Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 6
6 Fréttir Helgarblað 20.–23. mars 2015 „Þessi maður hefur n Íslenskt fórnarlamb hefndarkláms vill að nethlekkir verðir fjarlægðir É g veit ekki hvað ég get gert meira. Þetta eru ógeðslegar síður og þessi maður hefur lagt líf mitt í rúst,“ segir ung íslensk kona sem hefur reynt að fá myndir af sér fjarlægðar af klámsíðu. Konan er ein þeirra sem vilja að hlekkir tengdir nafni hennar verði fjarlægðir af Google. Myndir af kon- unni rötuðu á vefinn eftir að fyrrver- andi kærasti hennar setti þær þang- að. „Það er barátta sem ég á líklega ekki eftir að vinna, en mér sýnist að það eina sem ég geti gert úr þessu sé að skipta um nafn. Þetta er það fyrsta sem kemur upp þegar nafnið mitt er gúglað og myndirnar af mér rata í efstu myndaniðurstöðuna,“ segir konan sem er ekki orðin þrítug. „Ég hef haft samband við Google og bíð eftir svörum. Það er það síðasta sem ég get gert því í hvert sinn sem mér tekst að ná því fram að mynd verði tekin niður kemur önnur upp,“ seg- ir hún. Vilja gleymast DV hefur að undan- förnu fjallað um mál af þessum toga, það er réttinn til að gleymast á netinu. Fólk á rétt á því að hverfa af netinu samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins og hafa 180 Íslendingar beðið netrisann Google um að fjarlægja 603 hlekki úr niðurstöðum leitarvélarinnar. 183 hlekkir hafa verið fjarlægðir, alls 34,5 prósent. Það er aukning frá umfjöllun DV í síðustu viku, en þá höfðu 175 beðið um að 573 hlekk- ir yrðu fjarlægðir. Ástæðurnar fyr- ir því að vilja gleymast eru margar. Hluti þeirra sem vilja gleymast hef- ur verið dæmdur fyr- ir afbrot en umfjöll- un um fortíð þeirra torveldar atvinnuleit. Einhverjir sjá eftir at- vikum úr fortíð sinni, hafa sagt eitthvað sem birst hefur opinber- lega en endurspeglar ekki lengur gildismat þeirra. Eftir umfjöllun DV á dögunum hafa margir haft samband við blaðið. Ómakleg umfjöllun „Mér finnst að umfjöllun um mig á sínum tíma hafi verið ómak- leg og ég vil að það verði fjarlægt,“ segir karlmaður á fertugsaldri í samtali við DV. Maðurinn sem um ræðir var hnepptur í gæslu- varðhald vegna rannsóknarhags- muna og grunaður um afbrot fyrir nokkrum árum. Honum var sleppt eftir nokkurra vikna gæsluvarðhald og var ekki ákærður. Nafn hans var til umfjöllunar í tengslum við mál- ið og er ein af leitarniðurstöðunum þegar nafn hans er slegið inn í leit- arvélar á netinu. „Mér finnst eins og ég sé að taka út refsingu fyrir glæp – nema ég framdi engan glæp. Ég tengdist þessu máli ekki á nokkurn hátt,“ segir hann. Hann hefur farið þess á leit að niðurstöðurnar verði fjarlægðar og bíður átekta. Ósáttur Einn þeirra er ósáttur við umfjöllun um sig á íslenskri spjallsíðu. Þar var viðkomandi nafngreindur og þegar nafn hans er slegið inn koma upp hlekkir á spjallsíðuna, þó að um- ræðan hafi verið fjarlægð. Hægt er að lesa brot úr umfjölluninni og seg- ir maðurinn auðvelt að slíta það úr samhengi. Hann mun að næstu dög- um óska eftir því að nafn hans verði fjarlægt af leitarvél Google. n „Mér finnst eins og ég sé að taka út refsingu fyrir glæp – nema ég framdi engan glæp Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is 10. mars 2015 lagt líf mitt í rúst“ Vill láta fjar- lægja hlekki Konan segir að beiðnin til Google sé síðasta hálmstráið, hún íhugar annars að skipta um nafn. B úist er við um 3.000 gestum á EVE Fanfest, hátíð og ráð- stefnu tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem fer fram í Hörpu um helgina. Þar af er reiknað með um 1.500 erlendum gestum og um 50 blaðamönnum frá mörgum stærstu leikja- og tæknimiðlum heims, ásamt fjölmiðlum á borð við BBC, Bild og The Guardian. EVE Fanfest er nú haldin í ellefta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin á efri hæð Kaffi Sólon árið 2004. Spilarar tölvuleiks- ins EVE Online eru stærsti hluti gesta hátíðarinnar, en áskrifendur leiksins skipta hundruðum þúsunda. Spilar- ar leiksins og aðrir áhugasamir sem ekki komast til Íslands geta fylgst með dagskrá hátíðarinnar í gegn- um beina útsendingu EVE TV og Twitchtv.com frá Hörpu gegnum netið. Ríflega 521.000 áhorfendur horfðu á útsendingar frá EVE Fan- fest-hátíðinni í fyrra og búist er við svipuðum áhorfendatölum í ár. Stærsta pöbbarölt Íslands, EVE Fanfest Pub Crawl, fer fram í kvöld þar sem hundruð manna fara frá Hörpu klukkan 21 og fylkja liði í tuttugu hópum um alla miðborg Reykjavíkur. Nokkrir veitingastaðir og barir munu bjóða upp á EVE- matseðla og EVE-drykki. Lebowksi bar, English Pub og American Bar í Austur stræti verða væntanlega vin- sælir viðkomustaðir því auk þess að bjóða upp á matseðlana eru stað- irnir ríkulega skreyttir myndverkum tengdum EVE-heiminum. Sólmyrkvanum verður jafnframt fagnað fyrir utan Hörpu þar sem hundruð gesta EVE Fanfest koma saman og horfa á sólmyrkvann á milli 8.30 og 10.30 í dag, föstudag. n freyr@dv.is Búist við 3.000 gestumAðAlfundur BÍ 2015 Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl 20:00 Dagskrá fundarins • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Önnur mál *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. BÍ félagar eru hvattir til að mæta EVE Fanfest verður haldin í ellefta sinn í Hörpu um helgina EVE Online Tölvuleikurinn EVE Online verður áberandi á hátíðinni um helgina. Enginn þarf að óttast sólmyrkvann Háskóli Íslands og Stjörnu- skoðunarfélag Seltjarnarness blása til hátíðar í dag fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands í til- efni sólmyrkvans sem verður sjá- anlegur á milli 8.30 og 10.30 í dag, föstudag. Hátíðin, sem hefst klukkan 8.30 skömmu áður en sólmyrk- vinn skellur á, er liður í dag- skrá háskólans á Alþjóðlegu ári ljóssins. Auk þess verður, í Há- tíðarsal háskólans síðar sama dag, boðið upp á fyrirlestra um evrópska geimfarið Rosetta og hinn ósýnilega alheim. Sævar Helgi Bragason, verk- efnisstjóri vísindamiðlunar við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, hlakkar mikið til. „Ef verðið verður gott eins og reiknað er með þá verður þetta mjög skemmtilegur dagur fyrir okkur áhugafólk um þennan sól- myrkva. Við verðum með örfá gleraugu sem fólk skiptist á að nota og svo verðum við með sjón- auka sem margir geta notað í einu þannig að það fá allir að sjá eitt- hvað,“ segir Sævar Bragi. Hann tekur fram að enginn þurfi að óttast neitt vegna sól- myrkvans. „Þetta er eins og hver annars sólríkur sumardagur á Íslandi en fólk þarf bara að fara varlega. Fólk á frekar að reyna að nýta tækifærið og sjá myrkvann,“ segir hann en næsti sólmyrkvi af þessari stærðargráðu verður ekki fyrr en eftir ellefu ár, eða árið 2026. Hátíðin heldur svo áfram kl. 17 með tveimur fyrirlestrum í Há- tíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Haley Gomez, stjarneðl- isfræðingur við Cardiff-háskóla, fjallar um hinn hinn ósýnilega alheim og Mark McCaughre- an, yfirmaður vísindarannsókna og geimkönnunar hjá Geimvís- indastofnun Evrópu (ESA), flytur erindi um evrópska geimfarið Rosetta sem rannsakar um þess- ar mundir halastjörnuna 67P/ Churyumov-Gerasimenko. Fyrirlestrarnir, sem jafnframt eru liður í dagskrá Háskóla Ís- lands á Alþjóðlegu ári ljóssins, eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.