Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2015, Blaðsíða 48
Páskablað 31. mars–7. apríl 201536 Fólk Viðtal Við prentum skýrslur - allt árið • Kjölheftun • Kjöllímdar • Rafræn vefútgáfa • Allar stærðir • Allt að 124 síður • Þykkari kápa • 80 -130 gr. innsíður Umslag annast prentanir ársskýrslna á gæðapappír og sér um allan frágang í framhaldinu. Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur og heldur kostnaði niðri og skiptir þá engu hvort óskað sé eftir einu eintaki af ársskýrslu eða 100. Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir hvern fjórðung eða hálfsárslega, eða annars konar prentefni sem fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa til hluthafa og/eða viðskiptavina. Fáðu tilboð í síma: 533 5252 eða umslag@umslag.is Við bjóðum hraða og góða þjónustu! Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is hún sig frá amstri hversdagsins. „Mér finnst mjög gaman að nostra í eldhúsinu og það eru innilegustu frístundir mínar. Svo ég hef að- eins verið að mála. Ég málaði mjög mikið hérna á árum áður – þar til söngurinn tók yfir. En það voru ekki aðstæður heima hjá okkur svo ég gæti tekið til við penslana.“ Diddú dó þó ekki ráðalaus og sneið sér stakk eftir vexti. „Á þessum tíma teiknaði ég rosalega fínlegar myndir með örmjóum penna. Það var bæði mikil natni og nýtni í þessu hjá mér. En maðurinn minn gaf mér trönur í jólagjöf og þær standa alltaf uppi og bíða eftir því að eitthvað komi á þær. Ég á liti og ramma. Ég á allt til, þarf bara að koma mér af stað,“ segir Diddú, en hún tók sig reyndar til fyrir nokkrum árum og málaði nokkrar myndir sem hún seldi. Þannig að trönurnar hafa eitt- hvað verið notaðar. „Þegar ég stend fyrir framan trönurnar byrja ég öll að ólga að innan og svo kemur bara eitthvað. Það er rosalega gaman.“ Diddú lýs- ir ólgunni innra með sér með mikl- um tilþrifum og hristir sig til og frá til að gefa blaðamanni skýrari mynd af því hvernig myndlistargyðjan tek- ur völdin í líkama hennar áður en pensillinn snertir strigann. „Þetta get ég gert, en ég get ekki samið lög. Ég hef aldrei samið lög, en ég hef samið einhverjar raddir. Ég get heldur ekki samið texta. Ég hef sos- um aldrei lagt mig sérstaklega fram við að reyna það. Væri mér það eðlislægt þá held ég að það kæmi.“ Túlkar með opnu hjarta Þótt lagasmíð og bundið mál liggi ekki fyrir Diddú þá finnst henni mjög gaman að skrifa texta í óbundnu máli og það kann hún nokkuð vel. Hún hefur til dæmis skrifað ræður, en lætur öðrum eftir textagerð. „Ég er hljóðfæri, fyrst og fremst. Ég hef alltaf litið á mig sem part af heild. Þegar ég syng tónlist eftir mik- ilsvirta höfunda þá reyni ég alltaf að túlka með opnu hjarta. Sumt verður maður reyndar að syngja í ákveðn- um stíl, en ég reyni alltaf að gera það á minn persónulega máta. Ætli það sé ekki það sem fólki líkar við mig. Mér fannst alltaf gott þegar ég byrjaði að syngja klassíska tónlist að hafa þennan bakgrunn úr dægur- tónlistinni. Mér fannst ég frjálsari, en sumum fannst ég fara of langt út fyrir rammann. Ég syng alltaf beint frá hjartanu.“ Farið að síga á seinni hlutann Það leggst vel í Diddú að verða sextug og hún er alveg laus við aldurskomplexa. Það er reyndar ekki að sjá á henni að hún sé að detta á sjötugsaldur, stórglæsileg konan. Gæti alveg verið tíu árum yngri, bæði í fasi og framkomu. „Mér finnst lífið alltaf batna með hverju árinu. Ég er stolt af hverri hrukku og bannaði meira að segja allt „photoshop“ á auglýsingum fyrir tónleikana. En það fer nú sosum að síga á seinni hlutann og ég ætla að njóta þess að vera ekki alltaf syngj- andi. En ég ákveð sjálf hvenær það verður,“ segir Diddú sem er strax farin að hugsa hvernig lífið verður þegar hún er hætt. „Það verður ör- ugglega góð tilfinning að vakna og þurfa ekki að hugsa hvort röddin sé í lagi. Hvort hjóðfærið sé ekki í lagi. Það verður án efa mikill léttir.“ Hjónin dreymir um að leggjast í ferðalög og skoða heiminn og hún gerir ráð fyrir að þau láti það rætast með einhverjum hætti. Þótt hún yfir- gefi söngvöllinn, þá sér hún fyrir sér að halda áfram kennslu og miðla af reynslunni, og það kemur væntan- lega til með að hefta þau hjónin eitt- hvað í ferðalögum. „Við finnum ein- hvern milliveg til að verða frjáls en samt miðla reynslunni áfram. Mér finnst það vera skylda mín. Ég er svo þakklát fyrir öll tækifærin sem ég hef fengið sem söngkona. Þessi ótrúlegu ævintýri,“ segir hún dreymin. Fær styrk að ofan Aðspurð hvort það sé eitthvert augnablik á ferlinum sem standi upp úr, segist hún eiga erfitt með að velja eitthvað eitt. „Það eru svo mörg stjörnublik sem ég hef átt í gegnum tíðina. Mér finnst ég vera blessuð og finn mjög sterkt fyrir ein- hverri tengingu. Stundum þegar ég hef til dæmis verið aðframkom- in af þreytu, eða eitthvað að plaga mig, þá hef ég fengið styrk að ofan,“ segir Diddú. Hún er trúuð þótt hún fari ekki í kirkju á hverjum sunnu- degi. En henni finnst gott að koma inn í kirkjur, sérstaklega þegar hún er erlendis. Hún fær við það aukinn styrk. „Svo trúi ég auðvitað á náttúr- una og kærleikann.“ Styrkurinn að ofan hefur hjálpað henni að skila sínu allra besta á sviði þrátt fyrir að vera ekki alltaf vel upp- lögð. Henni finnst það mikilvægt að áhorfendur fái alltaf að njóta henn- ar í sínu besta formi, og hún telur sig hafa náð því. Hún hefur allavega alltaf fengið góða dóma, eða nánast alltaf. Þótt stundum hafi henni þótt ummælin hálf snubbótt. „Ég söng hér um árið mjög krefjandi verk á pólsku fyrir hljómsveit og söngvara og ég var búin að liggja yfir þessu í heilt ár. Svo kom dómurinn – ein setning. „Sigrún söng mjög fallega“.“ Þótt Diddú hafi ekki getað kvartað undan setningunni hefði hún viljað fleiri orð um þessa miklu vinnu sem hún lagði í verkið. „Fyrir tíu árum síðan stóð svo í einum dómi: „Sig- rún er auðvitað ekki tvítug lengur“.“ segir Diddú og hlær, og bendir á að það skipti líka máli hvernig liggur á gagnrýnendum hverju sinni. Hefði viljað eiga fleiri börn Diddú er á heildina litið sátt við hvernig hún hefur spilað úr sínum spilum í lífinu. Það er þó eitt sem kemur strax upp í huga hennar þegar blaðamaður spyr hvort hún hefði vilj- að hafa eitthvað öðruvísi. „Ég hefði viljað eiga fleiri börn. Ég ætlaði mér alltaf að eignast heilan skara, enda sjálf alin upp á mannmörgu og líflegu heimili. Ég fór auðvitað frekar seint af stað, en fyrst ég var byrjuð að eign- ast tvíbura, þá fannst mér upplagt að eignast nokkur pör. Þrjú pör hefði ver- ið fínt.“ Það fór þó ekki þannig, en tólf árum eftir að tvíburadæturnar komu í heiminn bættist ein önnur stúlka við. „Ég er mjög þakklát fyrir þessar stelp- ur. Það er mikil ást og vinátta þar,“ segir Diddú einlæg að lokum. n Ræður sér sjálf Diddú fer bráðum að hætta að syngja, en hvenær það verður ákveður hún sjálf. „Ég sá hann niðri í Austurstræti, þar sem hann labbaði hinum megin við götuna. Ég vissi strax að þetta var maðurinn sem ég ætlaði mér að eiga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.