Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Side 49
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Sport 49 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Fornir fjendur mætast í Liverpool Liverpool getur komist í 4. sætið með sigri á Manchester United L iverpool og Manchester United mætast í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Óhætt er að segja að mikið sé undir enda eru bæði lið í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Sex lið berjast um þrjú laus sæti; Manchester City, Arsenal, Manchester United, Liver­ pool, Southampton og Tottenham. Manchester United er í 4. sæti deildarinnar með 56 stig en Liverpool er í 5. sæti með 54 stig. Fari Liverpool með sigur af hólmi munu United og Liverpool hafa sætaskipti í deildinni. Í undanförnum innbyrðis viður­ eignum sínum hafa liðin yfir­ leitt unnið leikina á heima­ velli. Í síðustu sex leikjum liðanna í deildinni á An­ field hefur Liverpool unnið fjóra leiki, United einn og einn hefur end­ að með jafntefli. Að sama skapi hefur United unnið fimm af síðustu sex leikjum lið­ anna á Old Trafford. Bæði lið ættu að geta stillt upp sínum sterkustu liðum. Robin van Persie er þó á meiðsla­ listanum hjá United og óvíst hvort Marcos Rojo verði klár í slaginn. Leik­ ur Liverpool og United hefst klukkan 13.30 á sunnudag. Manchester City, sem hefur átt í talsverðu ba­ sli að undanförnu, fær kærkomið tækifæri til að koma sér á beinu braut­ ina þegar liðið tekur á móti WBA í hádeginu á laugar­ dag. Arsenal heimsækir Newcastle einnig á laugardag, Southampton tekur á móti Burnley og Tottenham fær Leicester í heimsókn. Á sunnu­ dag tekur fallbaráttulið Hull á móti toppliði Chelsea. n einar@dv.is A ndreas Pereira er ungur leik­ maður Manchester United sem spilaði sinn fyrsta Úr­ valsdeildarleik gegn Totten­ ham um liðna helgi. Breskir fjölmiðl­ ar hafa greint frá ásökunum þess efnis að hann hafi boðið ungri stúlku tvær milljónir króna fyrir að fara í þríkant með honum og öðrum ung­ um leikmanni United, Paddy Mc­ Nair. Fram kemur að McNair var ekki með í ráðum. Pereira er Brasilíumaður sem er fæddur í Belgíu. Hann er 19 ára gam­ all og hefur fengið nasaþefinn af Úrvalsdeildinni. Stúlkuna sem um ræðir, Kelly McKinney, hitti Pereira í jólaboði sem leikmenn Manchester United sóttu. Eftir boðið fengu vald­ ir gestir aðgang. Þeirra á meðal var stúlkan. The Sun hefur eftir stúlkunni að henni hafi brugðið verulega við boð­ ið. Hún sé ekki sú manngerð sem fáist keypt fyrir peninga. „Hann er greinilega örvæntingarfullur og á í erfiðleikum með að finna sér hjá­ svæfu sem hann þarf ekki að borga fyrir,“ er haft eftir stúlkunni. Fram kemur í umfjölluninni að fyrir nokkrum dögum hafi leikmaðurinn aftur haft samband við stúlkuna til að falast eftir kynlífi. Haft er eftir umboðsmanni leik­ mannsins að hann sé ungur og megi stunda kynlíf með þeim sem hann vill. „Á hverju þarf hann að biðjast afsökunar?“ n Frumraun Pereira kom við sögu í leik United og Spurs um liðna helgi. Mynd ReuteRs Segja leikmann United hafa boðið stúlku í þríkant Spilaði gegn Tottenham um síðustu helgi S vo gæti farið að slakur ár­ angur enskra liða í Evrópu­ keppnum í vetur geri það að verkum að aðeins þrjú lið frá Englandi fái þátttökurétt í Meistara­ deild Evrópu á næstu árum. Kerfið sem Knattspyrnusam­ band Evrópu, UEFA, notast við til að ákvarða hversu mörg lið frá hverju landi fá þátttökurétt er nokkuð margslungið. Þrjú lönd fá að senda fjögur lið til keppni í Meistara deildinni. Þetta eru Spánn, England og Þýskaland. Tekið er tillit til árangurs liða í keppninni fimm ár aftur í tímann og stendur Spánn langbest að vígi sé litið til þess tímabils. Þar á eftir koma England, Þýskaland og loks Ítalía sem er í 4. sæti. Engar líkur eru á að Ítalir verði með fleiri stig en Englendingar að loknu þessu tímabili en það gæti gerst á því þar næsta ef ensk lið hysja ekki upp um sig buxurnar. Manchester United lék til úrslita í Meistaradeildinni árið 2011 en á næsta tímabili mun sá árangur ekki telja vegna fyrrgreindrar fimm ára reglu. Þegar þetta er skrifað er aðeins eitt enskt lið eftir í Evrópukeppnum þetta tímabilið, Everton, á meðan sex ítölsk lið eru enn í baráttunni. Það er því ljóst að bilið milli Ítalíu og Englands mun minnka tals­ vert áður en næsta tímabil geng­ ur í garð. Sky Sports greinir frá því að litlar líkur séu á að Ítalía nái að komast upp fyrir England fyrir tímabilið 2016/17 en gæti gert það fyrir tímabilið 2017/18. n England gæti misst sæti í Meistaradeildinni Svona gæti Ítalía skotist upp fyrir England Úr leik Ensku liðin féllu snemma úr leik í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Liverpool komst ekki upp úr sínum riðli á meðan Chelsea, Man chester City og Arsenal féllu öll úr keppni í 16-liða úrslitum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.