Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Síða 39
Neytendur 39Helgarblað 20.–23. mars 2015 „Er þEtta Ekki frá Jóa SíríuS?“ D ómnefnd fullorðinna var vel skip- uð fagmönnum og leikmönnum. Flest voru þau þó sammála um það að vera miklir áhugamenn um gott súkkulaði og starfið var tekið alvar- lega. Einbeiting skein úr augum þátttakenda og stundum heyrðist ekkert nema ljúfir smell- irnir þegar súkkulaðiflísarnar voru brotnar af eggjunum. Á svipbrigðum einum mátti stund- um greina fullkominn unað. Rökræðurnar um gæði mismunandi tegunda voru oft fjörlegar. Sigurvegarinn var óumdeildur en að öðru leyti voru niðurstöðurnar fjölbreyttar. Eva Mar- ía Hallgrímsdóttir, sem á og rekur kökugall- eríið Sætar syndir, gaf tveimur eggjum 9 í einkunn. Það var annars vegar Konfekteggið en einnig hreina Freyjueggið, sem einhverra hluta vegna fæst aðeins í stærð 2. Um Freyju- eggið segir hún: „Mjög gott súkkulaði. Besta eggið að mínu mati.“ Aðrir í nefndinni voru ekki alveg sammála. Davíð Kjartansson, hótel- stjóri ION-hótelsins, gaf aðeins Konfektegginu einkunnina 9 en var einnig nokkuð sáttur við Hrauneggið frá Góu, Ríseggið frá Freyju, Nóa Kropp eggið og hreina eggið frá Freyju. Þessi egg fengu 8 í einkunn hjá hótelstjóranum. Páskaungi úr blöðru landaði sæti í nefndinni eftirsóttu „Ég get búið til páskaunga úr blöðru,“ sagði Daníel Hauksson og tryggði sér þar með sæti í dómnefndinni. Daníel er meðlimur í Sirkus Íslands og er ýmislegt til lista lagt auk þess sem hann hefur dálæti á súkkulaði. Dan- íel var hrifnastur af Nóa Kropp páskaegginu en því eggi gaf hann einkunnina 9. Skammt undan voru Konfekteggið, Hrauneggið frá Góu, Nizza Lakkríseggið og Fjöreggið sykur- lausa frá Freyju. Þessi egg fengu einkunnina 8 frá Daníel. Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari, var hrifnastur af Konfektegginu sem fékk 9 í einkunn frá fag- manninum. Næst á eftir komu Nóa Páska- eggið, Nizza Karamellu Páskaeggið, Ævin- týraeggið frá Freyju og Nizza Lakkríseggið sem fengu 8 í einkunn. Nóa konfekteggið skarar fram úr 5 Nizza karamellu Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðal- einkunn: 9,2 Tekla Rögn: „Bragðaðist eins og Daim-kara- mella.“ Embla Þöll: „Rosagott!“ Ragnar Valur: „Gott!“ Stefán Þór: „Gott!“ Grétar Myrkvi: „Þetta er Daim.“ Dómnefndin var nokkuð sammála hvað varðar besta páskaeggið í ár Athyglisverðasti munurinn á krakka- og fullorðinsdómnefndinni sást kannski best á ljósa Lindor-egginu frá Lindu/Góu. Krökk- unum fannst það alveg frábært á meðan hinir fullorðnu voru alls ekki hrifnir. Einnig voru krakkarnir afar hrifnir af sykurlausa Fjöregginu frá Freyju. n Næst inn á lista: n Fjöregg án sykurs páskaegg - meðaleinkunn: 9,0 n Nóa Páskaegg (hreint) - meðaleinkunn 9,0 n Nóa Kropp Páskaegg - meðaleinkunn 9,0 n Freyja hreint (aðeins til nr. 2) - meðaleinkunn 8,6 n Freyja Draumaegg - meðaleinkunn 8,2 2 Nóa kropp Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 8,0 Eva María: „Mjög gott súkkulaði og hrikalega gott að fá kroppið með!“ Davíð: „Rísegg með x- factor. Flott áferð. Hittir beint í mark.“ Daníel: „Ef þú fílar Nóa Kropp þá fílarðu þetta.“ Sigurður Már: „Nóa Kropp! Fínt egg.“ 1 Nóa konfekt egg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 8,8 Eva María: „Mjög mjúkt og gott, ekki of sætt og ekki of þungt.“ Davíð: „Það þarf ekki annað en að setja flís af þessu eggi á tungubroddinn til þess að átta sig á hvað er að frétta. Klassískt bragð og áferð sem svíkur engan.“ Daníel: „Mjög konfektlegt!“ Sigurður Már: „Venjulegt.“ Svava: „Mjög gott súkkulaðibragð.“ 4 fjöregg án sykurs Framleiðandi: Freyja Meðaleinkunn: 7,1 Eva María: „Einfalt og gott egg.“ Davíð: „Frekar lágstemmt og með litlu bragði.“ Daníel: „Djúpt bragð.“ Sigurður Már: „Þurrt og sætt.“ Svava: „Þurrt eftirbragð.“ 3 Nizza kara- mellu Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 7,4 Eva María: „Góð tilbreyting að fá smá núggat með súkkulaðinu.“ Davíð: „Egg sem er erfitt viðureignar. Þú verður að elska núggat til að fíla þetta egg.“ Daníel: „Núggat/Karamella. Skemmtilegt.“ Sigurður Már: „Harðir núggatbit- ar, silkimjúkt súkkulaði.“ Svava: „Gott kröns, sætt.“ 5 Nizza Lakkrís Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus. Meðaleinkunn: 7,0 Eva María: „Mjúkt en kannski ekki mjög eftirtektarvert.“ Davíð: „Virkilega skemmtilegt bragð og áferð.“ Daníel: „Rjómakennt, góður lakkrís.“ Sigurður Már: „Lakkrísegg, fínt!“ Svava: „Mjúkt súkkulaðibragð, mjög gott.“ Heildarlisti Nói Síríus trónir á toppnum 1. Konfektegg (Nói Síríus) – 8,8 2. Nóa Kropp Páskaegg (Nói Síríus) – 8,0 3. Nizza Karmellu Páskaegg (Nói Síríus) – 7,4 4. Fjöregg án sykurs (Freyja) – 7,1 5. Nizza Lakkrís Páskaegg (Nói Síríus) – 7,0 6. Hraunegg (Góa/Linda) – 6,8 7. Nizza Bragðarefs Páskaegg (Nói Síríus) – 6,8 8. Páskaegg nr. 2 (Freyja) – 6,6 9. Ævintýraegg (Freyja) – 6,5 10. Rísegg (Freyja) – 6,0 11. Siríus Konsúm Páskaegg (Nói Síríus) – 5,8 12. Páskaegg, hreint (Nói Síríus) – 5,7 13. Draumaegg (Freyja) – 5,6 14. Lakkrísegg Apollo Fylltur (Góa/Linda) – 5,4 15. Páskaegg hreint (Góa/Linda) – 4,8 16. Lakkrísegg Apollo Lakkrís (Góa/Linda) – 4,4 17. Nizza Mjólkurlaust Páskaegg (Nói Síríus) – 4,0 18. Fjöregg án mjólkur (Freyja) – 3,2 19. Lindor hvítt egg (Góa/Linda) – 1,8 Líkt og fyrri ár var skipað í tvær dóm-nefndir, annars vegar krakkanefnd og hins vegar nefnd fullorðinna. Ákveðið var að fá fimm einstaklinga í hvora nefnd. Smökkuð voru egg frá Nóa Síríus, Góu/ Lindu og Freyju. Haft var samband við alla framleiðendur og tóku þeir erindinu afar vel og sendu prufur af öllum eggjunum sín- um. Báðar nefndirnar smökkuðu blindandi. Krakkanefndin fékk eina flís af hverju eggi í handahófskenndri röð en aðferðafræðin var öðruvísi hjá þeim fullorðnu. Eggin voru yfir- leitt brotin niður að mestu og sett á núm- eraða diska á borðið og dómarar skrifuðu umsagnir og gáfu einkunn. Dómnefndin bragðaði sum eggin oft og gerði afar faglegan samanburð á milli þeirra áður en einkunnir voru gefnar. Aðferðafræði Mismunandi prófanir - dómnefnd fullorðinna vildi geta smakkað aftur til að fá samanburð Svava Gunnarsdóttir, sem m.a. held- ur úti matarblogginu vinsæla Ljúfmeti og lekkerheit, er mikil áhugamanneskja um súkkulaði. Sérstaklega dökkar súkkulaði- rúsínur sem eiga að koma beint úr ísskápn- um. Eins og aðrir í nefndinni var hún hrifn- ust af Konfektegginu en næst á eftir komu Nizza Bragðarefs páskaeggið, Nizza Lakkrís Páskaeggið, Nizza Karamellu Páskaeggið og Nóa Kropp páskaeggið. Svava var greinilega ánægð með Nóa. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Dómnefndin að störfum Frá vinstri: Eva María Hallgrímsdóttir, Davíð Kjartansson, Daníel Hauksson, Sigurður Már Guðjónsson og Svava Gunnarsdóttir. MynD SiGTRyGGuR ARi Páskaungi Blöðru- listamaðurinn Daníel Hauksson hjá Sirkus Íslands landaði sæti í nefndinni með óvenjuleg- um hæfileika!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.