Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 20.–23. mars 2015 Menning 51 Notar skáldsögur til að kenna læknanemum Lækningar eru ekki bara vísindi heldur einnig list, segir Bryndís Benediktsdóttir, prófessor í læknisfræði V íða í fagurbókmenntum er að finna lifandi lýsingar á upplifun einstaklinga af veikindum og samskipt­ um læknis og sjúklings. Við reynum að setja okkur í spor fólks og ímynda okkur hvernig upplifun­ in sé,“ segir Bryndís Benediktsdóttir, læknir og prófessor við heilbrigðisvísinda­ svið Háskóla Íslands. Á Hugvísindaþingi í mars flutti hún erindi um það hvernig nota má bókmenntir við kennslu í læknisfræði. Ofurtrú á tækni- framfarir Bryndís notar skáld­ sögur, og önnur lista­ verk eru notuð við kennslu læknanema í samskiptafræðum við Háskóla Íslands. Hún segir samskipti lækn­ is við sjúkling vera mun mikilvægari hluta starfsins en margir geri sér grein fyrir. „Á seinni hluta síðustu aldar urðu miklar framfarir í lækna­ vísindum, ný tæki og ný lyf sem breyttu bæði greiningu og meðferð. Læknastéttin taldi að framtíð læknis­ fræðinnar fælist bara í raunvísindum – sem hún gerir auðvitað að stórum hluta – en eftir að leið á öldina fóru að heyrast efasemdaraddir um að samfara þessari ofurtrú á tækni­ framförum hefði mikilvægur hluti læknisfræðinnar, læknislistin, verið vanmetinn og vanræktur. Þetta er húmaníski hluti hennar sem fjall­ ar um tilveru manneskjunnar og samskipti læknis og sjúklings,“ segir Bryndís. Þrátt fyrir aukna tækni og ná­ kvæmari vísindi upplifði fólk heilsu sína ekki betri á seinni hluta aldar­ innar en áður. Þá fóru að koma fram kærur og kvartanir yfir samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. „Sjúklingar sögðu að læknarnir hlustuðu ekki á þá, útskýrðu ekki nógu vel fyrir þeim hvað væri í gangi, þannig að þeir vissu ekki í hverju aukaverkanirnar feldust og svo framvegis.“ Þekkja ekki veikindi af eigin raun Bryndís segir að kennslan í raun­ vís­ indum hafi verið mjög góð hér á landi en þessi hluti læknislistarinnar hafi ekki verið á kennslu­ skránni lengi framan af – nemarnir hafi að­ eins lært með því að fylgjast með kennur­ um og öðrum fyrir­ myndum á sjúkra­ húsinu. Í lok níunda áratugarins fór Há­ skóli Íslands, líkt og aðrir læknaskólar á Norðurlönd­ um, að gera þennan hluta námsins sýnilegri í kennsluskrám. Það var svo rétt eftir aldamót sem komið var á stórum námskeiðum á fyrstu árum í náminu, sem einbeittu sér einkum að húmaníska hluta starfsins. Það er hins vegar ekki auðvelt fyr­ ir hraust, ungt fólk að ímynda sé að­ stæður alvarlega veiks sjúklings sem stendur frammi fyrir lækninum. Læknanemarnir eru ungir og hafa sjaldnast upplifað alvarleg veikindi af eigin raun. „Þetta eru ungir krakkar, rúmlega tvítugir og flestir koma úr raunvísindageiranum. Þau eru hreystin uppmáluð, fæst hafa orðið alvarlega veik og mörg eiga korn­ unga foreldra sem eru líka hraustir. Þannig að þau þekkja það ekki af eig­ in reynslu að hafa verið veik eða tak­ ast á við veikindi,“ segir Bryndís. „Ég sé efasemdir skína úr andlit­ um þeirra þegar ég fer að halda því fram að öflugasta verkfærið sem við læknar höfum sé samtal læknis og sjúklings – bæði við greiningu og meðferð. En til að ná árangri í lækn­ isfræði verða læknislist og læknavís­ indi að fara saman.“ Þurfa að lifa sig inn í aðstæðurnar „Ég fór að reyna að setja upp að­ stæður svo að þau gætu lifað sig inn í það sem við erum að gera. Fyrst grípur maður í eigin sögur úr klíník­ inni en svo áttar maður sig á því að bestu sögurnar af samskiptum lækn­ is og sjúklings, af fólki sem veikist og þarf að leita sér hjálpar og slíkt, eru auðvitað í bókmenntunum.“ Undanfarin þrjú ár hefur Bryndís ásamt þeim Ásdísi Egilsdóttur, pró­ fessor í miðaldabókmenntum, og Dagnýju Kristjánsdóttur, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við íslensku og menningardeild Háskól­ ans, þróað samstarf um notkun bók­ mennta við kennslu læknanema. Þannig koma Ásdís, Dagný og doktorsnemar af hugvísindasviði að kennslunni í samskiptafræðum ásamt kennurum úr læknadeild. „Bókmenntafræðingurinn kemur í upphafi tímans og segir frá ritverk­ inu, svo skiptum við okkur í hópa og tökum ákveðin efni fyrir og not­ um kaflann sem grundvöll fyrir um­ ræðu. Við skoðum til dæmis samtal og spyrjum: er þetta læknismiðað eða sjúklingsmiðað? Er læknirinn bara að reyna að finna sjúkdómsgreiningu og lækna sjúklinginn eða er hann að athuga hvernig sjúklingnum líður og nálgast það á þann hátt. Gætum við gert þetta eitthvað öðruvísi?“ Jójó og Mánasteinn Bryndís segir að textarnir sem þau noti séu margir og fjölbreyttir. „Við höfum mikið notað Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur. Það er mjög margt í þeirri bók sem gott er að nota sem umræðugrundvöll, bæði upplifun, samskipti og viðbrögð sjúklinga og lækna. Þegar við rædd­ um sterkar tilfinningar – sorg, leiða og reiði sem kviknar oft þegar maður er veikur – notuðum við Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þar eru góðar lýsingar á sorgarviðbrögðum. Í Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnars­ son og í Morkinskinnu má skoða al­ geng viðbrögð við sterkum tilfinn­ ingum. Mánasteinn eftir Sjón var skyldulesning í ár og kom höfundur í kennslustund og ræddi við nem­ endur ásamt því að Dagný dró upp lýsandi mynd af spænsku veikinni og áhrifum hennar á samfélagið með tilvitnun í nú tímann,“ segir Bryndís. Hún segir viðbrögðin hjá nem­ endunum almennt vera góð, fyrst hafi þó einhverjir kvartað yfir auknu lesefni – þeir hafi ekki séð tilganginn í að lesa skáldsögur þegar heilu stafl­ arnir af háfræðilegum doðröntum biðu á skrifborðinu. Margir hafi svo endað á því að klára heilu bækurnar eftir að hafa lesið kaflana. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Listin að lækna Bryndís Benediktsdóttir notar bókmenntir til að hjálpa læknanemum að setja sig í spor sjúklinga. Mynd SiGtryGGur Ari JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem erMúsíktilraunir á næsta leiti 39 hljómsveitir leika í Hörpu 22. til 28. mars S unnudaginn 22. mars hefjast Músíktilraunir 2015. 39 hljóm­ sveitir og listamenn taka þátt í fjórum undankvöldum sem fara fram 22. til 25. mars klukkan 19.30 í Norðurljósasal Hörpu. Á hverju undankvöldi velja áheyrendur eina hljómsveit áfram í úrslit og dómnefnd einnig eina hljómsveit. Úrslitakvöldið fer fram 28. mars, en þar er það ein­ göngu dómnefnd sem velur vinnings­ hafa. Salur og áheyrendur kjósa hins vegar um Hljómsveit fólksins. Músíktilraunir hafa verið haldnar árlega frá árinu 1982 og er einn helsti vettvangur fyrir unga tónlistarmenn til að koma list sinni á framfæri. Á undanförnum árum hafa hljómsveit­ ir á borð við Of Monsters and Men, Agent Fresco, Samaris, Mammút og Vio hafið feril sinn í tilraununum. Hægt er að hlusta á demó­upp­ tökur allra hljómsveitanna á vefsíðu keppninnar Musiktilraunir.is. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.