Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 89

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 89
í GÖMLUM HNAKK MEÐ GÆRUSKINNI Þessi frásögn Sigurðar er athyglis- verð þegar haft er í huga að sjálfur hafði hann barnakennslu að ævistarfi og naut þar álits nokkuð umfram marga eða flesta aðra í þeirri stétt á sinni tíð. Og óneitanlega vaknar þarna sú áleitna spurning hvort Bjarni hafi verið farinn að gera sér grein fyrir hinni meðfæddu fötlun lesblindunni, og þá jafnframt verið búinn að finna lausn á henni tæpri öld áður en þessi hvimleiða fötlun var uppgötvuð og viðurkennd af vís- indamönnum með háskólagráður. Og Sigurði fer sem fleirum þeim er kynntust Bjarna náið að honum er annt um minningu hans og orðspor þótt fráleitt sæist honum með öllu yfir hans mannlegu veikleika. „Var þá maðurinn allur þarna? Nei, því fer fjarri. Allir skynbærir menn munu vita að drykkjuskapur, jafnvel þó afsökun kunni að eiga, er ekki hentugur í heimili. Og eitt sinn hafði Bjarni stofnað heimili. Það leystist upp. Þar kunni hann ekki tökin. Sjálfur sagði hann mér lund sína stóra og stífa. Og sumir eru sjálfum sér verstir, aðrir öðrum verst- ir. Hann hefur sjálfsagt verið af báð- um þeim flokkum, eins þó hann væri úrvals fræðari mannanna barna og meranna afkvæma. En galla hans reyndi ég ekki; frá þeim mega aðrir segja en þá í óþökk mína. Einnig hefur heyrst að hann hafi dáið frá erfiðum peningasökum. Ef svo er vil ég fullyrða að hann hefur hvergi log- ið eða svikið út. Og hafi hann orðið vanskilamaður hafa líka margir sem hann vann fyrir smeygt fram af sér réttmætum greiðslum til hans. Að slepptum öllum kennslu- og reiðmennskukostum Bjarna, mætti það eitt endast honum til verðugrar minningar, að með hálfrar aldar starfi sem seljandi hrossa um þvert og endi- langt Norðvesturland, vann hann sér það álit almennings að hann segði aldrei ósatt um sína vöru. En sannar það ekki aðeins ráðvendni mannsins, vit hans og skilning á mönnum og málleysingjum?“ Asgeir Jónsson frá Gottorp í Vest- urhópi var einn þekktasti hestamað- ur þjóðarinnar um langt skeið. Brá honum þar til föðurkyns því faðir hans var hinn frægi stórbóndi og hestamaður Jón Ásgeirsson á Þing- eyrum. Ásgeir átti að dómi okkar færustu búvísindamanna einn best ræktaða fjárstofn hérlendis um langt árabil. Hann hafði jafnframt næmt auga fyrir öllu því sem hneig að byggingu reiðhesta og tengsla milli byggingar og hæfileika. Eftir að hann brá búi fluttist hann til Reykjavíkur og hóf að stunda ritstörf. Vöktu bækur hans þegar athygli enda ljóst að þar var genginn ril leiks óvenju- legur gáfumaður, ritfær eins og best verður og auk þess svo næmur á við- fangsefni sín að undrun sætti hverj- um sem las. Bækur Ásgeirs fjalla að vonum um hans kærustu hugðarefni, hesta og hestamenn, auk bókarinnar Forystufé sem er eitt snilldarverkið til. I bók sinni Samskipti manns og hests gerir hann skil nokkrum þeirra sam- tíðarmanna sinna sem að hans dómi sköruðu fram úr í reiðmennsku og tamningum. Einn þessara manna var Hesta-Bjarni sem fær langa og ítar- lega umfjöllun. Spillir ekki að þeir Ásgeir og Bjarni voru samtíðarmenn og áttu mikil og löng samskipti sem 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.