Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 48
Helgarblað 20.–23. mars 201548 Sport Blaðamaður: „Hvort liðið fer á HM? Zlatan: „Það má Guð vita. Blaðamaður: „Er ekki erfitt að spyrja hann? Zlatan: „Af hverju? Þú ert að horfa á hann. Zlatan virðist hafa vitað að Svíar myndu tapa fyrir Portú- gal í umspili fyrir HM í Brasilíu. „Þegar þú kaupir mig ertu að kaupa Ferrari“ Z latan Ibrahimovic, leik- maður Paris St. Germain, er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nef- ið. Hann vakti athygli á dögunum þegar hann lét þau orð falla að Frakkland væri „skíta- land“ sem ætti PSG ekki skilið. Kveikjan að þessum ummælum var vafasöm dómgæsla í 3–2 tapi Par- ísarliðsins gegn Bordeaux í frönsku 1. deildinni. DV hefur hér tekið saman mörg af eftirminnilegustu ummælum þessa stórkostlega leik- manns. n„Zlatan fer ekki í hæfnispróf. Svíinn var nálægt því að ganga í raðir Arsenal frá sænska félaginu Malmö á sínum tíma. Enska félagið bauð honum að koma til reynslu en Zlatan hafnaði því. „Ég get ekki annað en hlegið að því hversu fullkominn ég er. Zlatan er þekktur fyrir að sjá spaugi- legu hliðarnar á lífinu. „Það sem Carew getur gert með fótbolta get ég gert með appelsínu. Zlatan skaut föstum skotum að norska knattspyrnumanninum John Carew.„Mér er skítsama hver vinnur. Ég er á leið í sumarfrí. Zlatan var hreinskilinn eftir að Svíar féllu úr keppni á EM 2012.„Meiddur Zlatan er býsna alvarlegt mál fyrir hvaða lið sem er. Þar hitti Svíinn líklega naglann á höfuðið. „Ég hef líka gaman af flugeld- um, en kveiki aldrei í þeim annars staðar en í garðinum. Ég kveiki aldrei í eigin húsi. Zlatan kann að leika sér með flugelda, ólíkt kollega sínum Mario Balotelli. „Ég get spilað í öll- um ellefu stöðum á vellinum, því góður leikmaður getur spilað hvar sem er. Zlatan er góður jafnt í vörn sem sókn. Og hann getur líka verið í marki – að eigin sögn. „Onyewy var eins og þunga- vigtarboxari. Nærri tveir metrar og 115 kíló. Samt réð hann ekki við mig. Zlatan um fyrrverandi liðsfélaga sinn hjá AC Milan, Bandaríkjamanninn Oguchi Onyewu. „Það er ekki þess virði að horfa á heimsmeistara- keppni án mín, það er á hreinu. Portúgal sigraði Svíþjóð í einvígi liðanna um að komast á HM í Brasilíu. „Ekkert. Hún á þegar Zlatan. Leikmaðurinn var spurð- ur að því hvað maður eins og hann gæfi kærustu sem ætti allt. „Fyrst tók ég gabbhreyf- ingu til vinstri – og hann elti. Svo tók ég gabbhreyf- ingu til hægri – og hann elti. Þá fór ég til vinstri aftur – og hann fór og fékk sér eina með öllu. Zlatan gerði stólpagrín að varnartilburðum Liverpool- mannsins fyrrverandi Stephane Henchoz. „Þegar þú kaupir mig ertu að kaupa Ferrari.“ Svíinn velur þann eina bíl sem hæfir þeim eiginleik- um sem hann býr yfir sem knattspyrnumaður. „Komdu í heim- sókn, elskan, og taktu systur þína með. Ég skal sýna þér hvort okkar er samkyn- hneigt. Zlatan lét þessu ósmekklegu ummæli falla í viðtali þar sem hann var spurður um meinta samkynhneigð. „Einu sinni klæddi ég mig í svart frá toppi til táar, eins og Rambó, sótti risastórar vír- klippur og rændi mótorhjóli. Zlatan ólst upp í Júgóslavíu og átti þar erfiða æsku.„Ég meiddi þig ekki viljandi og þú veist það. Ef þú vænir mig um svona lagað aftur þá fótbrýt ég þig á báðum. Í það skiptið verður það viljandi. Fátt fer meira í taugarnar á framherjan- um en falskar ásakanir. Í umrætt skipti hafði Rafael van der Vaart vænt Zlat- an um að hafa reynt að meiða sig í viðureign Svíþjóðar og Hollands. „Ef Rooney vill enn fara frá United næsta sumar, þá mun ég fá hann til að koma og spila með mér í París. Hann verður hins vegar að venjast því að Zlatan skorar fallegri mörk en hann. Zlatan hræðist ekkert. Baldur Guðmundsson Einar Þór Sigurðsson baldur@dv.is / einar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.