Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2016, Blaðsíða 45
SJÓNVARP Hinn glaðbeitti sjónvarpsmaður Gísli Marteinn Baldursson hefur stjórnað síðustu þáttum af Vikunni í Rík- issjónvarpinu á stuttbuxum. Ástæðan er hvorki pólitískur bak- grunnur Gísla (hann hvatti sjálfur til brandara af þessu tagi) né óbærilegur hiti í upptökuverinu heldur er kappinn í óg- urlegu gipsi á vinstra fæti eftir að hafa slitið hásin og kemst ekki í aðrar buxur. Gárungarnir velta því nú fyrir sér hvort aðrir þáttastjórnendur ættu að sigla í kjölfarið. Ætti Bogi Ágústsson til dæmis að taka Viðtalið í skota- pilsi? Eða Egill Helgason að stjórna Kiljunni í „leder- hosen“? Verra er fyrir fréttaþuli að brydda upp á nýj- ungum enda sér maður aldrei neðri hluta líkama þeirra. Þeir gætu þess vegna upp til hópa verið kviknaktir bak við borðið. Lífið er stutt, Buxur! Gísli Marteinn Baldursson Morgunblaðið/Golli 27.11. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Það er alltaf gaman þegar sjón- varpsstöðvarnar hlaða í þemahelgi. Ríkis- sjónvarpið gerði einmitt þetta síðastliðinn laugardag með því að sýna kvikmyndirnar Miss Pettigrew Lives for a Day og A Serious Man. Oftast hverfist þemað um staka leikara, samanber vel heppnað Armin Mueller-Stahl- þema hjá RÚV um árið, eða staka leikstjóra. Núna var þetta að vísu aðeins langsóttara, en glöggir áhugamenn um kvikmyndir áttuðu sig þó á því. Aðalleikkonan í fyrrnefndu myndinni, Frances McDormand, er nefnilega gift öðrum Coen-bræðra sem gerðu síðar- nefndu myndina. Meira af slíku! Launþema á laugardagskvöldi Frances McDormand sem ungfrú Pettigrew. Öðruvísi mér áður brá. Hljómsveitin sem framan af ferlinum harðneitaði að gera myndbönd við lög sín, leit á það sem pjatt og prjál, hefur nú sent frá sér myndband við hvert einasta lag á nýju plötunni sinni, tólf talsins. Metallica-gaurarnir eru hrein- lega orðnir „vídjóðir“. Aðdáendur málmskrímslisins biðu lengi eftir Hardwired ... to Self-Destruct en þegar platan loksins kom var það með lúðrablæstri og látum. Og tólf tilbúnum mynd- böndum sem leikstýrt er af hinum og þessum, körlum og konum. Kennir þar margra grasa. Lemmy Kilmister og Motörhead höfðu djúpstæð áhrif á Lars Ulrich og James Hetfield þegar þeir voru að vaxa úr grasi og fyrir vikið vel við hæfi að Lemmys sé minnst á nýju plötunni. Hann sálaðist seint á síðasta ári. Lagið James Hetfield og Kirk Hammett hafa gefið sér tíma til að troða upp á tónleikum milli allra myndbandanna. AFP Lemmy Kilmister var ekkert blávatn. METALLICA Í MYND Vídjóðir kalla þeir Murder One og fer Lemmy karl- inn, eða teiknuð útgáfa af honum, mikinn í myndbandinu sem leikstýrt er af Robert Valley. Þar kemur sitthvað fram; eins og að Lemmy hafi vanið komur sínar í Cavern- klúbbinn í Liverpool, þar sem rokkið fædd- ist, og að hann hafi verið rótari hjá Jimi Hendrix og hljómsveit hans seint á sjöunda áratugnum. Þá kemur fram að Lemmy hafi verið rekinn úr geimrokkbandinu Hawk- wind eftir að hann var handtekinn með fíkniefni í fórum sínum á landamærum Bandaríkjanna og Kanada 1975. Honum var sleppt fimm dögum síðar án ákæru. Eftir þá uppákomu var kappinn rekinn úr bandinu; ekki fyrir að neyta fíkniefna, held- ur fyrir að neyta rangra fíkniefna. Í myndbandinu við Murder One er því haldið fram að Lemmy hafi hefnt sín á bandingjunum með því að sænga hjá kær- ustum þeirra allra. Sel það ekki dýrar ...

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.