Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Qupperneq 50
Helgarblað 20.–23. mars 201550 Menning Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is PÁSKALEIKUR Deila, líka og kvitta á facebook Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is Ekki bara stóll Listakonan Ólöf Björg Björns- dóttir sýndi glæsilegan stól á Hönnunarmars í samvinnu við Sýrusson. Stóllinn er í grunninn hvítur hægindastóll sem lista- konan hefur gert að sínum og fengið nafnið Fannar Delux Art. Hönnunarhornið heyrði í Ólöfu til að fá að vita meira um þennan fallega og einstaka stól sem sam- stundis grípur augað. Ólöf sagði okkur að stóllinn hafi verið hugs- aður út frá verki sem hún hefði áður unnið og heitir Moment of Healing. Litirnir sem stóllinn skartar eru vandlega hugsaðir út frá heiti fyrrnefnds verks. Ríkj- andi fjólublár er notaður vegna þess að í hinum ýmsu trúar- brögðum tengir liturinn fólk inn í andlegan heim. Guli liturinn er litur sólarinnar og ímyndað and- lit móður jarðar, viskan hennar og náttúruöflin. Það má því í raun segja að Ólöf hafi bætt við sögu í stólinn eða eins og hún sjálf kýs að kalla það, sjónrænan reynslu- heim. Þessi stóll er ekki bara flott hönnun, heldur líka einstaklega flott listaverk. Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Matarhönnuður: Hvað er það? H önnunarhorn- ið ræddi á dögunum við Martí Guixé sem talinn er vera frumkvöðull mat- arhönnunar. Hann hélt skemmtilegan fyrir- lestur á DesignTalks en hann hefur komið víða við á ferli sínum. Með- al annars hefur hann hannað fyrir vörumerk- in Camper og Alessi. Hann kynnti fyrir okkur hvað felst í mat- arhönnun, sem snýst um að þróa mat með því að endurhugsa hann sem hlut. Það er öðru- vísi nálgun að mat en sú sem til dæmis mat- reiðslumennirnir nota. Kokkar hugsa vana- lega gerð matarins út frá innihaldi og samsetn- ingu bragða. Allt krufið til mergjar Martí segir að í matar- hönnun verði að hugsa eins og hönnuður og skoða hvernig matar- ins er neytt; við hvaða aðstæður á að borða hann, hvert næringargildi hans á að vera og svo framvegis. Allt krufið til mergjar, brotið í smæstu smáatriði og unnið út frá því. Þannig er hægt að finna lausnir sem hæfa hverju tilefni; í standandi veislum þarf að vera auðveldara að neyta fæðunnar en ella, svo dæmi sé tekið. Á heitum sólardegi passar sumt betur en annað og þannig má áfram telja. Og alltaf er hugsunin sú að koma með eitthvað nýtt; finna nýja nálgun svo nýstárleg hönnun fái notið sín innan um galdra matar- gerðarlistarinnar. n Martí Guixé er frumkvöðull í matarhönnun Frumkvöðull Martí er talinn vera frumkvöðull matarhönnunar. Stökkt pasta Techno tapas sem Martí hannaði með að hugsa út fyrir kassann. Neðsti partur spaghettísins er soðið en endarnir stökkir. Þá er hægt að halda í endana og dýfa pasta í sósur. Hvert er innihaldið? Kökusneiðar í mismunandi lit sýna innihaldshlutföll. Epli á stilkum Forskorið epli sem gefur neytanda tök á að sjá að hver biti sem hann tekur er frá sama ávexti. Handfrjáls sleikjó Einföld og skemmtileg hönnun. Leikur og leikgleði DesignTalks, fyrirlestrardag- ur HönnunarMars, markaði upphaf hátíðarinnar. Þetta árið var þema fyrirlestrardagsins Leikur. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta kom fram og sýndi fram á mikil- vægi leiks í hönnun og nýsköp- un. Hönnuðurnir, sem eru allir hver úr sinni áttinni inn- an hönnunargeirans, sýndu áhorfendum hvernig leikur og leikgleði er samofin upp- götvunum og þar af leiðandi sköpuninni. Fyrirlesarar voru Anthony Dunne, Walter Van Beirendonck, Jessica Walsh, Martí Guixé og Julian de Smedt. Helga Guðlaugsdóttir var kynnir og sýningarstjóri. Í hádegishléi var gestum boðið upp á mat um borð í Sæbjörgu, skipi Landsbjargar, sem lá við Austurhöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.