Skagfirðingabók - 01.01.2008, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
að norðan, en í Álftagerði að sunnan.
Kom þar fyrir nokkuð af kindum
sem sloppið höfðu í gegn. Voru þær
tafarlaust skornar og þótti nokkuð
víst að ekki var notað annað en hníf-
ur. Spunnust þarna upp mikil læti
og rifrildi sem endaði með því að
sýslumaður gat stillt til friðar, en
skrokkarnir voru víst aldrei hirtir. Á
Fjalli kom fyrir kind sem var há-
bundin og var lærið allt sundur
grafið. Var okkur vörðunum kennt
um þetta en enginn vildi kannast
við neitt.
Það skeði í ágúst að Þorsteinn
Magnússon var rekinn. Kom í hans
stað Björn Árnason á Krithóli og
ýmsir aðrir. Vorum við látnir vera
við vörslu til 20. október. Engar
kindur komu fyrir að vestanverðu
og þótti Skagfirðingum það skrýtið
og brigsluðu Húnvetningum um að
þeir væru að leyna einhverju. Ut af
því var boðað til fundar í Varmahlíð
um veturnætur. Urðu þar mikil læti
og mörg orð sögð sem betur hefðu
verið ósögð. Lagði ég þar fram það
sem ég hafði skrifað niður. Eftir það
fóru menn að stillast, áttu ekki von
á slíku því það voru nokkrir staddir
á fundinum, sem sóttu kindur til
okkar. Upphófst nú aftur rifrildi og
skammir. Endaði þessi fundur með
því að ég var beðinn að taka að mér
eftirlit yfir fjallið um veturinn frá
Valagerði að Botnastöðum. Einkum
þurfti að fylgjast með slóðum því að
girðingin fór víða á kaf í fyrstu
snjóum.
Upp úr þessu var ég beðinn að taka
að mér póstflutning yfir fjallið. Var
greitt fyrir hverja ferð og fór eftir
því hvað langt var farið. Lengst þurfti
ég að Fremsta-Gili, ærið oft að Mó-
bergi og Geitaskarði. Svo kom nýi
vegurinn og farið var að moka.
Síðasta ferð mín í þessu sambandi
var farin á Fossflöt hjá Gýgjarfossi.
Þurfti ég þá að flytja fólk, oft var
mikið dót.
Guðjón Ingimundarson segir í
Skagfirðingabók frá fyrstu ferð sinni
til Skagafjarðar, og nefnir þá að það
hafi verið Gunnar Valdimarsson, sem
verið hefði í þessum flutningum.
Gunnar var þá póstur til Akureyrar.
Eg man vel er Guðjón kom. Hann
var á hjóli, en með nokkurt dót, sem
ég flutti fyrir hann.
Vorið 1939 var sett upp tvöföld
girðing og sá Magnús Helgason í
Héraðsdal um það verk6.
6 Hin tvöfalda varnargirðing stóð fram um fjárskiptin 1947-1948. Eftir það var annar hluti
hennar rifinn en bændur á svæðinu héldu henni við nokkur ár til viðbótar. Hannes
Kristjánsson á Brenniborg var síðasti vörslumaðurinn á Vatnsskarðinu fram um fjárskiptin.
120