Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 110
SKAGFIRÐINGABÓK
til kaupin eru fest og þá fyrir verð
sem Þórarinn telur sig ekki geta hafn-
að. Þórarinn á Ríp er ekki maður sem
tekur áhættu í viðskiptum við drukk-
inn óreiðumann, en nokkuð traustar
heimildir eru fyrir því að Bjarni fer
með hestinn án þess að greiða kaup-
verðið. Því styður þessi saga þau um-
mæli sem hér áður hafa verið höfð
eftir heimildarmönnum að Bjarni hafi
notið óskoraðs trausts allra þeirra sem
honum kynntust vegna orðheldni
sinnar og áreiðanleika.
Og nú er þessi stolti og fáláti ridd-
ari lagður af stað í eina langferðina
enn, kannski þá stystu að vísu, en þó
jafnframt þá lengstu. Og það er við
hæfi að hann er á hvítum gæðingi því
þarna er á ferðinni sá maður sem ber
af öllum sínum samtíðarmönnum í
tamningum og reiðsnilld á langri ævi
og jafnvel að fullum líkindum í allri
sögu íslenska hestsins með þessari
þjóð. En förinni er heitið til Akur-
eyrar með tvo til reiðar og þetta er
tafsöm ferð áttræðum manni á út-
mánuðum vetrar, ekki síst þegar það
er haft í huga að nú þarf hann hjálp
til að komast á bak. En ennþá er
andinn óbugaður og þær hneigðir
sem nærðu andann og hrærðu blóðið
á langri og svolítið hnökróttri ævi.
Hann ríður um hlað á Silfrastöðum
og þar hittir hann Jón Hallsson að
máli. Jóni þykir miður að geta ekki
fylgt Bjarna en hann er að koma fénu
í hús og á ekki heimangengt um sinn.
Þeir kveðjast og þetta verður þeirra
hinsta kveðja.
Fræðimaðurinnn og snilldarhagyrð-
ingurinn Stefán Vagnsson er bóndi á
Hjaltastöðum í Blönduhlíð árin
1922-1941. Þann 15. maí 1941 skrif-
ar hann góðvini sínum í Reykjavík,
Sigurði Á. Björnssyni frá Veðramóti.
„Nú er Bjarni gamli Jóhannesson
(Reykja-Bjarni) dauður og um hann
mætti segja að dó sem hann hafði
lifað með flöskuna í hendinni — sú
heiðurskempa. Þó hann kæmist ekki
einn á bak, þá lagði hann samt upp
norður í Eyjafjörð í byrjun aprílmán-
aðar, og var slompfullur er hann reið
fram Blönduhlíðina. Hann gisti á
Silfrastöðum [rangt samkv. framan-
rituðu] og fór þaðan í Ytri-Kot, en
var þá orðinn dauðveikur. Morgun-
inn eftir reif hann sig upp, fékk sér
ærlegan morgunstrammara og ætlaði
nú norður af heiðinni, en komst ekki
nema í Fremri-Kot. Þar settist hann
og lá í rúminu um daginn og hressti
sig á Heiðrúnardropum. Daginn eftir
vildi hann ólmur klæðast og halda af
stað, en bóndi vildi ekki sleppa hon-
um, og bað hann bíða með að klæða
sig. Eftir 2 klukkutíma kemur bóndi
til hans aftur, og er þá Bjarni stein-
dauður. Um hann mætti mikið rita,
því enginn veit hvað mikið gagn
hann hefir gert Skagfirðingum með
tamningu sinni og því orði sem skag-
flrskir hestar áttu honum að þakka.“
Þess má svo að endingu geta að
árið 1939 heiðraði Búnaðarfélag ís-
lands þrjá aldna Skagfirðinga með
200 krónum í peningum ásamt heið-
ursskjali „fyrir snilld þeirra og leikni
í því að temja hesta, en í því urðu
þeir orðlagðir af öllum mönnum í
héraðinu um sína daga.“ Mennirnir
voru: Guðmundur Guðmundsson, —
Hóla-Guðmundur, Jón Ólafsson frá
Mýrarlóni og Bjarni Jóhannesson sem
hér er frá sagt.
í þessum þætti hefur verið leitast
106