Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 39
Neytendur 39Helgarblað 20.–23. mars 2015 „Er þEtta Ekki frá Jóa SíríuS?“ D ómnefnd fullorðinna var vel skip- uð fagmönnum og leikmönnum. Flest voru þau þó sammála um það að vera miklir áhugamenn um gott súkkulaði og starfið var tekið alvar- lega. Einbeiting skein úr augum þátttakenda og stundum heyrðist ekkert nema ljúfir smell- irnir þegar súkkulaðiflísarnar voru brotnar af eggjunum. Á svipbrigðum einum mátti stund- um greina fullkominn unað. Rökræðurnar um gæði mismunandi tegunda voru oft fjörlegar. Sigurvegarinn var óumdeildur en að öðru leyti voru niðurstöðurnar fjölbreyttar. Eva Mar- ía Hallgrímsdóttir, sem á og rekur kökugall- eríið Sætar syndir, gaf tveimur eggjum 9 í einkunn. Það var annars vegar Konfekteggið en einnig hreina Freyjueggið, sem einhverra hluta vegna fæst aðeins í stærð 2. Um Freyju- eggið segir hún: „Mjög gott súkkulaði. Besta eggið að mínu mati.“ Aðrir í nefndinni voru ekki alveg sammála. Davíð Kjartansson, hótel- stjóri ION-hótelsins, gaf aðeins Konfektegginu einkunnina 9 en var einnig nokkuð sáttur við Hrauneggið frá Góu, Ríseggið frá Freyju, Nóa Kropp eggið og hreina eggið frá Freyju. Þessi egg fengu 8 í einkunn hjá hótelstjóranum. Páskaungi úr blöðru landaði sæti í nefndinni eftirsóttu „Ég get búið til páskaunga úr blöðru,“ sagði Daníel Hauksson og tryggði sér þar með sæti í dómnefndinni. Daníel er meðlimur í Sirkus Íslands og er ýmislegt til lista lagt auk þess sem hann hefur dálæti á súkkulaði. Dan- íel var hrifnastur af Nóa Kropp páskaegginu en því eggi gaf hann einkunnina 9. Skammt undan voru Konfekteggið, Hrauneggið frá Góu, Nizza Lakkríseggið og Fjöreggið sykur- lausa frá Freyju. Þessi egg fengu einkunnina 8 frá Daníel. Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og konditormeistari, var hrifnastur af Konfektegginu sem fékk 9 í einkunn frá fag- manninum. Næst á eftir komu Nóa Páska- eggið, Nizza Karamellu Páskaeggið, Ævin- týraeggið frá Freyju og Nizza Lakkríseggið sem fengu 8 í einkunn. Nóa konfekteggið skarar fram úr 5 Nizza karamellu Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðal- einkunn: 9,2 Tekla Rögn: „Bragðaðist eins og Daim-kara- mella.“ Embla Þöll: „Rosagott!“ Ragnar Valur: „Gott!“ Stefán Þór: „Gott!“ Grétar Myrkvi: „Þetta er Daim.“ Dómnefndin var nokkuð sammála hvað varðar besta páskaeggið í ár Athyglisverðasti munurinn á krakka- og fullorðinsdómnefndinni sást kannski best á ljósa Lindor-egginu frá Lindu/Góu. Krökk- unum fannst það alveg frábært á meðan hinir fullorðnu voru alls ekki hrifnir. Einnig voru krakkarnir afar hrifnir af sykurlausa Fjöregginu frá Freyju. n Næst inn á lista: n Fjöregg án sykurs páskaegg - meðaleinkunn: 9,0 n Nóa Páskaegg (hreint) - meðaleinkunn 9,0 n Nóa Kropp Páskaegg - meðaleinkunn 9,0 n Freyja hreint (aðeins til nr. 2) - meðaleinkunn 8,6 n Freyja Draumaegg - meðaleinkunn 8,2 2 Nóa kropp Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 8,0 Eva María: „Mjög gott súkkulaði og hrikalega gott að fá kroppið með!“ Davíð: „Rísegg með x- factor. Flott áferð. Hittir beint í mark.“ Daníel: „Ef þú fílar Nóa Kropp þá fílarðu þetta.“ Sigurður Már: „Nóa Kropp! Fínt egg.“ 1 Nóa konfekt egg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 8,8 Eva María: „Mjög mjúkt og gott, ekki of sætt og ekki of þungt.“ Davíð: „Það þarf ekki annað en að setja flís af þessu eggi á tungubroddinn til þess að átta sig á hvað er að frétta. Klassískt bragð og áferð sem svíkur engan.“ Daníel: „Mjög konfektlegt!“ Sigurður Már: „Venjulegt.“ Svava: „Mjög gott súkkulaðibragð.“ 4 fjöregg án sykurs Framleiðandi: Freyja Meðaleinkunn: 7,1 Eva María: „Einfalt og gott egg.“ Davíð: „Frekar lágstemmt og með litlu bragði.“ Daníel: „Djúpt bragð.“ Sigurður Már: „Þurrt og sætt.“ Svava: „Þurrt eftirbragð.“ 3 Nizza kara- mellu Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus Meðaleinkunn: 7,4 Eva María: „Góð tilbreyting að fá smá núggat með súkkulaðinu.“ Davíð: „Egg sem er erfitt viðureignar. Þú verður að elska núggat til að fíla þetta egg.“ Daníel: „Núggat/Karamella. Skemmtilegt.“ Sigurður Már: „Harðir núggatbit- ar, silkimjúkt súkkulaði.“ Svava: „Gott kröns, sætt.“ 5 Nizza Lakkrís Páskaegg Framleiðandi: Nói Síríus. Meðaleinkunn: 7,0 Eva María: „Mjúkt en kannski ekki mjög eftirtektarvert.“ Davíð: „Virkilega skemmtilegt bragð og áferð.“ Daníel: „Rjómakennt, góður lakkrís.“ Sigurður Már: „Lakkrísegg, fínt!“ Svava: „Mjúkt súkkulaðibragð, mjög gott.“ Heildarlisti Nói Síríus trónir á toppnum 1. Konfektegg (Nói Síríus) – 8,8 2. Nóa Kropp Páskaegg (Nói Síríus) – 8,0 3. Nizza Karmellu Páskaegg (Nói Síríus) – 7,4 4. Fjöregg án sykurs (Freyja) – 7,1 5. Nizza Lakkrís Páskaegg (Nói Síríus) – 7,0 6. Hraunegg (Góa/Linda) – 6,8 7. Nizza Bragðarefs Páskaegg (Nói Síríus) – 6,8 8. Páskaegg nr. 2 (Freyja) – 6,6 9. Ævintýraegg (Freyja) – 6,5 10. Rísegg (Freyja) – 6,0 11. Siríus Konsúm Páskaegg (Nói Síríus) – 5,8 12. Páskaegg, hreint (Nói Síríus) – 5,7 13. Draumaegg (Freyja) – 5,6 14. Lakkrísegg Apollo Fylltur (Góa/Linda) – 5,4 15. Páskaegg hreint (Góa/Linda) – 4,8 16. Lakkrísegg Apollo Lakkrís (Góa/Linda) – 4,4 17. Nizza Mjólkurlaust Páskaegg (Nói Síríus) – 4,0 18. Fjöregg án mjólkur (Freyja) – 3,2 19. Lindor hvítt egg (Góa/Linda) – 1,8 Líkt og fyrri ár var skipað í tvær dóm-nefndir, annars vegar krakkanefnd og hins vegar nefnd fullorðinna. Ákveðið var að fá fimm einstaklinga í hvora nefnd. Smökkuð voru egg frá Nóa Síríus, Góu/ Lindu og Freyju. Haft var samband við alla framleiðendur og tóku þeir erindinu afar vel og sendu prufur af öllum eggjunum sín- um. Báðar nefndirnar smökkuðu blindandi. Krakkanefndin fékk eina flís af hverju eggi í handahófskenndri röð en aðferðafræðin var öðruvísi hjá þeim fullorðnu. Eggin voru yfir- leitt brotin niður að mestu og sett á núm- eraða diska á borðið og dómarar skrifuðu umsagnir og gáfu einkunn. Dómnefndin bragðaði sum eggin oft og gerði afar faglegan samanburð á milli þeirra áður en einkunnir voru gefnar. Aðferðafræði Mismunandi prófanir - dómnefnd fullorðinna vildi geta smakkað aftur til að fá samanburð Svava Gunnarsdóttir, sem m.a. held- ur úti matarblogginu vinsæla Ljúfmeti og lekkerheit, er mikil áhugamanneskja um súkkulaði. Sérstaklega dökkar súkkulaði- rúsínur sem eiga að koma beint úr ísskápn- um. Eins og aðrir í nefndinni var hún hrifn- ust af Konfektegginu en næst á eftir komu Nizza Bragðarefs páskaeggið, Nizza Lakkrís Páskaeggið, Nizza Karamellu Páskaeggið og Nóa Kropp páskaeggið. Svava var greinilega ánægð með Nóa. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Dómnefndin að störfum Frá vinstri: Eva María Hallgrímsdóttir, Davíð Kjartansson, Daníel Hauksson, Sigurður Már Guðjónsson og Svava Gunnarsdóttir. MynD SiGTRyGGuR ARi Páskaungi Blöðru- listamaðurinn Daníel Hauksson hjá Sirkus Íslands landaði sæti í nefndinni með óvenjuleg- um hæfileika!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.