Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 37
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Fólk Viðtal 37
„Verð að berjast fyrir börnin“
Læknum tókst að svæfa sjúkdóm-
inn en svo blossaði hann aftur upp
sumarið 2011. Þá fékk ég ónæmi fyr-
ir lyfjunum og endaði í aðgerð 2012
þar sem tekinn var hluti af smáþörm-
um og ristli. En svo er spurning hvað
gerist þegar ég hef læknast af krabba-
meininu, hvort sjúkdómurinn blossi
aftur upp. En að öðru leyti hef ég
alltaf verið hraust,“ segir Magnea
sem starfaði áður á dvalarheimilinu
Hlíð en hefur ekkert getað unnið í
veikindum sínum og hefur það sett
stórt strik í fjárhag fjölskyldunnar en
Magnea var ótryggð.
„Það vildi enginn tryggja mig
vegna Crohns. Ég hef ekkert getað
unnið og það er mjög dýrt að fá
krabbamein. Ég þarf að greiða fyrir
allar blóðprufur, lyfjagjöf, læknavið-
töl og myndatökur sjálf. Fyrst þegar
ég greindist gerðum við ekki ann-
að en borga. Mér finnst kerfið líka
meingallað en fyrst eftir greiningu
leið mér eins og ég stæði í pappírs-
flóði upp að hnjám. Mér fannst alveg
nóg að vera komin með krabbamein
án þess að þurfa að hugsa um alla
þessa pappíra en sem betur fer fékk
ég hjálp hjá félagsráðgjafa við skrif-
finnskuna.“
Allt snýst um krabbann
Magnea er staðráðin í að jafna sig.
„Ég er heppin að hafa fengið þetta
í brjóstið. Það er yfirleitt hægt að
lækna brjóstakrabbamein, það er
allavega auðveldara viðureignar en
margt annað. Ég má vera ánægð
með það. Ég er ákveðin í að ná
mér og hef tilkynnt læknunum að
ég ætli aldrei að fá krabbabein aft-
ur enda lét ég taka úr mér allt sem
hægt er að taka. Ég hef allavega gert
mitt,“ segir hún og brosir út í annað
og heldur svo áfram: „Ég reyni ein-
faldlega að halda áfram með lífið
þótt flest allt snúist um þetta og ekki
bara hjá mér heldur öllum í kring-
um mig. Það eru allir með hugann
við þetta og miður sín yfir þessu. Og
það er ómetanlegt að eiga gott fólk
í kringum sig þegar svona kemur
upp á og maðurinn minn hefur sýnt
og sannað að hann er frábær pabbi
og frábær maki. Auðvitað hafa veik-
indin reynt á sambandið en hann er
ótrúlega umburðarlyndur gagnvart
mér. Hann og öll hans fjölskylda
hefur staðið þétt við bakið á mér.
Ég á heimsins bestu tengdaforeldra.
Svo náttúrlega fjölskyldan mín og
vinir. Það hafa allir lagst á eitt við að
hjálpa. Til að mynda er ég svo þakk-
lát fyrir móðursystur mína sem hef-
ur gengið í gegnum það sama og ég.
Símtölin frá henni hafa bjargað mér.
Það er nauðsynlegt að geta talað við
einhvern sem veit í gegnum hvað ég
er að ganga. Þótt engir tveir eru eins
hjálpar það mikið.“
Hvað ef ég dey?
Aðspurð segist hún aldrei hafa ótt-
ast dauðann. „Ég er ekki hrædd við
að deyja enda hef ég ákveðið að ætla
að læknast. Ég verð að gera það fyrir
börnin mín. En auðvitað hef ég far-
ið þangað í huganum og hef hugs-
að mér að ræða það sem fyrst við
manninn minn; ef ég dey, hvað þá?
Ég held að við hefðum gott af því
að ræða það þannig að ef svo fer þá
verði hann ekki einn eftir í óviss-
unni. Dauðinn er þörf umræða í
svona veikindum þótt maður ætli
sér að sjálfsögðu að sigrast á þessu.
Ég er með svo ótrúlega góða lækna
sem ég treysti 100 prósent að muni
lækna mig.“
Verð að komast yfir reiðina
Skiptar skoðanir eru á því hvort
einstaklingar eigi að fá að vita ef
þeir eru arfberar stökkbreytta gens-
ins en sjálf segist Magnea hafa vilj-
að vita það. „Ef ég hefði vitað að
amma og pabbi væru „brakkar“
hefði ég örugglega ýtt fastar á að
þetta yrði skoðað. Ég á þrjár dæt-
ur og það eru 50 prósent líkur á að
þær erfi þetta. Þótt þær eigi eftir að
stjórna því sjálfar hvort þær fái að
vita þetta þá vona ég að þær velji
það þegar þær hafa aldur og þroska
til. Svo óska ég þess að tækninni
hafi fleygt það mikið fram að þegar
þær ná aldri verði hægt að leiðrétta
þetta gen. En það eru kannski bara
draumórar,“ segir hún og bætir við
að krabbameinið hafi haft mikil
áhrif á hennar líf.
„Sýn mín á lífið er gjörbreytt. Ég
er þakklátari fyrir allt sem ég hef og
fólkið í kringum mig. Ég er ótrúlega
þakklát fyrir að hafa eignast þessi
þrjú börn á fimm árum og þennan
stjúpson. Ég mun ekki geta eignast
fleiri börn þótt ég hefði alveg verið
til í nokkur í viðbót,“ segir hún og
bætir við að hún ætli sér að komast
yfir reiðina. „Ég verð að gera það
fyrir mig sjálfa. Það er engum hollt
að ganga um með innibyrgða reiði.
Héðan í frá mun ég treysta betur á
eigið innsæi. Næst verð ég frekari
og heimta skoðun.“ n
Fjölskyldan Sævar Örn
heldur á Karen Lind og
Magnea á Dagný Rós. Fyrir
framan þau stendur Aníta
Ósk. Mynd Auðunn níelsson
Söfnun fyrir
fjölskylduna
Fólkið í kringum Magneu og fjölskyldu
hefur komið af stað styrktarsöfnun
enda hafa veikindin sett stórt strik í fjár-
hag fjölskyldunnar. Þeir sem vilja styrkja
Magneu geta lagt pening inn á reikings-
númerið 0545-26-8155 kt. 0112815599.
Magnea vill skila þakklæti til þeirra
fjölmörgu sem stutt hafa fjölskylduna:
„Ég vil innilega þakka þeim sem hafa
stutt mig og styrkt í þessum veikindum.
Hlýjar kveðjur til ykkar allra.“
Alhliða veisluþjónusta
Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is
Gerðu daginn eftirminnilegan
Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð
Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir
Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni
Skírn · Ferming · Útskrift · Brúðkaup