Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Side 39
Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Kynningarblað - Matur og veitingar 3
Villibráðarhlaðborðið
í algleymingi
Í Perlunni er lögð áhersla á að elda allt frá grunni
É
g hef verið þarna meirihlutann
af mínu lífi. Byrjaði að snigl-
ast hérna um 11 ára gamall.
Þá var ég í alls konar snatti.
Ég byrjaði síðan í bakaríinu
árið 1996, var síðan í ísgerðinni og
bara úti um allt,“ segir Stefán Elí
Stefánsson, yfirmatreiðslumeistari
í Perlunni. Perlan var opnuð árið
1991 og hefur æ síðan notið mik-
illa vinsælda sem framúrskarandi
veitingastaður í frábæru umhverfi.
„Íslenska lambið og íslenski fisk-
urinn eru áberandi á sumrin en
núna er villibráðarhlaðborðið ný-
hafið. Þar er til dæmis hreindýra-
kjöt, elgur, dádýr, villigæsabringa og
skoskar rjúpur í aðalrétt. Af forrétt-
unum má nefna lax, hörpuskeljasal-
at, hval, grafið lamb og reykta súlu.
Í rauninni væri hægt að skrifa heilt
blað um allt það sem við höfum á
boðstólum en þetta eru ágæt dæmi
um það helsta,“ segir Stefán.
Aðspurður hvort hvalurinn njóti
vinsælda útlendinga segir Stefán
svo vera. „Þeim þykir spennandi að
smakka þetta og þetta er einn vin-
sælasti forrétturinn.“
Að sögn Stefáns sækja jafnt
útlendingar sem Íslendingar
veitingastaðinn í Perlunni. Sem
fyrr snýst húsið hægt í hringi með-
an á borðhaldi stendur og vekur það
alltaf jafn mikla lukku. Tekur það tvo
klukkutíma að fara heilan hring en
Stefán segir það einmitt vera tímann
sem góður kvöldverður með öllu taki.
Villibráðarhlaðborðið hófst fyr-
ir viku og verður í gangi til 18. nóv-
ember. Þá tekur við hið sívinsæla
jólahlaðborð Perlunnar. Það er því
alltaf eitthvað spennandi og girni-
legt í gangi.
Auk þess að sinna gestum
veitingastaðarins býður Perlan upp
á margvíslega veitingaþjónustu á
staðnum fyrir bæði litla og stóra
hópa. Í Perlunni eru haldnar dýr-
indis brúðkaups- og afmælisveisl-
ur, líka óvenjulegar veislur með til
dæmis morgunverðarhlaðborði.
Erfidrykkjur eru einnig haldnar í
Perlunni og þarna finna ýmsir hóp-
ar, til dæmis vinnustaðahópar, sér
góðan stað til að lyfta sér upp og efla
liðsandann. n