störf- um sínum, vikið frá tímabundið eða handteknir í hreinsunum sem forseti Tyrklands hefur staðið fyrir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.