Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 83

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 83
Vikublað 8.–10. september 201562 Lífsstíll Ætlaði að verða menningarviti í París n Nú á frönsk matarmenning hug hennar allan S igríður Gunnarsdóttir býr að jafnaði ásamt frönskum eiginmanni sínum og dóttur þeirra Eddu í París en til Ís­ lands koma þau nánast á hverju sumri til að hitta barnabörn sín og fjölskyldu sem búsett er á Ís­ landi. Á síðasta degi heimsóknar­ innar bauð Sigríður blaðamanni í heimsókn til að spjalla um Frakk­ land, franska matargerð og lifnaðar­ hætti Parísarbúa. Við hittumst á heimili Silju Salle, dóttur Sigríðar, sem hefur verið bú­ sett á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin sjö ár. Hér eru nær allir tvítyngdir hvort sem þeir teljast Ís­ lendingar eða Frakkar. Eiginmaður Sigríðar, Michel, kom sem stúdent til Íslands 1965 til að skrifa ritgerð um Ísland og féll fyrir ný útskrifaðri dömunni sem kenndi honum ís­ lensku. Segja má að hann hafi tekið úrvals sýnishorn með sér heim til Frakklands! En unga íslenska daman kunni varla að sjóða egg svo franska eldhúsið tók henni opnum örmum. „Ég ætlaði mér að fara til París­ ar og verða menningarviti, fannst ég vera yfir það hafin að vera að elda. En svo komu börnin og ég þurfti að sjá um matinn á heimilinu. Tengda­ mamma kenndi mér því að elda. Móðir mín var mikill kokkur en henni fannst þetta svo alvarlegt mál að við börnin máttum í mesta lagi snúast í kringum hana í eldhúsinu en ekki trufla hana með því að taka þátt.“ Eldgamlar og ólíkar hefðir Hvernig er franskri eldamennsku best lýst? Í þeim fjórum bókum sem Sig­ ríður hefur skrifað, ásamt Silju dóttur sinni sem tekur ljósmynd­ irnar, er frönskum heimilismat gerð góð skil enda segir hún þá elda­ mennsku byggða á gömlum hefðum og vera ákaflega ólíka eftir því hvar í Frakklandi er drepið niður fæti. „Frakkland er svo stórt land­ svæði, ólíkt lofts­ og landslag og þar af leiðandi eldamennskan svo gjörólík. Rétt eins og vínin sem eru ólík eftir því hvar þrúgan vex. Mat­ reiðslan er þar af leiðandi oft í sam­ ræmi við vínin. Þetta þykir sjálfsagt en því miður er til dæmis farið að verða svo dýrt að elda flesta rétti sem ættaðir eru frá Búrgundhéraði eins og til dæmis Beuf Borgoine því vínin þaðan eru orðin svo dýr!“ En matreiðsla með svona langa hefð. Má engu breyta? „Í raun eru þetta óhreyfanlegir réttir. Nútíma­ fólk hefur kannski gert þá léttari en litlu öðru breytt.“ Sigríður nefn­ ir sem dæmi grænmetissúpu og eldunaraðferð á henni. „Tengda­ mamma mín sauð grænmetissúpu í klukkustund og þó hafði hún brytj­ að grænmetið vandlega niður í litla bita. Þegar ég spurði hana að því af hverju þetta væri soðið svona lengi sagði hún ástæðuna vera að það væri svo erfitt að melta hálfsoðið grænmeti. Frakkar stóðu lengi í þessari trú. Sama súpa er í dag soð­ in í mun styttri tíma, mesta lagi í 15– 20 mínútur enda meiri næringu að sækja þannig.“ Silungur og bláber í tösku Eftir svona langa búsetu erlendis er forvitnilegt að heyra um það sem Sigríður tekur með sér í ferðatösk­ una eftir sumardvölina á Íslandi? „Reyktan silung, harðfisk og lýsi. Seytt rúgbrauð, sem okkur þykir svo ógurlega gott. Rabarbara sem verð­ ur sultaður þegar ég kem heim til Parísar og svo bláber þegar þau fást. Uppskeran er svo seint á ferðinni þetta árið að ég tek engin íslensk bláber í þetta sinn.“ Íslenskar matarhefðir hafa annars nær alfarið fengið að víkja fyrir þeim frönsku á heimili Sigríð­ ar. Eina undantekningin er um jólin þegar íslenska hangikjötið þykir ómissandi. Dýrmætt borðhald Sigríður lýsir borðhaldinu sem gjörólíku því sem margar evrópskar þjóðir stunda í dag. Þar er ekki að finna sjálfala börn og fullorðna sem opna ísskápinn þegar hent­ ar og borða fyrir framan skjáinn. „Eldamennskan og borðhaldið er svo nátengt hamingjunni og styrkir fjölskylduböndin. Stórfjölskyldan kemur saman á sunnudögum og þá er meiru kostað til matarins, matarundirbúningsins og neysl­ unnar. Það er byrjað snemma morguns með því að fara á mark­ aðinn þar sem kaupmennirn­ ir þekkja viðskiptavini sína og gera vel við þá. Svo er farið heim að elda saman. Tíminn sem fer í undirbúninginn er jafn dýrmætur og borðhaldið þar sem setið er saman í marga klukkutíma og allir fá að segja frá því sem á daga þeirra hefur drifið.“ Bækurnar Þær mæðgur, Sigríður og Silja, hafa unnið saman að þremur bókum þar sem fjallað er um franska mat­ reiðslu og matarhefðir. Sigríður sér þar að mestu um textaskrif og upp­ skriftir en Silja um ljósmyndir af réttunum og umhverfi. Bækurnar hafa allar slegið í gegn og ætla má að margir matgæðingar landsins eigi þær, eina eða allar. Bækurnar eru þrjár talsins: Sælkeraferð um Frakkland, Sælkeragöngur um París og Sælkeraflakk um Provence, allar gefnar út hjá Sölku Forlagi. Inntar eftir því hvort fjórða bókin sé væntanleg segja Sigríður og Silja að erfitt sé að vinna saman að bók nú þegar þær eru búsettar hvor í sínu landinu. Svona sam­ vinna krefst hreinlega tveggja aðila sem geta undirbúið og notið mat­ arins saman að frönskum sið. n „Eldamennskan og borðhaldið er svo nátengt hamingjunni og styrkir fjölskylduböndin. Bergljót Björk begga@pressan.is Sælkera preSSan Gulrótasúpa frá Crécy „Potage Crécy“ Fyrir 6 - Undirbúningur 15 mínútur - Suða 20 mínútur n 500 g gulrætur n 250 g blaðlaukur n 250 g mjölmiklar kartöflur n 1 hvítlauksrif n Steinselja, salt, fínrifinn appelsínu- börkur n 2 dl rjómi, 1 tsk. sykur, 1 tsk. malaður rósapipar. Þvoið og afhýðið grænmetið, skerið í litla bita. Setjið það allt nema steinseljuna í pott með 1,2 lítrum af vatni, saltið. Sjóðið þar til grænmetið er meyrt. Maukið og kælið. Þeytið rjómann með sykri og rósapipar. Ausið súpunni í skálar eða glös, leggið skeið af rjóma ofan á hvern skammt og klippið steinselju yfir. Súpan er borðuð köld í forrétt. Bon appétit! Þrír tvítyngdir ættliðir Melkorka, Silja Sallé og Sigríður Gunnarsdóttir. MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon H E I L S U R Ú M 70% 20 til AFSLÁTTUR Útsala Rekkjunnar í fullum gangi! Lagersala á rúmteppum og handklæðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.