Skagfirðingabók - 01.01.2008, Qupperneq 145
EITT OG ANNAÐ FRÁ ÆSKUÁRUM f HÓLAKOTI
kot, og eru mikill farartálmi ef farið
er eftir bökkunum. Bæði eru gilin
snarbrött og snjóhengjur koma mjög
fljótt á norðurbrúnirnar. Friðrik hafði
því komist í hann krappan, eins og
sagt er, að ná út í Hólakot.
Friðrik spurði fyrst hvort pabbi
væri heima, en við sögðum sem var,
að pabbi og mamma hefðu farið til
Sauðárkróks og væru ekki komin
ennþá. Þá spurði Friðrik hvort við
gætum lofað sér að liggja inni, því
hann treysti sér ekki til að halda
áfram meðan veðrið væri svona. Við
töldum það vera sjálfsagt og einhvern
veginn myndi það bjargast. Fór þá
Friðrik að verka af sér snjóinn og losa
sig við yfírhafnir þarna frammi í
bæjardyrunum sem venja var. Síðan
var gengið til baðstofu og gestinum
vísað til sætis á rúminu hægra megin,
þ.e.a.s. að norðanverðu í fremra bað-
stofuherberginu. Fóru nú eldri bræð-
urnir að huga að veitingum fyrir næt-
urgestinn og var þá nærtækast skyr-
hræringur og mjólk, sem borið var
fyrir gestinn, en hann bað að hafa
enga fyrirhöfn vegna komu sinnar.
Hann væri ekkert svangur en dálítið
þreyttur eftir að berjast móti veðrinu
og glíma við að komast yfir gilin.
Enn leið ærin stund og var fátt um
samræður, og mun hugsunin um
pabba og mömmu hafa verið efst í
huga okkar allra. Loks heyrðist geng-
ið um bæjardyrahurðina. Við bræður
stukkum allir fram og fögnuðum
pabba og spurðum eftir mömmu.
Hún verður á Króknum í nótt, það
var engin leið að hugsa sér að koma
hestinum með sleðann á móti
veðrinu. Það skall á rétt þegar við
vorum í þann veginn að fara af
Króknum, og ég vildi ekki að
mamma færi út í þetta óveður. Við
skulum bara vera rólegir, ég sæki
hana á morgun. Pabbi tók eftir að-
komnu fötunum sem hengu á þilinu
við dyrnar, og hann segir: „En hver er
kominn?" Við sögðum sem var, og að
hann ætlaði að gista í nótt. „Nújá, er
það hann Fíi Arna. Eg þekki hann.
Hann hefir ætlað út í Ingveldarstaði."
Jú, við sögðum svo vera. Pabbi fór nú
að verka af sér snjóinn. Eg man aldrei
eftir að hafa séð hann jafn mikið
klakaðan. Pabbi gekk með alskegg og
var með loðna spælahúfu, og þetta var
allt samfrosið, andgufan myndaði
samfellda klakagrímu fyrir andlitið.
En þetta losnaði allt smámsaman og
ég skoppaði að ná í greiðu inn í
borðskúffu við rúmið hans, til að
hann gæti náð seinasta klakanum úr
skegginu. Og nú var þetta allt búið
og mamma kemur á morgun. Pabbi
gekk nú inn í baðstofuhúsið og heils-
aði Friðriki. Þeir þekktust og tóku
upp léttara hjal og létu ekki stór-
hríðina og erfiðið spilla samtalinu.
Og kveldið leið að venju og áður en
langt leið voru allir komnir í svefn og
ró í litlu baðstofunni í Hólakoti.
141