Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 129
ÞÓRÐUR HREÐA f KOLBEINSDAL
Skyldleiki við aðrar sögur
ElNS OG drepið hefur verið á, ber
talsvert á hliðstæðu orðalagi eða at-
burðarás í Þórðar sögu og ýmsum
öðrum sögum. Þess háttar „rittengsl“
hafa menn yfirleitt skýrt svo að
Þórðar saga væri þiggjandinn, eða
eins og útgefandi segir í formála: að
höfundur hafi „verið vel lesinn í eldri
Islendingasögum og lært af þeim að
komast vel að orði.“15 En í rauninni
sýnist þó fullkomlega heimilt að velta
fyrir sér þeim möguleika að stundum
komi hér til áhrif munnlegrar sagna-
hefðar 14. aldar.
Þórhallur bóndi Miklabæ á talsvert
skylt við ýmsar lánlitlar persónur í
öðrum sögum. Þegar Ólöf kona hans
hæðir hann fyrir hugleysið minnir
hann helst á Björn úr Mörk í Njáls
sögu (9. kafli). Og þegar Össur á
Þverá nær honum í Kolbeinsdal og
spyr hvar Þórður sé, glúpnar Þór-
hallur og segir allt af létta um ferðir
hans — en laun heimsins eru van-
þakklæti: „Össur mælti: „Illt er að
eiga þræl að einkavin," og laust hann
öxarhamarshögg, svo að hann lá í
svíma."16 Þetta atriði á sér glögga
samsvörun í Grettis sögu, sem raunar
minnir líka á dauðastund Þórhalls.
Þegar Þorbjörn öngull og félagar
koma til Drangeyjar í hinstu aðför
að Gretti finna þeir þrælinn Glaum
sofandi á verðinum, vekja hann og
krefja sagna. I skelfingu sinni segir
15 íslenzk fornrit XIV. Formáli, bls. x-xi.
16 (slenzk fornrit XIV, bls. 209.
17 íslenzk fornrit VII, bls. 259.
18 ís/enzk fornrit VII, bls. 264.
hann þeim allt af létta um hagi hús-
bónda síns en þiggur litlar þakkir:
Þá hló Öngull og mælti: „Satt er
hið fornkveðna, að langvinirnir
rjúfast síst og hitt annað, að illt er
að eiga þræl að einkavin“.17
Þegar þeir höfðu fellt bræðurna,
Gretti og Illuga, tóku þeir Glaum
með sér í land en urðu þó brátt leiðir
á félagsskap hans:
Og er þeir komu mjög inn til
Óslands, þá tók Glaumur svo illa að
bera sig að þeir nenntu eigi að fara
með hann lengra og drápu hann þar,
og grét hann hástöfum, áður en
hann var höggvinn.18
Þetta atriði samsvarar einnig frá-
sögn Þórðar sögu af örlögum Þórhalls
bónda sem er höggvinn í rúminu
heima hjá sér fyrir þær sakir einar að
vera skræfa.
I rauninni virðist Þórðar saga eiga
fleira sameiginlegt með Grettis sögu.
þær eru yfirleitt taldar ritaðar á svip-
uðu tímaskeiði og gerast að nokkru
leyti á sama sögusviði, í Miðfirði og
Skagafirði. Söguhetjurnar eiga báðar
í illdeilum við skagfírska höfðingja
en örlög þeirra verða ólík enda er
Grettis saga talin til klassískra stór-
virkja en Þórðar saga bara skemmti-
saga. Hér verður ekki farið út í náinn
samanburð en þeirri tilgátu kastað
fram að sögurnar sæki efni sitt að ein-
125