Skagfirðingabók - 01.01.2008, Síða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
asta árið, og öllum var kennt það
sama. Þegar yngri krakkarnir voru að
reikna, þá vorum við hin oft að skrifa
forskrift. Gísli gaf okkur forskrift.
Þegar ég var komin í eldri hópinn,
kom stundum fyrir að okkur vant-
aði forskrift. Þá lét hann okkur hjálpa
þeim yngri með reikninginn, meðan
hann skrifaði í bækurnar okkar. Mér
þótti þetta svo gaman, var sem í
öðrum heimi og vonaði að Gísli yrði
sem lengst að skrifa í bókina mína!
Þarna fékk ég áhugann fyrir því að
verða kennari.
Við lærðum kvæði, vorum með
gömlu skólaljóðin, 1. og 2. heftið.
Eitt sinn áttum við að læra kvæðið
Gunnarshólma, efcir Jónas Hallgríms-
son. Ekki man ég hve langan tíma við
höfðum til þess, en kvöldið áður en
ég átti að fara með það, hafði mér
ekki tekist að læra kvæðið. Eg var
háttuð og grét yfir öllu saman. Þá kom
pabbi til mín, fór yfir allt kvæðið með
mér, útskýrði hverja einustu línu og
sagði mér svo að fara að sofa. Þegar
ég vaknaði morguninn eftir kunni ég
kvæðið og hef kunnað það síðan.
Aldrei hef ég treyst mér til að leika
eftir þessa einstöku útskýringu hans
pabba.
Börn voru prófskyld 7 ára, en skóla-
skyld 9 ára. Á þessum árum voru
samræmd próf um allt land í lestri,
stafsetningu, málfræði og reikningi.
Öll börn tóku sama lestrarprófið og
reikningsprófið. Einkunnir í reikn-
ingi voru lágar í fyrstu, en hækkuðu
eftir því sem börnin eltust. Á reikn-
ingsprófinu voru 50 dæmi. Á fulln-
aðarprófinu áttu krakkarnir að geta
reiknað öll dæmin, varla fyrr. En við
lærðum á þetta próf, það var alltaf
eins sett upp, og við vissum, að ef
við kynnum þessa og hina aðferðina,
þá kæmumst við lengra. En önnur
síðan á prófinu var uggvænleg í
mínum augum, nær allt orðadæmi.
Þau voru ekki fyrir mig!
Litlu jólin
Si'ðasta skóladaginn fyrir jól héldu
þau Gísli og Lína [Nikólína Jóhanns-
dóttir] „litlu jól“ fyrir okkur. Þau
buðu okkur upp til sín og í stofunni
var fagurlega skreytt jólatré, man enn
eftir íslenska fánanum, mörgum litl-
um fánum, sem voru festir á snúru
sem náði utan um tréð. Þarna geng-
um við í kringum tréð og sungum
og svo sagði Gísli okkur sögur. Það
voru sérstakar sögur. Hann skírði
hvert og eitt okkar nöfnum, sem voru
lýsingarorð. Þessi orð áttum við að
muna, en máttum engum segja. Svo
hófst sagan og þegar þar kom að
hann vantaði lýsingarorð, þá spurði
hann eitthvert okkar og við sögðum
okkar orð. Þegar allir höfðu svarað
endaði sagan. Þetta tilheyrði litlu jól-
unum. Á eftir bauð Lína til veislu.
Þessar stundir gleymast ekki.
Prófdagurinn
I SKÓLALOK var einn prófdagur á
Ökrum. Þangað komu öll skóla-
börnin, bæði úr Uthlíð og Framhlíð.
Þetta var erfiður dagur. Prófað var í
öllum fögum og verið að lengi dags.
Eg var oftast orðin veik, þegar ég
kom heim. Pabbi var prófdómari tvö
fyrstu vorin mín, að mig minnir, það
var mér mikill styrkur. Eftir það var
144