Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 102
SKAGFIRÐINGABÓK
íslendingur hafi tamið annan eins
fjölda og Bjarni og segist ekki muna
hvort talað hafi verið um 1160 eða
1260 hross. Guðmundur var einn
þeirra ungu manna sem Bjarni hafði
gjarnan með sér í tamningatúrun-
um og lét ríða tamningatrippunum.
„Hann hafði sínar serimoníur. Hann
hélt okkur nokkuð fyrir aftan sig og
lagði áherzlu á það, að trippinu væri
leyft að taka sig upp, — það átti að
vera svona tíu metra fyrir aftan
hann, hvetja trippið snöggt og hleypa
svo aftan á hann, en lengra ekki“.
Og Guðmundur slóst m.a. í för með
Bjarna í hestasölutúr:
„Við fórum suður í Borgarnes og
komum seint að Hvammi í Norður-
árdal. Við vorum með margt af hest-
um, en stönsuðum með þá á eyrunum
fyrir neðan túnið og riðum svo heim
tröðina. Þetta var í ágúst og komið
myrkur. A móti okkur komu tveir,
þrír hundar, sjóðandi vitlausir. Við
komumst þó heim og Bjarni bankar.
Og út kemur maður fljótlega, fá-
klæddur og hvatlegur, og Bjarni
heilsar honum, spyr hann eftir því,
hvort hann geti leyft okkur að vera.
Maðurinn segir, að það megi vera, að
hann geti það, en það sé hálf hart af
þessum helvítis flækingum, að þeir
skuli aldrei geta sezt að fyrr en þeir
geri vinnandi fólki ónæði. Og
skammar Bjarna svo fallega, að ég hef
ekki heyrt þvílíkar skammir, — og
hvert einasta orð satt sem hann sagði.
Bjarni sagði ekki eitt einasta orð, og
ég var farinn að örvænta að hann
opnaði sinn kjaft meira. — Jæja, það
verður aðeins hlé á þessu hjá Sverri.
Þá segir Bjarni, frekar við sjálfan sig
en Sverri eða mig. „Ja, það mátti ég
vita, að það var mín glópska að fara
heim á þennan bæ, því í hug gat mér
komið að húsbóndinn væri eftir
hundunum.““ En í frásögn Guðmund-
ar má jafnframt greina aðfinnslur um
þann sið Bjarna að svelta hesta til
hlýðni: „Hann hungraði þá mikið.
Hann svelti þá nokkuð mikið, og
þótti nú ljóður á honum. En ég veit
ekki, hvort það er mikið verra heldur
en vond tök, þegar allt kemur til alls.
Þetta lamar hestinn dálítið, en hann
fékk þá líka auðvelda með því.“
Þessi saga minnir líka á frásögn
Ásgeirs frá Gottorp af því þegar
Bjarni skilar fola úr tamningu til
„góðbónda", sem þótti folinn hafa
látið hold öllu meir í tamningunni en
honum hugnaðist: „Eg þekki nú ekki
þessa horgrind fyrir minn fola,“ og
kastar svo nokkrum kaldyrðum að
Bjarna. Þegar bóndi hafði rausað um
stund, segir Bjarni: „Nú, þú hefur
ætlað að éta þann gráa. Þér þykir víst
gott feitt hrossakjöt. Ef ég hefði vitað
það í tíma, þá hefði ég hagað tamn-
ingunni öðruvísi. Eg hefði reynt að
koma folanum í gott haglendi til
holdasöfnunar, svo hann yrði þér
drýgri í bú að leggja."
Þess ber hér svo að geta að Guðmund-
ur Sigurðsson var fyrst og fremst
þekktur fyrir óvenjulega karlmennsku
og hvatleika, jafnt í hestamennsku sem
öðm efni. Hann var þekktur að betri
umhirðu um hesta en almennt gerðist
og bæði dómharður og jafnframt dóm-
gjarn á alla þá sem útaf brugðu í því
efni. Guðmundi fer þó sem öðrum
sem ræða um reiðsnilli Bjarna, að þar
kemur honum fyrst í hug aðdáun, og
tilfærir dæmi þar um. Jafnframt dylst
honum ekki að Bjarni nær betri
98