Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 145

Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 145
EITT OG ANNAÐ FRÁ ÆSKUÁRUM f HÓLAKOTI kot, og eru mikill farartálmi ef farið er eftir bökkunum. Bæði eru gilin snarbrött og snjóhengjur koma mjög fljótt á norðurbrúnirnar. Friðrik hafði því komist í hann krappan, eins og sagt er, að ná út í Hólakot. Friðrik spurði fyrst hvort pabbi væri heima, en við sögðum sem var, að pabbi og mamma hefðu farið til Sauðárkróks og væru ekki komin ennþá. Þá spurði Friðrik hvort við gætum lofað sér að liggja inni, því hann treysti sér ekki til að halda áfram meðan veðrið væri svona. Við töldum það vera sjálfsagt og einhvern veginn myndi það bjargast. Fór þá Friðrik að verka af sér snjóinn og losa sig við yfírhafnir þarna frammi í bæjardyrunum sem venja var. Síðan var gengið til baðstofu og gestinum vísað til sætis á rúminu hægra megin, þ.e.a.s. að norðanverðu í fremra bað- stofuherberginu. Fóru nú eldri bræð- urnir að huga að veitingum fyrir næt- urgestinn og var þá nærtækast skyr- hræringur og mjólk, sem borið var fyrir gestinn, en hann bað að hafa enga fyrirhöfn vegna komu sinnar. Hann væri ekkert svangur en dálítið þreyttur eftir að berjast móti veðrinu og glíma við að komast yfir gilin. Enn leið ærin stund og var fátt um samræður, og mun hugsunin um pabba og mömmu hafa verið efst í huga okkar allra. Loks heyrðist geng- ið um bæjardyrahurðina. Við bræður stukkum allir fram og fögnuðum pabba og spurðum eftir mömmu. Hún verður á Króknum í nótt, það var engin leið að hugsa sér að koma hestinum með sleðann á móti veðrinu. Það skall á rétt þegar við vorum í þann veginn að fara af Króknum, og ég vildi ekki að mamma færi út í þetta óveður. Við skulum bara vera rólegir, ég sæki hana á morgun. Pabbi tók eftir að- komnu fötunum sem hengu á þilinu við dyrnar, og hann segir: „En hver er kominn?" Við sögðum sem var, og að hann ætlaði að gista í nótt. „Nújá, er það hann Fíi Arna. Eg þekki hann. Hann hefir ætlað út í Ingveldarstaði." Jú, við sögðum svo vera. Pabbi fór nú að verka af sér snjóinn. Eg man aldrei eftir að hafa séð hann jafn mikið klakaðan. Pabbi gekk með alskegg og var með loðna spælahúfu, og þetta var allt samfrosið, andgufan myndaði samfellda klakagrímu fyrir andlitið. En þetta losnaði allt smámsaman og ég skoppaði að ná í greiðu inn í borðskúffu við rúmið hans, til að hann gæti náð seinasta klakanum úr skegginu. Og nú var þetta allt búið og mamma kemur á morgun. Pabbi gekk nú inn í baðstofuhúsið og heils- aði Friðriki. Þeir þekktust og tóku upp léttara hjal og létu ekki stór- hríðina og erfiðið spilla samtalinu. Og kveldið leið að venju og áður en langt leið voru allir komnir í svefn og ró í litlu baðstofunni í Hólakoti. 141
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.