Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 23
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
endar með því að hann missir Hof.
Karen og Rósa taka við jörðinni, en
Kristján hokrar ásamt foreldrum
sínum á kotinu Grýtubakka. Árum
saman reynir hann að losna við
Ásdísi, en hún situr sem fastast, þó
að hann sýni henni ekkert nema
megnustu fyrirlitningu og vanþakk-
læti. Að lokum sækir faðir Ásdísar
hana og drenginn og hún fer að búa
í foreldrahúsum og verður þar mikil
búkona og efnast vel. Kristján veikist
af berklum, búskapurinn gengur
saman og hann verður að fara suður
til lækninga. Þegar hann kemur
aftur, sæmilega heill heilsu, hefur
hann kærustu með. Sú dýrð stendur
þó ekki lengi, en sögunni lýkur þó
með því að hann er kominn með nýja
konu og rífur upp búskap.
Hvikul er konu dst er skáldsaga í
einu bindi, sem kom út árið 1964.
Sagan gerist að líkindum á síðasta
fjórðungi nítjándu aldar. Búið er í
fjósbaðstofum og Vesturheimsferðir
eru tíðar. Umhverfið er sveit á Norð-
urlandi, en verður varla nánar stað-
sett. Aðaljörðin er Herjólfsstaðir og
þar býr efnafólk. Aðalpersónurnar eru
konur. Rannveig húsfreyja er stórlát
myndarkona, eigingjörn og ráðrík en
engu að síður vinsæl meðal sveitunga
sinna. Sigurborg tengdadóttir hennar
er allt annarrar gerðar, heiftúðug,
kaldlynd og heldur óálitleg. Móðir
Sigurborgar, Rakel, er holgóma vesa-
lingur, sívinnandi og góðviljuð. Hall-
dóra, dóttir Rannveigar, er hreinskilin,
orðhvöss, en afar hjálpsöm. Þá eru
Beta og Gústa, fallegar en hviklynd-
ar. Bóndinn Hannes er heldur lítið
gefinn, en góðlyndur, alveg í vasa
Rannveigar móður sinnar. Vífinn er
hann og tekur tvisvar fram hjá Sigur-
borgu konu sinni og á bágt með að
skilja viðbrögð konunnar. Mikil átök
eru í þessari sögu, en fólk lærir af
mótlæti og reynslu og að lokum fell-
ur allt í Ijúfa löð.
Sólmdnaðardagar í Sellandi, Dregur
ský fyrir sól og Ndttmdlaskin eru ein
skáldsaga, þó að nöfnin séu þrjú,
eins og stundum áður, og kom sagan
út á árunum 1965 til 1967. Enda
þótt sögusviðið sé óljóst er það svip-
að og í sumum öðrum sögum Guð-
rúnar: Sveit, þorp við sjóinn, stærra
þorp lengra frá, kot í afdal frammi á
19