Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 51
MANNSKAÐAVEÐRIÐ Á NÝFUNDNALANDSMIÐUM 1959
aðist máltækið að ekki verður feigum
forðað né ófeigum í hel komið.
Þegar við komum inn á Flateyri
eftir ofsaveðrið var enn bara einn
björgunarbátur á skipinu. Hinn lá
ennþá brotinn í davíðunum. Ég hafði
þá orð á því við skipstjórann að við
værum enn bara með annan bátinn.
Skipstjóri sagði að einn bátur gæti
tekið allan mannskapinn og spurði
hvort ég væri hræddur? Ég kvað það
ekki skipta máli, en það væri lág-
markið að geta bjargað sér frá borði í
logni. Þetta varð samt til þess að
skipstjóri fékk lánaðan bát áður en
við fórum á Grænlandsmið, minni
bát sem bundinn var niður á
bátadekkið. I það skipti upplýsti skip-
stjóri að það væru reyndar til gúmmí-
björgunarbátar á skipið, en þeir
væru í geymslu á Akureyri. Þessir
bátar komu aldrei um borð meðan ég
var þar, a.m.k. ekki svo að ég yrði var
við.
I þessum túr á Vestfjarðamiðum
náðum við þokkalegum afla sem
landað var á Sauðárkrók. Þá var enn
ekki bráðnaður allur ís af skipinu og
þurftu karlarnir í löndunargenginu
margt að spyrja um þessa löngu og
viðburðaríku sjóferð. Síðan fórum við
næsta túr til Grænlands, tókum þar
eitt hal af stórum en grindhoruðum
þorski, trollið var nánast fullt. Það
óhapp vildi til að fyrsta stýrimann
tók út vegna einhverra mistaka við að
taka inn trollið. Hann náðist þó lif-
andi seint og um síðir. Annar stýri-
maður batt sig í tóg, fór með enda á
öðru tógi og batt um stýrimann og
voru þeir svo dregnir um borð. Var
hann orðinn stífur af kulda og mjög
dasaður. Farið var með hann inn í
matsal, hann klæddur úr hverri spjör,
síðan var hann lagður á annað mat-
borðið og nuddaður með grófum
handklæðum þar til honum hlýnaði.
Hann var svo kominn til vinnu eftir
tveggja eða þriggja daga hvíld.
Trollið var nú híft um borð. Svo
var haldið heim á Vestfjarðamið og
veitt þar um veturinn, aflanum land-
að ýmist á Sauðárkróki, Húsavík eða
Olafsfirði. Eitt sinn er við komum á
Ólafsfjörð til löndunar, vorum við
ekki byrjaðir að landa er sjó jós upp
á örskömmum tíma og braut yfir
bryggjuna. Við urðum að leysa land-
festar í flýti og forða okkur út úr
höfninni. Það var svo lítill gufuþrýst-
ingur á vélinni að lengi mátti ekki
milli sjá hvort við kæmumst út eða
hrektumst upp í sandinn. Við fórum
til Sauðárkróks og lönduðum þar,
fengum versta veður á leiðinni. Búið
var að fara með tóma mjólkurbrúsa
út á dekk á Ólafsfirði til að taka
mjólk, en í óðagotinu við að komast
út úr höfninni á Ólafsfirði gleymdust
þeir. Enginn mundi eftir þeim fyrr en
einhver í brúnni sá fljótandi mjólkur-
brúsa í kjölfarinu.
Við þurftum inn á Akureyri í hvert
sinn sem landað var til að taka ís og
olíu. Annars staðar var þetta ekki af-
greitt norðanlands. Einu sinni sem
oftar er við vorum búnir að taka ís-
inn, þurftum við að færa skipið að
olíubryggjunni sem var gömul tré-
bryggja. Olíulögnin var fest ofan á
bryggjudekkið og dælan á endanum
á leiðslunni í smáskýli. Skipið kom
á of mikilli ferð og rann langt inn í
bryggjuna, sópaði á undan sér olíu-
leiðslu og dælu. Eftir á sagði stýri-
maður að fúinn í bryggjunni hefði
47