Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 44

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK Skipið var í höfn á Akureyri er ég fór um borð. Hermann bróðir minn hafði verið 3- vélstjóri á skipinu og tók ég við plássinu hans. Skipstjóri var Kristján Gíslason og fyrsti vélstjóri Stefán Valdimarsson frá Vallanesi í Skagafirði. Hann réði mig þriðja vél- stjóra. Lagt var af stað frá Akureyri fyrstu dagana á nýju ári, 1959- Var ferðinni heitið til Reykjavíkur að taka þar Færeyinga sem búið var að ráða, og von var á til landsins með ms. Drottningunni. En þegar til Reykja- víkur kom fréttist að Færeyingar væru komnir í verkfall og heimtuðu betri kjör á íslensku fiskiskipunum. Aðeins einn maður kom, Óli Fær- eyingur eins og við kölluðum hann. Þá var tekið það ráð að smala mönn- um sem til náðist í túrinn. Ekki tókst að fullmanna í áhöfnina svo sem samningar buðu, en látið duga þó að nokkra vantaði í hópinn. Slíkt var ekki óvanalegt á þessum árum. Siglt var á Nýfúndnalandsmið, svo- kallaðan Ritubanka, sem er 80 sjó- mílur suður af Nýfundnalandi. Þar höfðu fundist gjöful karfamið. Allt gekk eins og í sögu. Skipið var fyllt og við komum heim til Sauðárkróks og lönduðum þar eftir 18 sólarhringa túr. Karlarnir sem fengust á skipið í Reykjavík reyndust flestir frábærlega vel í alla staði, flestir vanir sjómenn. Þegar hér var komið var búið að semja við sjómenn og verkfallið í Færeyjum leyst. Nú streymdu Færeyingar til landsins á þau skip sem búið var að ráða þá á. Þá var aftur farið til Reykja- víkur og skipt um áhöfn. Þetta var stór hópur Færeyinga sem um borð kom, eða hálfönnur vakt. Nú var ekki til setunnar boðið, kostur tekinn í túrinn og landfestar leystar, stefnan sett fyrir Reykjanes og á sömu mið skyldi halda. Meðan skipið stansaði í Reykjavík höfðu margir skipverjar brugðið sér í land. Eg átti hundavaktina, það er frá miðnætti fram að fjögur. Nú kom í ljós að annar kyndarinn, sem koma átti á vaktina með mér, hafði ekki skilað sér um borð. Þurfti ég því bæði að sjá um kyndinguna og vélina. Ekki tók betra við þegar annar vélstjóri átti að taka við vaktinni af mér. Hann lá blindfullur í koju og þóttist vera fár- veikur. Eg varð þá að bæta hans vakt við mig líka. Þegar við komum fyrir Garðskagann var komið snarvitlaust suðaustan rok og stórsjór. Um nóttina fékk skipið á sig feikna mikið brot og braut bakborðsbjörgunarbátinn. Ekki var hægt að keyra meira en hálfa ferð vegna veðurs. Einu sinni kom það fyrir í mestu látunum að vélsím- inn hringdi á fúlla ferð, ég svaraði fulla ferð á vélsímann en bætti ekki við vélina. Eftir smástund kom önnur hringing úr brú um hálfa ferð og ég svaraði sem áður. Þetta var í einasta skiptið sem ég óhlýðnaðist skipun úr brú vegna þess að ég vissi að stjórn- andinn var ekki alveg edrú. Þetta fannst mér einna ömurlegasta nóttin um borð. Einn að skrölta í vélarrúm- inu og réði mér vart fyrir látum. Feginn varð ég þegar fyrsti vélstjóri leysti mig af klukkan átta, ég beint í koju því þreytan var farin að segja til sín. Þurfti ég ekki að standa einn í vélarrúmi og sjá um vél og kyndingu eftir þetta því ráðinn var Færeyingur í kyndarastarfið, gamall vélstjóri og vanur sjómaður til margra ára. Veðrið skánaði lítillega eftir þetta 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.