Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 39
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
Svo mörg voru orð menningarvit-
anna svokölluðu og má sjá að ekki
voru þeir allir alls kostar sammála.
Steindór Steindórsson ritar 1969 í
Heima er best, ritdóm um Gulnuð
blöð. Þar segir hann:
Guðrún frá Lundi hefur ekki átt
upp á pallborðið hjá gagnrýnend-
um þeim og menningarvitum, sem
kjörið hafa sjálfa sig til að leiðbeina
fávísri þjóð í andlegum efnum og
kjörið hafa silfurhestaskáld, til að
vera meistarar og leiðtogar þjóðar-
innar. Enda verður því aldrei neitað,
að Guðrún hefur verið furðulangt
frá tízkuskáldsögum samtíðar sinn-
ar. Hún er vafalaust vankunnandi á
allar þær formúlur, sem listfræðing-
arnir segja nauðsynlegar til að semja
skáldsögu og hún kann ekki þau
listabrögð að lita frásögu sína klámi
og kringilyrðum, sem nú telst nauð-
synlegt einkenni á góðum skáld-
skap ...
Þessi síðasta skáldsaga hennar,
Gulnuð blöð, sem gefið hefur tilefni
til þessara almennu hugleiðinga, er
gædd sömu kostum og göllum og
hinar fyrri sögur. Frásögnin er breið,
persónurnar margar, og atburðirnir,
sem fram koma margir smávægi-
legir. En sögufólkið er þannig úr
garði gert, að lesandinn vill ekki
sleppa af því hendinni fyrr en hann
veit hvernig því muni farnast. En
um margt þykir mér þó saga þessi
skemmtilegri aflestrar en sumar hinna
fyrri.
XI. Lokaorð
MÉR VIRÐIST við fljótlega athugun, að
sumir hinna svonefndu menningar-
vita á síðari hluta tuttugustu aldar
hljóti að hafa haft nokkuð einsleita
sýn á hvað telja skyldi „góðar“ bók-
menntir. Ofarlega hefur væntanlega
verið í huga þeirra, að skáldsaga ætti
að vera „vel saminn" texti. Lágmarks-
kröfurnar væri vel hugsuð fram-
vinda, ris og hnig og eðlileg sögulok.
Málfar textans skyldi og vera vandað
ritmál. Og við það má svo bæta, að
sagan mátti ekki vera öll á ytra borð-
inu. Hún þurfti að fela í sér einhverja
dulda skírskotun, eitthvað sem les-
andinn þurfti að rýna í og reyna að
ráða. Það var textinn á bak við text-
ann, ef svo má segja.
Guðrún frá Lundi fylgdi engum
þessum reglum og var því ekki við
góðu að búast. Sögur hennar voru
ekki neinn ræktaður blómagarður,
heldur það sem fyrir auga bar, þeg-
ar gengið var um haga eða útengi.
Sögur hennar voru sjálfsprottnar. Þar
er engin skrúðgarðaræktun hvorki í
söguþræði, stíl né málfari. Hún skrif-
aði engan tvöfaldan texta. Þar var
ekkert annað að lesa á milli lína en
hinar hálfkveðnu vísur sveitafólksins,
sem ávallt var auðvelt að botna. Eg
skil betur digurmæli bókmennta-
mannanna, ef þetta er haft í huga.
Þeir virðast líklega hafa litið svo, að
sögur, sem fylgdu ekki framan-
greindum reglum gætu naumast tal-
ist „bókmenntir". Þær væru einungis
afþreying og í þeirra munni var það
ekki fallegt orð.
Nú er í sjálfu sér ekkert við því
að segja, þó að þeir sem mest áhrif
höfðu hafi þessi sjónarmið. Vissulega
má færa þeim margt til gildis. En því
má ekki heldur gleyma, að bók-
menntasmekkur er barn síns tíma
eins og annað í listum og fræðum.
35