Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 28

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 28
SKAGFIRÐINGABÓK dekurrófurnar finnasr hér einnig syn- ir sem aldir eru upp í óhóflegu efrir- læti. Þar á meðal er Jón á Nauta- flötum, Hallur í Látravík og Tómas sonur hans. En enda þótt lýsingar margra þessara karla séu prýðilegar sýnist mér að Guðrúnu láti betur að lýsa konum en körlum, sem ekki er óeðlilegt. Enda þótt Guðrún geri talsvert af því að lýsa persónum er algengara að hún láti þær lýsa sjálfum sér í tali sínu, enda eru samtöl snar þáttur frásagnarinnar. Sum stutt samtöl segja meira en langar lýsingar. Fátt eitt kann ég að segja um fyrirmyndir að persónum í sögum Guðrúnar enda hef ég lítið leitað eftir því. Mér er þó sagt af kunnugum, að a.m.k ein persóna í Dalalífi sé ná- kvæm eftirmynd konu, sem fór víða um Skagann í tíð Guðrúnar og bar sögur á milli manna. Og hér á eftir verður minnst á fyrirmyndir að per- sónum í Gulnuðum blöðum, þar sem ekkert fer á milli mála Engum vafa er bundið að Guðrún tekur skýra siðferðislega afstöðu til fólks, til dygða og lasta, hroka og lítillætis, nísku og örlætis, góð- mennsku og illmennsku. Þessar tvenndir eru raunar snar þáttur í mannskilningi hennar. VII. Landslag, umhverfi Guðrún frá Lundi er enginn „landslagsmálari" í sögum sínum. LFmhverfi og landslag virðist sjaldn- ast vera meira en nauðsynleg um- gjörð. Engu að síður er átthagaást ráðandi og mikil tryggð við átthaga og æskuslóðir. Fegurð og gæði lands eru einatt dásömuð. En aðalviðfangs- efni sagnanna er fólk, samskipti þess og kjör og örlög. Engu að síður er hér landslag og umhverfi. Yfirleitt er það sveit. Gróskumikill og fagur dal- ur með góðum bújörðum, kotbýli til heiða, í afdölum og inni á afrétt. Sjávarþorp og byggð strandlengja og stærra þorp lengra frá. Ljóst má vera að umhverfið er í flestum til- vikum norðlenskt og tekur mið af því umhverfi sem höfundurinn ólst upp í og ól aldur sinn. Þar er hinn fagri dalur Stíflan, Haganesvík, Hofsós, sú blómlega sveit Skagafjörður, þorp- ið Sauðárkrókur, Skaginn (nes) og bæjaraðir þar til sjávar og heiðar, Bólstaðarhlíð, Langidalur, Blönduós, Þverárdalur og Valabjörg á Skörðum. Ekki má gleyma ám og stórfljótum, sem koma fyrir í sögu eftir sögu. Þau minna á Svartá, Blöndu, Héraðsvötn og Fljótaá. I langflestum tilvikum eru þessar lýsingar óljósar og mjög stíl- færðar, en þó kemur fyrir að þær fara nokkuð nærri raunveruleikanum. Kunnugir hafa talið að Nautaflatir og kannski Staður líka geti verið sniðin eftir Bólstaðarhlíð, Busla sé Blanda og Ósinn þá Blönduós. Mér hefur dottið í hug að Hólakot, kotbýli Hannesar og Þórunnar, sé sniðið eftir Valabjörgum á Skörðum. I Brimaldan brotnar sýnist mér vera farið nokkuð nærri raunveruleik- anum. Þegar Sunnlendingurinn Jó- hann Gunnarsson kemur norður að leita sér að jarðnæði liggur leið hans fyrst yfir heiði. Þaðan fer hann um dal með átta bújörðum. Upp úr dalnum kemur hann á nes, þar sem flestir bæir eru við strönd, en nokkrir til 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.