Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
dekurrófurnar finnasr hér einnig syn-
ir sem aldir eru upp í óhóflegu efrir-
læti. Þar á meðal er Jón á Nauta-
flötum, Hallur í Látravík og Tómas
sonur hans. En enda þótt lýsingar
margra þessara karla séu prýðilegar
sýnist mér að Guðrúnu láti betur að
lýsa konum en körlum, sem ekki er
óeðlilegt.
Enda þótt Guðrún geri talsvert af
því að lýsa persónum er algengara að
hún láti þær lýsa sjálfum sér í tali
sínu, enda eru samtöl snar þáttur
frásagnarinnar. Sum stutt samtöl
segja meira en langar lýsingar.
Fátt eitt kann ég að segja um
fyrirmyndir að persónum í sögum
Guðrúnar enda hef ég lítið leitað eftir
því. Mér er þó sagt af kunnugum, að
a.m.k ein persóna í Dalalífi sé ná-
kvæm eftirmynd konu, sem fór víða
um Skagann í tíð Guðrúnar og bar
sögur á milli manna. Og hér á eftir
verður minnst á fyrirmyndir að per-
sónum í Gulnuðum blöðum, þar sem
ekkert fer á milli mála
Engum vafa er bundið að Guðrún
tekur skýra siðferðislega afstöðu til
fólks, til dygða og lasta, hroka og
lítillætis, nísku og örlætis, góð-
mennsku og illmennsku. Þessar
tvenndir eru raunar snar þáttur í
mannskilningi hennar.
VII. Landslag, umhverfi
Guðrún frá Lundi er enginn
„landslagsmálari" í sögum sínum.
LFmhverfi og landslag virðist sjaldn-
ast vera meira en nauðsynleg um-
gjörð. Engu að síður er átthagaást
ráðandi og mikil tryggð við átthaga
og æskuslóðir. Fegurð og gæði lands
eru einatt dásömuð. En aðalviðfangs-
efni sagnanna er fólk, samskipti þess
og kjör og örlög. Engu að síður er
hér landslag og umhverfi. Yfirleitt er
það sveit. Gróskumikill og fagur dal-
ur með góðum bújörðum, kotbýli til
heiða, í afdölum og inni á afrétt.
Sjávarþorp og byggð strandlengja
og stærra þorp lengra frá. Ljóst má
vera að umhverfið er í flestum til-
vikum norðlenskt og tekur mið af því
umhverfi sem höfundurinn ólst upp
í og ól aldur sinn. Þar er hinn fagri
dalur Stíflan, Haganesvík, Hofsós,
sú blómlega sveit Skagafjörður, þorp-
ið Sauðárkrókur, Skaginn (nes) og
bæjaraðir þar til sjávar og heiðar,
Bólstaðarhlíð, Langidalur, Blönduós,
Þverárdalur og Valabjörg á Skörðum.
Ekki má gleyma ám og stórfljótum,
sem koma fyrir í sögu eftir sögu. Þau
minna á Svartá, Blöndu, Héraðsvötn
og Fljótaá. I langflestum tilvikum eru
þessar lýsingar óljósar og mjög stíl-
færðar, en þó kemur fyrir að þær fara
nokkuð nærri raunveruleikanum.
Kunnugir hafa talið að Nautaflatir
og kannski Staður líka geti verið
sniðin eftir Bólstaðarhlíð, Busla sé
Blanda og Ósinn þá Blönduós. Mér
hefur dottið í hug að Hólakot,
kotbýli Hannesar og Þórunnar, sé
sniðið eftir Valabjörgum á Skörðum. I
Brimaldan brotnar sýnist mér vera
farið nokkuð nærri raunveruleik-
anum. Þegar Sunnlendingurinn Jó-
hann Gunnarsson kemur norður að
leita sér að jarðnæði liggur leið hans
fyrst yfir heiði. Þaðan fer hann um dal
með átta bújörðum. Upp úr dalnum
kemur hann á nes, þar sem flestir
bæir eru við strönd, en nokkrir til
24