Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 98

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 98
SKAGFIRÐINGABÓK og fyrsta búskaparárið 1887 féllu í Skagafirði 70 naut, 10.100 fjár og 204 hross, svo vitnað sé í Skagfirzkan annál Kristmundar Bjarnasonar. Og búskap þeirra hjóna lýkur svo vorið 1899, „Hvíta vorið“, og þá munu leiðir þeirra jafnframt hafa skilið. Hvort lögformlegur gerningur hefur komið þar við sögu eða ekki, verður ekki annað séð af heimildum en að þau hafi á efri árum samtímis verið f heimili hjá dóttur þeirra og tengda- syni á Völlum í Hólmi. Hefur þetta fengist staðfest af afkomendum þeirra. Þórunn Sigfúsdóttir átti til stórlyndra að telja í báðar ættir, svo tæpast hefur hún verið með öllu geðlaus sjálf. Og enda þótt ekki lifi margar sögur af samskiptum hennar við bónda sinn eru varla líkindi til að búskaparlag það er hann tamdi sér hafi hún sætt sig við umyrðalaust fyrstu missirin. Þær örfáu heimildir sem þáttarrit- ara hefur tekist að grafa upp benda allar til þess að búhokrið hafi verið það tímabil í lífi Bjarna sem aflaði honum minnstrar virðingar enda hafa búskussar lengst af verið auðsóttir til ámælis í bændasamfélagi og vafalítið mun Hesta-Bjarni hafa fallið undir hefðbundna skilgreiningu þess smán- aryrðis, — þröngrar merkingar. Flest bendir hinsvegar til þess að stærð hans í tilliti sérstæðs listfengis í skil- greindum efnum hafi forðað honum frá niðurlægjandi umtali. En bóndinn á Fjalli í Kolbeinsdal fær sína um- fjöllun í bændarímu: Bjarni á Fjalli er klókur kall, klöngrast alla vegi. Iðkar svall og brúkar brall svo búið hallist eigi. Frá búskaparárunum á Fjalli lifir svo ein frásögn sem kannski segir nokkuð um bóndann Bjarna Jóhann- esson og viðhorf hans til húsbónda- stöðunnar á bænum. Sögumaðurinn er Fjóla Gunnlaugsdóttir í Víðinesi í Hjaltadal, en hún kynntist Bjarna á æskuárum sínum: „Bjarni hafði tvo vinnumenn á Fjalli og ekki alltaf mikið heima, var í burtu við tamningar. Þórunn kona Bjarna hafði komið að Víðinesi eitt haustið og ámálgaði að hún væri al- veg ráðalaus að elda matinn því það væri ekkert tað, það hefði ekkert verið hægt að þurrka taðið í haust, þvf það var ekki stungið út fyrr en um haustið. Þá hefði Guðrún amma sagt við hana: „Eg held ég vorkenni þér ekki, þú hefðir líklega getað lát- ið stinga út úr húsunum í vor, með tvo vinnumenn." Þá sagði Þórunn: „Ja, ég veit ekki hvað hann Bjarni minn hefði sagt.“ „O, ég held ég hefði ekk- ert spurt hann að því“, sagði þá Guð- rún gamla." Þótt hesturinn hafi fylgt þessari þjóð frá landnámi og eigi ríkan þátt í þróun búsetu hennar, er enn í dag margt óljóst um uppruna hans, upp- fóstur og tamningu. Hitt vitum við að í dag er íslenski hesturinn eftirsótt hamingjulind tugþúsunda af íbúum þessa lands og á erlendri grund hefur hann unnið hugi og hjörtu ótrúlegs fjölda fólks af ýmsu þjóðerni, allt til Nýja-Sjálands. Alþjóðasamtök unn- enda þessa þjóðardýrgrips okkar voru mynduð og þróttmikil starfsemi hefur verið þar í gangi um áratuga skeið. Það eru haldin landsmót, Norð- urlandamót, Evrópumót og heims- meistaramót með tugþúsundum á- 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.