Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 108

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 108
SKAGFIRÐINGABÓK mertryppi úr hópnum. Þetta tryppi var vestan úr Vatnsdal og hafði helst í rekstrinum eftir járningu. Bjarni vill forða því að þessi langi rekstur verði lagður á það en það kosti 100 krónur. Hann eigi að fá 20 krónur fyrir aðstoðina og vanti mismuninn. Þetta er auðsótt og tryppið verður eft- ir á Silfrastöðum. Seinna um haustið kemur Bjarni svo að máli við Jón og spyr hann hvort honum sé sama þó hann kaupi tryppið fyrir þetta verð. Það varð svo úr og Jón greiddi Bjarna 20 krónurnar sem var hinn umræddi mismunur. Veturinn sest að. Börn hans gamla vinar, Guðmundar Olafssonar í Asi, rækja við hann forna fjölskyldu- tryggð og hjá þeim á hann skjól. Þar er hlynnt að honum, sárið á fætinum hreinsað og skipt á umbúðum. Hann er hestlaus og þarf að komast á milli þessara bæja og stíflyndið er enn fyrir hendi ásamt þeirri óþreyju sem því fylgir að finna sig vera orðinn ófæran til ferðalaga af eigin rammleik. Og piltarnir á Ríp og Asi flytja hann milli bæja á sleða til að fullnægja duttlungum hans sem ekki dregur úr með árunum. Hann sest við kaffi- borðið á Ríp með piltunum og Olöf húsfreyja býður honum kaffi. Hann afþakkar en segist þiggja kaldan hafragraut. Hún hefur svolítið gam- an af túrunum hans og flýtir sér ekk- ert að sækja hafragrautinn. Eftir smá- stund spyr hún hvort ekki megi bjóða honum lummu? „Eg bað um hafra- graut“, svarar Bjarni. Honum er fylgt að Keldudal þar sem býr Björn Jóns- son, kunnur tamningamaður og fyrr- um samstarfsmaður. Björn býður upp á kaffi en Bjarni afþakkar og biður um egg. Bóndinn sýður tvö egg og ber þau fram: „Eg bað ekki um þau soðin“, segir þá gesturinn með ó- duldu fálæti og fylgdarmaðurinnn fær þá tilfinningu fyrir þessu að lík- lega hafi Bjarni ætlað að hræra þessi egg saman við einhverja hressingu sem hann geymdi í vasanum. Annars neytir Bjarni ekki áfengis svo séð verði í dvöl sinni á þessum bæjum. Svo virðist sem með hækkandi sól færist líf í gamla manninn og gömul óþreyja fer að gera vart við sig. Hann leggur drög að þeirri ferð sem verður hans hinsta í þessum heimi. I heim- sókn til Gunnlaugs Jónssonar góð- vinar síns í Víðinesi í Hjaltadal hef- ur hann orð á því að hann þurfi að skreppa til Akureyrar og ná sér í 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.