Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 125
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON
ÞÓRÐUR HREÐA í KOLBEINSDAL
Um Þórðarsögu, Þórðarrímur og örnefni
Þórðar saga hreðu er ekki talin til
hinna veigameiri Islendingasagna.
Hún er ungleg, líklega samin á 14.
öld; bygging hennar er ekki hnit-
miðuð og persónusköpun ristir held-
ur ekki mjög djúpt. Jónas Kristjáns-
son segir að hún sé einfaldlega „eftir-
líking eldri Islendingasagna."1 En
þó að hún sé ekki talin sígilt bók-
menntaverk varð Þórður síðari tíma
mönnum býsna hugstæður, ekki síst
í Skagafirði þar sem hann settist að.
Jóhannes Halldórsson gaf Þórðar sögu
út í Islenzkum fornritum og taldi að
kunnugleiki söguritara í Skagafirði
benti til að hann hefði búið þar.2
Um það má efast, því þessi stað-
þekking virðist að ýmsu leyti glopp-
ótt. Hins vegar má finna athyglis-
verð dæmi þess að menn hafi leitast
við að lesa í þessar gloppur og endur-
bæta staðfræðina í örnefnasögum og
þeim bókmenntum þar sem minning
Þórðar öðlaðist framhaldslíf, þ.e.
rímum. Af þeirri viðleitni má jafnvel
draga nokkurn lærdóm um hina
lifandi sagnahefð. Þó að Þórðar saga
sé ekki talin til hinna merkari
Islendingasagna eru vinsældir hennar
athyglisverðar. Skyldi vera hægt að
setja fram einhverja skýringartilgátu
um þessar vinsældir, umfram þá að
sagan sé allgóð spennusaga?
Jón Torfason hefur fjallað um
Þórðar sögu og sýnt fram á að hvað
stíl og frásagnaraðferðir snertir er hún
þrátt fyrir allt að mörgu leyti
sambærileg við hinar klassísku
sögur.3 Höfundi lætur vel að sviðsetja
atburði og skipta milli sviða þegar
ískyggileg tíðindi eru í nánd; samtöl
eru oft meitluð, en kímnin fremur
kuldaleg. Það sem á vantar að sagan
geti talist til hinna meiri háttar lista-
verka kemur m.a. fram f staðlaðri
persónusköpun og í því að í frá-
sögninni verður ekkert eiginlegt ris,
engin hetja fellur í valinn, aðeins
skúrkar; sagan endar m.a.s. „vel“:
„Einmitt þessi vöntun á örlagaþunga
1 Jónas Kristjánsson. Bókmenntasaga. Saga íslands III, Reykjavík 1978, bls. 261-350; bls. 295.
2 íslenzk fornrit XIV, Þórðar saga hreðu, Jóhannes Halldórsson gaf út. Reykjavík 1959.
Formáli, lv.
3 Jón Torfason: „Góðar sögur eða vondar. Athugun á nokkmm frásagnareinkennum í Islendinga
sögum, einkum með hliðsjón af Þórðar sögu hreðu.“ Skáldskaparmál 1,1990, bls. 118-130.
121