Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 94

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 94
SKAGFIRÐINGABÓK Astvaldur Jóhannesson á Reykjum. Ljósm.: Hallgrímur Einarsson. Eig.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. meðal annars skinnaleikurinn frægi sem flestir nefna er nafn Bjarna ber á góma. Frásögn Ingólfs hefur þáttar- ritari eftir þekktum hestamanni í Reykjavík sem lét hann gefa sér nákvæma lýsingu á þessari sérstæðu notkun gæruskinnsins. Manni þess- um þótti aðferðin svo athyglisverð að hann tók hana upp sjálfur og hefur notað hana síðan þó með öðrum hjálpartækjum væri, því ekkert átti hann gæruskinnið. Hún gæti hafa verið frá búskapar- árum Bjarna á Fjalli, sagan af því þeg- ar hann er á ferð út á Hofsós ásamt nokkrum bændum úr Hjaltadal snemma sumars. Bjarni ríður rauð- um hesti, lítt tömdum. Þeir ríða yfir Kolku og samferðamennirnir taka eftir því að Bjarna dvelst í ánni og ástæðan er að hann er ítrekað að ríða upp á stóran stein í miðri ánni og reyna að snúa klárnum þar við en þetta gengur ekki sem skyldi. Bjarni hætti þessu svo von bráðar og reið til félaga sinna. Segir ekki af því meira fyrr en á haustdögum þessa sama sumars að farin er önnur kaupstaðar- ferð á Hofsós og flestir þeir sömu og um vorið. Þeir ríða sem leið liggur og yfir Kolku á sama stað og Bjarni er enn á þeim rauða. Þá tekur hann upp sama leik og um vorið og nú sneri hann Rauð auðveldlega á klöppinni nokkrum sinnum áður en hann reið upp úr ánni. Þetta tengdu menn svo við það að þetta sumar töldu ein- hverjir sig hafa séð dularfullan reiðmann af og til á þessum stað í ánni. Sá reið rauðum hesti og atferli þeirra félaga þótti undarlegt. Um uppvaxtar- og þroskaár Bjarna verður fátt í hendi af skiljanlegum ástæðum. Eðlilegt er þó að draga þær ályktanir að hann hafi verið talinn vel fallinn til náms og foreldrar hans hafi af þeim sökum talið framtíð hans betur tryggða á vegi bóklegrar þekk- ingar en vinnu við landbúnaðarstörf. Og með hliðsjón af fáum og slitrótt- um viðtölum við fólk sem hafði spurnir af tengslum hans við bróður og sifjalið á æskuheimilinu Reykjum læðist að grunur um að honum hafi ekki verið sýnt um þátttöku í almennum bústörfum þar fremur en á eigin vegum síðar á ævinni. Athygl- isverð eru ummæli Jóhannesar föður hans við sveitunga sinn, en sá hefur 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.