Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 125

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 125
JÓN ÁRNI FRIÐJÓNSSON ÞÓRÐUR HREÐA í KOLBEINSDAL Um Þórðarsögu, Þórðarrímur og örnefni Þórðar saga hreðu er ekki talin til hinna veigameiri Islendingasagna. Hún er ungleg, líklega samin á 14. öld; bygging hennar er ekki hnit- miðuð og persónusköpun ristir held- ur ekki mjög djúpt. Jónas Kristjáns- son segir að hún sé einfaldlega „eftir- líking eldri Islendingasagna."1 En þó að hún sé ekki talin sígilt bók- menntaverk varð Þórður síðari tíma mönnum býsna hugstæður, ekki síst í Skagafirði þar sem hann settist að. Jóhannes Halldórsson gaf Þórðar sögu út í Islenzkum fornritum og taldi að kunnugleiki söguritara í Skagafirði benti til að hann hefði búið þar.2 Um það má efast, því þessi stað- þekking virðist að ýmsu leyti glopp- ótt. Hins vegar má finna athyglis- verð dæmi þess að menn hafi leitast við að lesa í þessar gloppur og endur- bæta staðfræðina í örnefnasögum og þeim bókmenntum þar sem minning Þórðar öðlaðist framhaldslíf, þ.e. rímum. Af þeirri viðleitni má jafnvel draga nokkurn lærdóm um hina lifandi sagnahefð. Þó að Þórðar saga sé ekki talin til hinna merkari Islendingasagna eru vinsældir hennar athyglisverðar. Skyldi vera hægt að setja fram einhverja skýringartilgátu um þessar vinsældir, umfram þá að sagan sé allgóð spennusaga? Jón Torfason hefur fjallað um Þórðar sögu og sýnt fram á að hvað stíl og frásagnaraðferðir snertir er hún þrátt fyrir allt að mörgu leyti sambærileg við hinar klassísku sögur.3 Höfundi lætur vel að sviðsetja atburði og skipta milli sviða þegar ískyggileg tíðindi eru í nánd; samtöl eru oft meitluð, en kímnin fremur kuldaleg. Það sem á vantar að sagan geti talist til hinna meiri háttar lista- verka kemur m.a. fram f staðlaðri persónusköpun og í því að í frá- sögninni verður ekkert eiginlegt ris, engin hetja fellur í valinn, aðeins skúrkar; sagan endar m.a.s. „vel“: „Einmitt þessi vöntun á örlagaþunga 1 Jónas Kristjánsson. Bókmenntasaga. Saga íslands III, Reykjavík 1978, bls. 261-350; bls. 295. 2 íslenzk fornrit XIV, Þórðar saga hreðu, Jóhannes Halldórsson gaf út. Reykjavík 1959. Formáli, lv. 3 Jón Torfason: „Góðar sögur eða vondar. Athugun á nokkmm frásagnareinkennum í Islendinga sögum, einkum með hliðsjón af Þórðar sögu hreðu.“ Skáldskaparmál 1,1990, bls. 118-130. 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.