Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 118

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 118
SKAGFIRÐINGABÓK Útför Jóns var gerð frá Rípurkirkju 19. desember 1859- Séra Jakob Guð- mundsson hlóð þykku lofí á hinn látna snilldarmann eins og auðvitað er, og sagði í ræðunni margt sem var ekki sent til birtingar í Norðra. Hér skal nú tilfært úr máli séra Jakobs það sem Jón á Reynistað hefði vissulega kært sig um að hafa undir höndum þegar hann skráði þáttinn um nafna sinn. Sá partur líkræðunnar er ævisögulegur og mærðarlaus. Prestur nefnir fyrst að foreldrar Jóns — sem hann kallar þjóðsmið Is- lendinga — hafi verið „dugnaðar- og ráð- vendnishjón, en alltaf vóru þau fremur fátæk, faðir hans var lipur gáfumaður og laglega hagmæltur, en ekki varð hann smiður talinn þó hann væri við veg búhagur". Síðan segir (stafsetn- ingu er ekki haldið til þrautar): Jón sál. fór frá foreldrum sínum lítið fyrir innan eða um fermingaraldur, fyrst að Reynistað til stúdents Páls sál. Erlendssonar, er síðar varð prest- ur að Brúarlandi, og taldi hann sér það hin helztu not þarveru sinnar að hann æfðist vel í bóklestri á því að lesa bæði íslenzkar og danskar sögubækur (þó hann sjálfur skildi þá ekki dönskuna) fyrir klaustur- haldaraekkjuna, húsfrú Ragnheiði sál. Einarsdóttur, sem talin var af- bragðs kona að gáfum og námfysi; frá Reynistað fór hann — eg held eftir eins árs þarveru — til klaustur- prestsins, síra Páls sál. Arnasonar á Hafsteinsstöðum, og þó hann væri tekinn þangað einungis fyrir smala- dreng, þá lærði hann þó hjá síra Páli sál. bæði að skrifa og reikna, komst líka dálítið niður í að skilja dönsku og er það meðal annars ljós vottur um, að hann hafði þegar snemma liprar gáfur og afbragðs námfýsi, því hjá síra Páli var hann þó ekki nema 1 eða mest 2 ár. Þá var líka strax farið að láta sig í ljósi hjá honum ágæt handlagni og afbragðs hugvit til smíða, hann vandist líka dálítið við þess konar þar, því presturinn var líka laglega hagur og hafði oft drenginn sér til aðstoðar við þess konar starfa. Þó fékk hann enn betra tækifæri til að æfast í smiðalist sinni, sem honum var allra lista eiginlegust, þegar hann fór frá Haf- steinsstöðum að Sjóarborg til Jóns sál. smiðs Rögnvaldssonar, og þau ár er hann dvaldi hjá honum tók hann töluverðri fullkomnun í þess- ari mennt sinni, einkanlega í tré- smíði. Frá Sjóarborg fór hann til Ara sál. læknirs og reisti það ár hjá honum allan Flugumýrarbæ. Svo fór hann um eins árs tíma að Brekku á Langholti til stjúpa síns og móður sinnar, en var þó það ár oftast nær hingað og þangað að smíðum. En að því ári liðnu fékk Ari sálugi hann til sín aftur til að ljúka við bæjar- smíðina á Flugumýri, sem að öllu leyti mun standa óhögguð enn í dag, og af þeim manni sagðist Jón sál. hafa mest lært í tilliti allrar útsjónar, verklagni og hagsýni til smíða, og þó var Ari sál. ekki tal- inn smiður sjálfur. — Þegar hann eftir eins árs dvöl í seinna sinni fór frá Ara sál. aftur, fluttist hann enn að Brekku og sama árið, 1820 [í sumum öðrum heimildum 1822], gekk hann að eiga fyrri konu sína [...]. Mikil skörð eru í kirkjubækur presta- kalla þar sem Jón Samsonarson dvald- ist í æsku og fyrstu manndómsárin. 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.