Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
miðri hlíðinni en hólaþyrping hrann-
ast upp við fjallsræturnar. Kolbeins-
dalsá hefur endur fyrir löngu grafið
sér leið í gegnum þetta framskrið því
að vestan megin hennar eru líka all-
víðáttumiklir hólar sem heita Hreðu-
hólar eða jafnvel HreiSurhólar. Bæði
Sviðningshólar og Hreðuhólar eru
grónir lyngi en engum reisulegum
klettum eða hömrum er þar til að
dreifa. I miðri fjallshlíðinni upp af
Sviðningshólunum er allbreiður stall-
ur sem nefndur er Kambar og hefur
greinilega myndast þegar hlíðin
skreið fram í árdaga. Á þessum slóð-
um — ef menn hafa þá skilið hana rétt
— lætur sagan þá atburði verða sem
hér skulu gerðir að umtalsefni.
Einn vetrardag segir sagan að
Þórður og félagar hans hafi farið að
vitja hrossa í „Sviðgrímshólum". Er
þangað kemur gengur Þórður upp
í hlíðina með Eyvindi félaga sínum
en Þórhallur bíður niðri við heygarð
— væntanlega skammt frá Sviðningi.
Brátt kemur Össur þar að með menn
sína, spyr til ferða Þórðar, slær síðan
Þórhall og heldur á eftir Þórði. Þegar
Þórður sér eftirförina segir hann:
Nú skulum við leitast við að komast
á Skeggjahamar og þaðan í Svið-
grímshóla, þar er vígi gott. ... þeir
hlaupa nú á hamarinn. I því koma
þeir Össur að. Þórður gengur á
framanverðan hamarinn. Skafl var
lagður af hamrinum niður á jöfnu og
ákaflega brattur; var þar hin mesta
mannhætta ofan að fara. Síðan settu
þeir spjótin í milli fóta sér og riðu
svo ofan af hamrinum allt á jöfnu;
komust þeir nú í Sviðgrímshóla.26
Hefst nú hinn harðasti bardagi
sem lýkur með falli Össurar og var
„haugur orpinn" eftir hann en sagan
upplýsir raunar ekki hvar.
Kristian Kálund lýsti sögusviðinu
skv. skilningi manna á síðari hluta
19- aldar og segir að Hreðuklettur
sé sennilega Skeggjahamar og menn
telji að Þórður hafi jafnvel rennt sér
á spjótinu yfir ísi lagða ána og bar-
daginn því orðið í Hreðuhólum.27
Þessi skilningur er staðfestur í Árbók
Ferðafélagsins 1946. Þar segir:
Hreðuhólar eru austan í Ásnum,
suðaustur frá Neðra-Ási. Þar átti
Þórður hreða að berjast við Össur frá
Þverá. Nefnist Össurarhóll þar, sem
hann var heygður. Hreðuklettar eru
drangar í hlíðinni á móti, þar sem
Þórðar saga lætur Þórð renna sér
niður harðfennið, er þeir félagar
leituðu sér vígis fyrir bardagann.28
Hér er nafn klettsins haft í fleirtölu
og má e.t.v. til sanns vegar færa að
það sé betra nafn því að í raun er
kletturinn klofinn í tvennt en það
sést ekki neðan af jafnsléttu. Almennt
er nafnið þó haft í eintölu.29 Svið-
setning bardagans hefur þannig verið
„endurbætt" í tímans rás því ekkert
26 ís/enzk fornrit, XVI, bls. 209-210.
27 Kristian Kálund. íslenzkir sögustaðir. III Norðlendingafjórðungur. Islenzk þýðing Harald-
urMatthíasson. Reykjavík 1986, bls. 64.
28 Árbók Ferðafélags íslands, Skagafjörður eftir Hallgrím Jónasson. Reykjavík 1946, bls. 76.
29 Kolbeinn Kristinsson: Örnefnalýsing Kolbeinsda/s. Örnefnastofnun.
128