Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 38
Þ egar gestir ganga inn á hina yfirgripsmiklu og áhugaverðu sýningu í Grand Palais í París um belgíska teiknarann Georges Remi (1907-1983), sem heimurinn þekkir af listamannsnafn- inu Hergé, þá geta þeir ekki annað en undrast og hrifist af ævintýrinu sem lífsstarf hans var og ber þar hæst sköpunarverkið sem þekkt er sem pilturinn Tinni – hin hugprúða hetja sem allir geta samsamað sig með, hvar í landi sem þeir vaxa úr grasi, piltar sem stúlkur. Tinnabækurnar hafa komið út á meira en sjötíu tungumálum, í hátt í þrjú hundruð milljón eintökum. Eng- ar teiknimyndasögur hafa hlotið aðra eins útbreiðslu og þrátt fyrir að Hergé hafi látist fyrir 33 árum, frá 24. Tinnabókinni ókláraðri eru bæk- urnar enn gefnar út víða um lönd, teikningar Hergés seljast fyrir metfé á uppboðum, allskyns vörur tengdar persónum sagnanna eru rifnar út og fólk á öllum aldri þyrpist á sýninguna í París. Enda hafa afar og ömmur þar í landi, jafnt sem barnabörnin, eign- ast vini í Tinna og hinum litríku fé- lögum hans. Kolbeinn eftirlæti Hergé „Ég hverf meira og minna, og sjálf- viljugur, inn í aðalpersónur mínar og ekki síst í Tinna – sem reyndist of fullkominn fyrir mig, fullkomnari en ég kýs að vera,“ sagði Hergé í viðtali árið 1963, þegar hann var á hátindi frægðar sinnar og skömmu eftir að 21. Tinnabókin, Vandræði Vaílu Vei- nólínó, kom út. Hann bætti við: „Ég verð líka Skapti og Skafti – sem eru fulltrúar þess sem ég er stundum en kysi að vera ekki … En hver karakt- era minna er í uppáhaldi hjá mér? Ég held það sé Kolbeinn kapteinn. Hann er svo meingallaður að ég get næst- um samsamað mig honum sem náinn vinur, sem bróðir – hann er eins og annar ég.“ Rýnar af öllu tagi, með bakgrunn í kynjafræði sem sálgreiningu, strúkt- úralisma sem stjórnmálafræði, hafa áratugum saman keppst við að greina og túlka Tinna og Hergé, og höfundurinn hefur hjálpað til með yf- irlýsingum eins og þessari en um leið er svo erfitt að negla nokkuð niður. Er Tinni samkynhneigður? Hergé kvenhatari? Vissulega er bara ein aðalkvenpersóna í sögunum og ekki beint aðlaðandi – Vaíla er yfirlæt- isfullur óperusöngvari og Hergé þoldi ekki óperur. En piltungurinn Tinni, þessi blaðamaður sem sinnir starfinu sífellt slælegar eftir því sem bókunum fjölgar, er í raun kynlaus og svo gegnsær að allir lesendur, konur sem karlar, upplifa sjálfa sig í honum og það er hluti galdursins. Kringum hann raðaði Hergé síðan einstaklega litríku parsónugalleríi, meingölluðum sérvitringum sem gæða ævintýrin lífi. Og þau eru klass- ísk. Sjálfur var ég svo lánsamur að vaxa úr grasi á sama tíma og tekið var að gefa Tinnabæk- urnar út á íslensku. Á hverju hausti komu út ein til þrjár sögur og tilhlökkunin eftir þeim væntanlegu var engu lík; og enn les ég þær mér til yndis af og til, þrátt fyrir að ég þekki hvert orð, hverja kommu, hvern drátt teikninganna. Sýningin í Grand Palais er heillandi, jafnt fyrir þá innvígðu í heim Tinna og þá sem minna þekkja til. Sýningarstjórar fara þá athyglis- verðu leið að feta sig aftur á bak eftir ferli Hergé; fyrst er gengið í sal helg- aðan lokabindi Tinnabókanna, Tintin et l’Alph-art, sögunni um málverka- fölsun sem Hergé náði ekki að klára þrátt fyrir að hafa helgað sig henni af ástríðu árum saman. Sjálfur var hann þá orðin ástríðufullur safnari abstraktlistar og í salnum eru mörg verk úr safni hans, eftir listamenn á borð við Andy Warhol, Karel Appel, Harbin og Lucio Fontana. Í salnum gefur að líta skissaðar síður sögunnar en þær síðustu eru ókláraðar, svo enginn veit hver endirinn átti að vera – sumir Tinnafræðingar eru sann- færðir um að Hergé hafi ætlað að enda líf Tinna þar í lokin. Þegar leið á feril Hergés tók hann Tinnabækurnar eru einhver vinsælustu ævintýri sem um getur, hafa verið þýddar á yfir 70 tungumál og komið út í á þriðja hundrað milljóna eintaka. Á sýning- unni eru heilu veggirnir klæddir með útgefnum Tinna- bókum á ýmsum tungumálum, þar á meðal íslensku. Morgunblaðið/Einar Falur Tinni og Hergé hylltir Fyrir 88 árum birtist teiknimyndahetjan Tinni fyrst í tímariti. Síðan hafa Tinnabækur selst í yfir 200 milljón eintökum. Hergé, höf- undar Tinna, er nú minnst á viðamikilli sýningu í París. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is LESBÓK Barnasýningin Lofthræddi örninn Örvar er sýnd í Kúlunni í Þjóðleik-húsinu í dag, laugardag, kl. 15. Oddur Júlíusson leikur öll hlutverk sýn- ingarinnar og að mati gagnrýnanda blaðsins gerir hann það listavel. Lofthræddur örn í Kúlunni 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11. 2016 Einstök forsíða, greint frá dauða Hergé; Tobbi vælir að Tinni sé dáinn. Rýnt í þróun út- færslu einnar síðu í Svaðilför í Surtsey. Þegar Hergé lést árið 1983 skildi hann eftir sig hálfklárað handrit 24. Tinnabókarinnar, Tintin et l’Alph-art. Sagan hefur verið gefin út í skissuformi og á sýningunni getur að líta allar 62 síður bókarinnar, eins og Hergé skildi við þær. Skurðgoð, fyrirmynd þess í Skurð- goðið með skarð í eyra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.