Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 23
Fréttir 23Helgarblað 20.–23. mars 2015 Bragðið er betra með Hellmann’s þennan útlending inni og hendið lyklunum.“ Erfiðar heimsóknir í fangelsið Dómurinn var þeim gríðarlegt áfall. „Ég brotnaði niður og féll nánast í gólfið, en var gripin,“ segir Guðrún. Fyrst um sinn heimsótti hún son sinn einu sinni í mánuði í fangels- ið en undanfarið hefur hún komið á tveggja mánaða fresti. Einnig hafa þau talast við í gegnum síma. Hún segir heimsóknirnar erfiðar vegna stífrar öryggisleitar en alltaf sé jafn- gott að hitta son sinn. „Honum finnst ekki gott að ég komi of oft því þá fara hugsanir hans á kreik. Það tekur hann tíma að jafna sig. Hann veit líka að mér finnst þetta ekkert spennandi.“ Virtur innan fangelsismúranna Geir átti erfiða tíma í fangelsinu til að byrja með og notaði vímuefni en fann svo að botninum var náð og sneri við blaðinu. Hann er nú búinn að vera vímulaus innan múranna árum saman og leitar styrks í trúnni en í fangelsinu þjóna kaþólskir prestar. „Það hefur orðið ótrúleg breyting á honum. Hann talar íslensku al- veg eins og við hin, enda höfum við alltaf talað við hann á íslensku. Hann gætir sín og hefur, sem bet- ur fer, öðlast virðingu bæði fanga og fangavarða. Hann sagði alltaf: „Ég veit ekki hvar ég væri ef þið [pabbi og mamma, innsk. blm.] hefðuð ekki komið og heimsótt mig.“ Við gerðum það alveg frá byrjun en margir foreldrar segja bara „bæ, bæ, ég þekki þig ekki lengur“,“ seg- ir Guðrún. Íhugar að flytja til Íslands Spurð hvað tekur við þegar Geir flytur heim til Íslands segir hún ekkert vera ákveðið. Hún reikn- ar samt með því að hann vilji búa í Reykjavík, þar sem hann kann vel við sig. Sjálf ætlar hún að reyna að fara með honum heim og einnig kemur til greina að hún flytji hing- að. „Ég þarf að hugsa mig um. Ég missti manninn minn fyrir tveim- ur árum, þannig að ég get gert hvað sem ég vil.“ Iðraðist í Kastljósviðtali Kristín Sólveig Bjarnadóttir, hjúkr- unarfræðingur frá Sigluvík skammt frá Akureyri, og fjölskylda hennar byrjuðu að skrifast á við Geir skömmu eftir að Kastljós tók viðtal við hann innan fangelsismúranna árið 2007. „Hann var niðurbrotinn í þessu viðtali. Þarna var hann búinn að vera í níu ár og átti níu ár eftir. Maður upplifði svo sterkt auðmýkt og iðrun í þessu viðtali og hugsaði með sér: „Hann er búinn að taka út sinn dóm, þetta er orðið gott“,“ segir Kristín Sólveig, sem nýlega tjáði sig um heimkomu Geirs. Auk þess að skrifa honum bréf í von um að hjálpa hon- um stóðu þau ásamt fleirum fyrir söfnun fyrir grunnnámi í viðskiptafræði fyrir Geir og útskrifaðist hann með sóma fyrir þremur árum. „Þegar ég fékk ljósmyndina af hon- um sá ég að hann var breyttur maður. Hann var fluttur á ívið mannúðlegri deild þar sem aðrir fangar voru líka í námi. Hann fór að verða öruggari og varð vonbetri.“ Heimsótti Geir í fangelsið Á síðasta ári steig Kristín Sólveig stórt skref þegar hún heimsótti Geir í fyrsta sinn, ásamt dóttur sinni Sól- eyju Maríu Kristínardóttur, sem hún segir hafa verið mikla upplif- un. „Honum fannst algjörlega ótrú- legt þegar við sögðumst ætla að heimsækja hann. Hann þorði ekki að vona að það yrði nokkurn tím- ann,“ segir hún. „Við hefðum aldrei þorað nema af því að Guðrún fer þarna annað slagið með bróð- urdóttur Geirs sem er jafngöm- ul dóttur minni.“ Á tveimur dög- um töluðu þau saman í fimm til sex klukkustundir hvorn dag og höfðu vitaskuld frá mörgu að segja. Vöfflukaffi og Facebook-hópur Kristín hefur í samráði við Geir og Guðrúnu verið að undirbúa komu hans til Íslands. Hún hefur tvívegis haldið vöfflukaffi sem fjáröflun til að hjálpa honum að koma undir sig fótunum. Hún hefur einnig sett sig í samband við félagsþjónustuna í Reykjavík. Kristín hefur jafnframt stofnað hóp á Facebook sem heitir Vinir Geirs. Þar er hafin söfnun fyrir búslóð handa honum og leit stend- ur yfir að leiguíbúð í Reykjavík. Þeim sem vilja styrkja Geir með fjárframlögum er bent á styrktar- reikning; kennitalan er 630307- 0900 og banki 0515-14-612840. Eins og engill af himnum Rétt eins og Geir þá er móðir hans Guðrún afar þakklát fyrir hjálpsemi Kristínar. „Ég veit ekki hvar við vær- um án hennar. Hún kom alveg eins og engill af himnum.“ n n Geir Gunnarsson hefur verið í bandarísku fangelsi í 17 ár n Flytur heim til Íslands í september líka að losna út“ „Hann var stöðugt að reyna að sanna sig og eignast vini, reyndi að vera fyndinn og skemmti- legur. „Honum finnst ekki gott að ég komi of oft því þá fara hugsanir hans á kreik. Það tekur hann tíma að jafna sig. Í heimsókn Kristín (t.v.) og Guðrún fyrir utan Greensville-fangelsið í Virginíu. Í heimsókn Sóley (t.v.) ásamt Shelby, bróðurdóttur Geirs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.