Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 88

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 88
SKAGFIRÐINGABÓK að gera minningu hans nokkur skil og fer þar ekki milli mála hverrar virðingar hann naut í þeirra hópi. I útvarpserindi um Hesta-Bjarna sem Sigurður Jónsson frá Brún í Svartárdal, skáld og kennari, flutti árið 1947, rekur hann stutt kynni sín af Bjarna. Þess er skylt að geta að Sigurður var kunnur hesta- og tamn- ingamaður og ferðaðist mikið vítt um land bæði í tamninga- og söluferða- lögum en stundaði barnakennslu á vetrum. Margt hefur því verið svip- líkt í æviferli þessara manna, en báð- ir voru þeir einfarar nokkrir. Sigurður segist fyrst hafa heyrt af Bjarna í æsku sinni og þá sem „einhvers konar undra- manni norður í Skagafirði sem beisl- að gæti tryllta fola í haga einn og að- haldslaust, setið allar ótemjur, vanið kergju og klæki af hverri skepnu; og þetta allt átti hann að hafa getað auk heldur kófdrukkinn, þótt öðrum yrði það ofvaxið sem allt höfðu vit sitt og krafta“. Hér bætir Sigurður því við að vínneysla Bjarna hafi verið ærin í tamningatúrum, en á vetrum er hann stundaði barnakennslu, hafi hann ekki bragðað áfengi. Sjálfur kynntist Sigurður ekki hestamennsku Bjarna fyrr en hann fékk hann hálfáttræðan til liðveislu við rekstur söluhrossa úr Eyjafirði norður í Þingeyjarsýslur: „Fann ég þá að ekki hafði verið frá honum logið því sem vel var, því hestamennsku slíka sem hans hafði mig aldrei dreymt um. Og þegar kynn- ingin óx fjölgaði óðum ástæðum til virðingar og velvildar. Þá fann ég og ástæður nokkrar fyrir vínneyslunni. Maðurinn gekk með, og hafði svo verið áratugum saman, grafandi bein- átu innanlærs á öðrum fæti og hafði í sígandi þjáningu jafnaðarlega, en lítt þolandi kvalir þegar hnakkur og síða klemmdi meinsemdina. Þessa kenndi hann minna eða ekki þegar hann var drukkinn. Alllítið lærði ég af Bjarna í því að sitja eða umgangast hesta og reyndi ég þó, en til ónytju var að spyrja. En svo hélt hann til skeiðhesti fyrir mig er ég bað hann að sýna hugs- anlegum kaupanda, að þess háttar fóta- burð hef ég ekki í aðra tíma augum litið. Eftir þetta heyrði ég líka meira um manninn og eftir honum sökum þess að nú vissu fleiri en áður okkur kunnuga. Má þar til dæmis skjóta fram lítilli sögu, sem lýsir manninum nokkuð: A bæ einum þar sem Bjarni var gestur, fór bóndinn að segja honum miður fallegar sögur um ná- grannana, meinsemi þeirra og aðra van- kanta. Bjarni eyddi því með þessum orðum: Æ, eigum við ekki að tala um eitthvað annað?“ Þá er í umrædd- um pistli athyglisverð frásögn af barnakennaranum Hesta-Bjarna: „Vorið eftir að hann kom í mína sveit hafði ég neyðst til að vísa frá skólavist svo lítt læsum dreng, 10 ára gömlum, að mér var ekki unnt að hafa hann með öðrum börnum við nám sökum tafar. Þennan dreng tók Bjarni að sér næsta vetur ofan á önn- ur stöfunarbörn nokkur og skilaði honum 11 ára gömlum svo vel fram- gengnum úr því fóðri að undrun sætti. Málfar hans, mjög bjagað, hafði hann lagað til nokkurrar hlítar; lestur og stafagerð með réttritun sjálfri sömuleiðis og ennfremur gefið þá undirstöðu í reikningi að ég hef sjaldan fengið á traustari grunni að byggja síðari kennslu en þar var orðin". 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.