Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 59

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 59
HÚSAFELLSSTEINN f GOÐDÖLUM þeir feðgarnir hefðu riðið til Flugu- mýrar í þessum erindagjörðum. Ungfrúin tók vel á öllu, en sagðist ómögulega geta átt ómenntaðan mann. En ef þeir vildu vinna það til, að Mikael gengi skólaveginn, kynni allt að lagast, því það hugsaði hún að aldrei gæti gengið. En prest- ur hélt það væri nú hægast að gjöra, og hafði það af með glans, sem allir héldu hreint óvinnandi verk og skildu aldrei í, hvernig hafðist. Svo fékk Mikael strax Reynistaðajr]- brauð, en þá hjálpuðu forlögin Vikt- oríu fljótt úr vandræðunum, því Mikael drukknaði í Svartá á öðru ári, 1828. En þá var Viktoría ekki af baki dottin, því þá gjörði hún sér ferð til biskups og sýndist mjög sorg- bitin; en þar er nú æðimikið sagt skáldlega frá hjá karlinum.5 Sveitarhöfðinginn Ólafur í Ási var gagnfróður maður. I endursögn sinni á Viktoríurímum, að því leyti sem hún var tekin upp hér að framan, gerir hann enga athugasemd við sanngildi þeirra fyrr en kemur að ferð Viktoríu fram í Goðdali eftir dauða Mikaels, þar skáldi Níels karlinn æðimikið. Og þó svo hann segi að sagan byrji um 1820 og fyrir sitt minni (Ólafur var fæddur 1822), þá hefur hann litið svo á að bónorðsferðin til Flugumýrar væri sönn í þeirri mynd sem hann dregur upp. Það getur hún þó ekki verið, því Anna Sigríður var aðeins sex ára telpa þegar Magnús Sigurðs- son settist í Bessastaðaskóla; en ung- frúin Viktoría hafnaði óskólagengn- um biðlum stóð þar. Ævintýrið um Magnús græna og Önnu Sigríði Aradóttur, eins og Níels skáldi tilreiddi það, virðist hafa lifað góðu lífi í Skagafirði áratugum saman, og skín sennilega hvergi skær- ar við sólu en í Bólu-Hjálmarssögu Símonar Dalaskálds og Brynjólfs frá Minna-Núpi. Þar er á einum stað greint lítillega frá Ara lækni, konu hans og dætrum. Síðan getur að lesa: Sigríðar bað Magnús Reynistaðar- prestur, kallaður Magnús græni. Hann var son Sigurðar prests í Goð- dölum. Sigríður tók því máli held- ur óbrátt, og höfðu menn fyrir satt að hún vildi hann ekki. En áður lengra kæmist drukknaði hann í Svartá. Lét hún þá mikinn söknuð í ljós, og setti vandaðan legstein á leiði hans í Goðdalakirkjugarði. Sig- urður prestur varð svo hrifinn af þessu, að hann arfleiddi hana að öll- um sínum eigum. En það var stór- mikið fé. Hún giftist skömmu síðar Pétri Péturssyni prófasti frá Víði- völlum, er varð prestur á Staðarstað og prófastur í Snæfellssýslu.6 Eg geri mér í hugarlund að þessa frásögn í Bólu-Hjálmarssögu hafi Björn Egilsson haft fyrir sér öðru fremur þegar við stóðum forðum við leiði Magnúsar prests græn 4. Líkindi eru til að eitthvað sé hæft í því að þeim Magnúsi Sigurðssyni og Önnu Sigríði Aradóttur hafi verið ætlað að eigast, hvenær á árum sem það nú var og hvernig sem um þá hnúta var búið. Varla er ætlandi að fólki útífrá dytti slíkt í hug upp úr engu. Hitt er söguþvættingur að Anna Sigríður hafí látið gera leg- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.