Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 39

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 39
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR Svo mörg voru orð menningarvit- anna svokölluðu og má sjá að ekki voru þeir allir alls kostar sammála. Steindór Steindórsson ritar 1969 í Heima er best, ritdóm um Gulnuð blöð. Þar segir hann: Guðrún frá Lundi hefur ekki átt upp á pallborðið hjá gagnrýnend- um þeim og menningarvitum, sem kjörið hafa sjálfa sig til að leiðbeina fávísri þjóð í andlegum efnum og kjörið hafa silfurhestaskáld, til að vera meistarar og leiðtogar þjóðar- innar. Enda verður því aldrei neitað, að Guðrún hefur verið furðulangt frá tízkuskáldsögum samtíðar sinn- ar. Hún er vafalaust vankunnandi á allar þær formúlur, sem listfræðing- arnir segja nauðsynlegar til að semja skáldsögu og hún kann ekki þau listabrögð að lita frásögu sína klámi og kringilyrðum, sem nú telst nauð- synlegt einkenni á góðum skáld- skap ... Þessi síðasta skáldsaga hennar, Gulnuð blöð, sem gefið hefur tilefni til þessara almennu hugleiðinga, er gædd sömu kostum og göllum og hinar fyrri sögur. Frásögnin er breið, persónurnar margar, og atburðirnir, sem fram koma margir smávægi- legir. En sögufólkið er þannig úr garði gert, að lesandinn vill ekki sleppa af því hendinni fyrr en hann veit hvernig því muni farnast. En um margt þykir mér þó saga þessi skemmtilegri aflestrar en sumar hinna fyrri. XI. Lokaorð MÉR VIRÐIST við fljótlega athugun, að sumir hinna svonefndu menningar- vita á síðari hluta tuttugustu aldar hljóti að hafa haft nokkuð einsleita sýn á hvað telja skyldi „góðar“ bók- menntir. Ofarlega hefur væntanlega verið í huga þeirra, að skáldsaga ætti að vera „vel saminn" texti. Lágmarks- kröfurnar væri vel hugsuð fram- vinda, ris og hnig og eðlileg sögulok. Málfar textans skyldi og vera vandað ritmál. Og við það má svo bæta, að sagan mátti ekki vera öll á ytra borð- inu. Hún þurfti að fela í sér einhverja dulda skírskotun, eitthvað sem les- andinn þurfti að rýna í og reyna að ráða. Það var textinn á bak við text- ann, ef svo má segja. Guðrún frá Lundi fylgdi engum þessum reglum og var því ekki við góðu að búast. Sögur hennar voru ekki neinn ræktaður blómagarður, heldur það sem fyrir auga bar, þeg- ar gengið var um haga eða útengi. Sögur hennar voru sjálfsprottnar. Þar er engin skrúðgarðaræktun hvorki í söguþræði, stíl né málfari. Hún skrif- aði engan tvöfaldan texta. Þar var ekkert annað að lesa á milli lína en hinar hálfkveðnu vísur sveitafólksins, sem ávallt var auðvelt að botna. Eg skil betur digurmæli bókmennta- mannanna, ef þetta er haft í huga. Þeir virðast líklega hafa litið svo, að sögur, sem fylgdu ekki framan- greindum reglum gætu naumast tal- ist „bókmenntir". Þær væru einungis afþreying og í þeirra munni var það ekki fallegt orð. Nú er í sjálfu sér ekkert við því að segja, þó að þeir sem mest áhrif höfðu hafi þessi sjónarmið. Vissulega má færa þeim margt til gildis. En því má ekki heldur gleyma, að bók- menntasmekkur er barn síns tíma eins og annað í listum og fræðum. 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.