Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 19
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
inguna, vegna óhemjuskapar síns og
fyrirhyggjuleysis. Systir hennar er
Gunnhildur, afar hæglát, seinvirk, en
velvirk, góðlynd og hlý kona, en ó-
álitleg. Þorgeir kvænist Gunnhildi
og eignast þar með alla Hraunhamra
og Hraunhamraauðinn. Hjálmar litli
fullorðnast nú, verður bráðmyndar-
legur piltur, augasteinn fósturmóð-
ur sinnar, vel gefinn, en stíflyndur og
fámáll. Eitt sumar kemur ung og
falleg og góð stúlka (Asta) sem
kaupakona að Hraunhömrum. Hún
er dóttir fátækra hjóna á kotbýlinu
Heiðargörðum uppi í heiði. Þau
Hjálmar bindast ástarböndum. Þegar
Þorgeir kemst að því rekur hann Astu
burt. Hjálmar á að kvænast ríkri
stúlku hvort sem hann vill eða ekki.
Og hann ætlar honum Sigurfljóð á
stórbýlinu Hálsi í næstu sýslu. Er þó
Sigurfljóð þessi tólf árum eldri en
Hjálmar. Þetta fellur Hjálmari afar
þungt en verður þó að lokum að láta
undan föður sínum og þau setja upp
hringa. Sigurfljóð er dæmalaus at-
orkukona og allt verður undan henni
„Þar sem
brimaldan
brotnar“ og
„Rönrn er sú
taug“ eru ein
saga þó aS
bcekurnar beri
hvor sitt heiti.
að ganga og öllu vill hún ráða. Er
mikil saga af Sigurfljóði í þessari bók.
Hún gengur undir nafninu tengda-
dóttirin og gefur sögunni nafn. Er
nú skemmst frá því að segja að upp
úr trúlofun þessari slitnar. Þorgeir
sættir sig loks við að Hjálmar fái
Astu. Gunnhildur drukknar í Buslu
og að lokum kvænist Þorgeir Krist-
ínu, móður Ástu, sem þá var orðin
ekkja. I þessari löngu sögu eru mikil
dramatísk átök og tilfinningasveiflur.
En ailt fer vel í lokin.
Þar sem brimaldan brotnar (195 5) og
Römm er sú taug (1956) eru ein saga þó
að bækurnar beri hvor sitt heiti.
Sögusviðið er að mestu leyti norður í
landi, þó að Reykjavík komi nokkuð
við sögu í seinna bindinu. Jóhann
Gunnarsson, sjómaður af Suðurlandi,
kemur í ókunnuga sveit á Norð-
urlandi að leita sér að jarðnæði. Hann
þarf fyrst að fara yfír heiði, síðan eftir
dal, þar sem eru átta bæir og kemur
síðan á nes eitt mikið, þar sem eru
bæðir sjávarjarðir og bújarðir upp til
heiðar. Jóhann kemst yfir jörðina
Látravík með hægu móti, gerist
hörkuduglegur bóndi og mikill sjó-
15